Lífið

"Ég myndi líka vilja vera með líkama eins og Gisele Bundchen“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Bloody Mary er uppáhaldsdrykkur leikkonunnar.
Bloody Mary er uppáhaldsdrykkur leikkonunnar. Vísir/Getty
Leikkonan Jennifer Aniston opnar sig um hitt og þetta í viðtali við vefsíðuna Self.com. Þar segist hún meðal annars elska jóga og hugleiðslu og er ekki í vafa um við hvern hún myndi skipta um líkama.

„Ég væri til í að geta skíðað eins og óð manneskja, eins og Lindsey Vonn. Ég myndi líka vilja vera með líkama eins og Gisele Bundchen,“ segir Jennifer. Hún segist einnig elska drykkinn Bloody Mary og er aðdáandi raunveruleikaþátta á borð við The Voice og America‘s Got Talent.

„Áheyrnarprufurnar eru eiginlega æðislegar,“ segir leikkonan sem þolir ekki þegar vinir hennar syngja með lögum í útvarpinu.

„Ó Guð, ég hata það. Ég vil heyra lagið - ekki syngja með. Gerðu það!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.