Lífið

Kynna framandi nám í Noregi

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Helga Dís Sigurðardóttir, háskólakennari í Noregi, sér um kynningarnar hér á landi
Helga Dís Sigurðardóttir, háskólakennari í Noregi, sér um kynningarnar hér á landi mynd/einkasafn
„Íslensku nemendurnir er mjög ánægðir í náminu hjá okkur,“ segir Helga Dís Sigurðardóttir, háskólakennari í Hint í Steinkjer í Noregi.

Um er að ræða háskólanám í Noregi í annars vegar tölvuleikjahönnun og hins vegar margmiðlunartækni en þetta nám er ekki í boði á Íslandi. „Það komu sjö Íslendingar til okkar í haust og kunna þeir mjög vel við sig.“

Tölvuleikjahönnunin hefur notið vaxandi vinsælda en á hverri önn komast 40 manns inn í nám í tölvuleikjahönnun og 40 í margmiðlunartækni. „Í tölvuleikjahönnuninni er farið yfir þrívíddarhönnun og fólkið lærir grundvallarforritun,“ útskýrir Helga Dís um námið í tölvuleikjahönnun.

Þá fara nemendurnir í svokallaða leikjasmiðju. „Nemendurnir stofna sín eigin nemendafyrirtæki og keppast um að koma á framfæri hugmyndum sínum. Við fáum fagaðila úr tölvuleikjageiranum til að gagnrýna og aðstoða nemendurna.“ Hugmyndir úr náminu hafa náð langt eins og HytteQuiz sem var eitt vinsælasta smáforrit í Noregi á síðasta ári.

„Margir sem útskrifast úr margmiðlunartæknináminu starfa við fjölmiðla og þess háttar. Námið í skólanum kostar líka mjög lítið eða um 12.000 krónur í annargjald.“

Kynning á náminu fer fram í kvöld í VMA á Akureyri, á morgun í FVA á Akranes og í húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti á fimmtudag. Allar kynningarnar hefjast klukkan 19.00.

Hér má lesa nánar um námið og einnig á facebook.

Multi-media & Game Design from Multimedieteknologi, HiNT on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.