„Ekkert þarna inni sem gæti stressað mig“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. mars 2014 11:00 Anton hefur verið með leiðsögn í safninu í rúm þrjátíu ár. Vísir/Stefán „Ég spila þetta af fingrum fram. Ég mun haga leiðsögninni eftir því hverjir koma. Ég veit ekki hvaða þroska einstaklingarnir hafa fyrr en á staðinn er komið. Ég mun höfða til áhorfenda og byggja leiðsögnina í kringum safnið sem þeir sjá,“ segir Anton Holt, safnvörður myntsafns Seðlabanka Íslands og Þjóðminjasafns Íslands við Arnarhól. Boðið verður upp á leiðsögn um safnið í dag, á miðvikudag og fimmtudag frá klukkan 14 til 16 í tilefni af alþjóðlegri fjármálalæsisviku á Íslandi. Vikan er hluti af alþjóðlegri vitundarvakningu sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi fjármálalæsismenntunar og stuðla að viðhorfsbreytingu þegar kemur að fjármálum. Hollenska góðgerðarhreyfingin Child and Youth Finance International stendur að átakinu á alþjóðavísu. Anton setti safnið upp og er búinn að sýna það í rúm þrjátíu ár. „Það er svo sem ekkert þar inni sem gæti stressað mig. Ef ég er ekki farinn að þekkja safnið núna næ ég þessu aldrei,“ segir Anton. „Það er ekki mikið um erlenda mynt. Það sem við sýnum aðallega þarna inni er peninga- og hagþróunin á Íslandi frá landnámi og fram að tíu þúsund kallinum. Sumt er meira í myndrænu formi en þegar lengra dregur fram á tímabilið erum við með alla íslenska, útgefna seðla, sýnishorn af myntum, ávísanir og krítarkort svo eitthvað sé nefnt,“ segir Anton. Hann veit ekki hvort leiðsögnin muni auka fjármálalæsi ungs fólks. „Fjármálalæsi er vinsælt nútímahugtak. Ég mun ekki stíla inn á framtíðina í leiðsögninni heldur sýna frekar fortíðina – hvernig peningakerfið byggðist upp frá upphafi. Ég legg áherslu á að fjalla um sjálfbæran búskap með peninga og þegar fólk stundaði vöruskipti og annað slíkt sem var í raun fyrirrennari peninga. Það er einn af þeim þáttum sem við sýnum í safninu.“ Safnið er vanalega opið alla virka daga frá klukkan 13.30 til 15.30. Aðgangur er ókeypis og segir Anton að hægt sé að fá leiðsögn utan fjármálalæsisvikunnar. „Ef einhver hefur brennandi áhuga, hvort sem það eru hópar eða einstaklingar, er hægt að hóa í mig. Ég hef ekki neitað neinum enn þá. Safnið er nokkuð vel textað og á ekki að þurfa aukna leiðsögn. Það koma hins vegar alltaf hópar hingað reglulega, til dæmis ákveðnir hópar í Tækniskólanum. Þá hafa Myndlistarskólanemar komið hingað til að fræðast um gerð seðla og mynta út frá listrænu sjónarmiði.“ Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Melanie Watson er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Sjá meira
„Ég spila þetta af fingrum fram. Ég mun haga leiðsögninni eftir því hverjir koma. Ég veit ekki hvaða þroska einstaklingarnir hafa fyrr en á staðinn er komið. Ég mun höfða til áhorfenda og byggja leiðsögnina í kringum safnið sem þeir sjá,“ segir Anton Holt, safnvörður myntsafns Seðlabanka Íslands og Þjóðminjasafns Íslands við Arnarhól. Boðið verður upp á leiðsögn um safnið í dag, á miðvikudag og fimmtudag frá klukkan 14 til 16 í tilefni af alþjóðlegri fjármálalæsisviku á Íslandi. Vikan er hluti af alþjóðlegri vitundarvakningu sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi fjármálalæsismenntunar og stuðla að viðhorfsbreytingu þegar kemur að fjármálum. Hollenska góðgerðarhreyfingin Child and Youth Finance International stendur að átakinu á alþjóðavísu. Anton setti safnið upp og er búinn að sýna það í rúm þrjátíu ár. „Það er svo sem ekkert þar inni sem gæti stressað mig. Ef ég er ekki farinn að þekkja safnið núna næ ég þessu aldrei,“ segir Anton. „Það er ekki mikið um erlenda mynt. Það sem við sýnum aðallega þarna inni er peninga- og hagþróunin á Íslandi frá landnámi og fram að tíu þúsund kallinum. Sumt er meira í myndrænu formi en þegar lengra dregur fram á tímabilið erum við með alla íslenska, útgefna seðla, sýnishorn af myntum, ávísanir og krítarkort svo eitthvað sé nefnt,“ segir Anton. Hann veit ekki hvort leiðsögnin muni auka fjármálalæsi ungs fólks. „Fjármálalæsi er vinsælt nútímahugtak. Ég mun ekki stíla inn á framtíðina í leiðsögninni heldur sýna frekar fortíðina – hvernig peningakerfið byggðist upp frá upphafi. Ég legg áherslu á að fjalla um sjálfbæran búskap með peninga og þegar fólk stundaði vöruskipti og annað slíkt sem var í raun fyrirrennari peninga. Það er einn af þeim þáttum sem við sýnum í safninu.“ Safnið er vanalega opið alla virka daga frá klukkan 13.30 til 15.30. Aðgangur er ókeypis og segir Anton að hægt sé að fá leiðsögn utan fjármálalæsisvikunnar. „Ef einhver hefur brennandi áhuga, hvort sem það eru hópar eða einstaklingar, er hægt að hóa í mig. Ég hef ekki neitað neinum enn þá. Safnið er nokkuð vel textað og á ekki að þurfa aukna leiðsögn. Það koma hins vegar alltaf hópar hingað reglulega, til dæmis ákveðnir hópar í Tækniskólanum. Þá hafa Myndlistarskólanemar komið hingað til að fræðast um gerð seðla og mynta út frá listrænu sjónarmiði.“
Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Melanie Watson er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein