Hvernig á að jarða barnaníðing? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. mars 2014 12:00 Björg G. Gísladóttir Fréttablaðið/Valli Fáar bækur hafa vakið aðra eins athygli og glæný bók Bjargar Guðrúnar Gísladóttur, Hljóðin í nóttinni. Þar rekur Björg minningar sínar frá uppvexti í versta slömmi Reykjavíkur með heimilisofbeldi, misnotkun og einelti. Sagan er þó engan veginn hörmungasaga. Það er ekki á Björgu að sjá að hún hafi orðið fræg á einni nóttu og sett í gang kröftugri viðbrögð á net- og samfélagsmiðlum með uppljóstrunum sínum í bókinni en dæmi eru um lengi. Hún stendur í eldhúsinu sínu á útgáfudegi bókarinnar og hitar vatn í te, raular fyrir munni sér og brosir út í annað eins og áhyggjur eða stress hafi aldrei verið hluti af hennar tilveru. Líður henni ekkert eins og hún sé nakin á gangi niður Laugaveginn nú þegar ævi hennar er komin út á bók og hver sem er getur haft á henni skoðun? „Nei, reyndar ekki, svo undarlega sem það hljómar nú. Ég er svo jarðtengd að ég held ég sé búin að taka út alla spennu og kvíða meðan ég var að skrifa bókina, stundum var ég alveg að fríka út og þurfti að fara frá tölvunni og fá mér göngutúr til að ná mér niður. Þetta var auðvitað hálfgerð þerapía tilfinningalega og tók mikið á, auk þess sem ég kveið viðbrögðunum, en þegar ég var komin með bókina í hendurnar fékk ég mjög góða tilfinningu og fann að ég var tilbúin. Það var líka svo mikill léttir að losna við þessa sögu úr líkamanum, þetta hafði fyllt út í hverja frumu, og það kom einhver kraftur í staðinn sem ræður ferðinni núna.“ Hljóðin í nóttinni er sannarlega lesning sem tekur á og auðvelt að skilja að skriftirnar hafi gengið nærri Björgu. Hún lýsir ömurlegum aðstæðum í uppvextinum, köldum og saggafullum bústað í fátækrahverfinu Höfðaborginni sem álitin var samastaður úrhraka sem börn „venjulegs“ fólks mættu ekki undir nokkrum kringumstæðum hafa samskipti við. Samskiptin við skólafélagana einkenndust því af einelti og fyrirlitningu og kennarinn leit á krakkana úr Höfðaborginni sem vonlaus tilfelli sem ekki ættu sér viðreisnar von. Þegar ofan á bætist mikill drykkjuskapur og ofbeldi inni á heimilinu er myndin sem Björg dregur upp nánast óbærilega dökk. Sjónarhornið er alfarið barnsins og vandlega sneitt hjá tilfinningaklámi og sjálfsvorkunn. Það vekur athygli lesandans að þrátt fyrir hrottalegt ofbeldið sem stjúpfaðirinn beitir móður barnsins málar hún hann í hlýjum litum og segir ofbeldið hafi verið á ábyrgð þeirra beggja. Reiðin í garð móðurinnar er í raun meiri en í garð stjúpföðurins, er Björg búin að fyrirgefa móður sinni? „Það var aldrei spurningin um að fyrirgefa neitt. Ég er auðvitað ekki sátt við hvernig hún fór með líf sitt en kannski fyrirgefningin hafi komið til mín á þann hátt að ég hætti að taka ábyrgð á mömmu. Þau voru bæði fangar aðstæðna og á tímabili fannst mér mjög sorglegt að þau skyldu eyða lífinu svona saman í stað þess að skilja og fara sitt í hvora áttina. Heimilisofbeldi er oft flókið samspil og ég upplifði oft að þeirra samband væri eins og dans. Þau voru föst inni í sínum hjúp og við krakkarnir vorum bara áhorfendur. Það var aldrei talað um ofbeldið og auðvitað var mjög átakanlegt að horfa upp á þetta. Ég trúi því samt alveg að þau hafi gert sitt besta, ég held að fólk reyni að gera sitt besta. Þau eru gott fólk og mér þykir vænt um þau. Eitt af því sem ég vildi koma til skila í bókinni er hvað lífið er margbreytilegt og hvað við erum öll breysk.“ Björg lýsir líka föður sínum sem góðum manni þrátt fyrir að hann hafi brugðist trausti hennar eins hrapallega og hægt er að gera með því að misnota hana sem barn. Það tók hana mjög langan tíma að vinna úr þeim svikum og stundum var hláturinn eina ráðið gegn sársaukanum. Ein fyndnasta senan í bókinni er þegar þær systur eru að ræða við prestinn sem á að jarðsyngja föður þeirra og kasta fram spurningunni „Hvernig jarðar maður barnaníðing?“ Björg skellir upp úr þegar hún rifjar þá stund upp. „Þetta var mjög skondið augnablik en við ákváðum sem sagt að vera einlægar við prestinn. Þetta var allt orðið svo absúrd að það var annaðhvort bara að gráta út í eitt eða hlæja að þessu öllu. Ég hafði ekki haft samband við pabba í átta, níu ár áður en hann veiktist en ákvað auðvitað að fylgja honum í gegnum veikindin. Hvað annað gat ég gert?“ Auk þess að misnota Björgu misnotaði faðir hennar systur hennar, en um það vissi hún ekkert fyrr en hún var komin yfir tvítugt og löngu flutt að heiman. Ekki nóg með það heldur hafði bróðir hans einnig misnotað þær og fleiri stúlkur í föðurfjölskyldunni en það var ekki fyrr en um fertugt sem Björg fór að raða saman heildarmyndinni. „Það tók óskaplega langan tíma að vinna úr þessu öllu en ég átti nú eiginlega ekkert val um það. Ég sendi til dæmis pabba ljóðabókina mína, þar sem meðal annars var fjallað um hann, og var mjög stressuð yfir því. Ég var ekkert viss um að hann myndi þola að lesa hana en ég ákvað að taka ekki ábyrgð á hans upplifunum og tilfinningum. Ég varð að standa með mér.“ Eitt af því sem hefur vakið furðu þeirra sem lesið hafa bókina er hvernig í ósköpunum kona úr þessum aðstæðum með þessa reynslu á bakinu hafi farið að því að verða svona sjálfsörugg og heilsteypt manneskja. Hver er galdurinn? „Sterk kvengen held ég. Mamma og amma voru viljasterkar konur með sterka persónuleika. Svo held ég að það hafi að einhverju leyti bjargað mér að hafa litlu systur mínar og þurfa að hugsa um þær, að hafa eitthvert hlutverk. Auðvitað þurfti ég líka að vinna mikið í mér og þetta var mjög langt ferli. Það var erfitt að fara í gegnum allar þessar tilfinningar og sársauka. Ég var búin að frysta allar tilfinningar og vissi ekki einu sinni hver ég var. Sjálfsmyndin mín var bara sú að ég væri hluti af öðru fólki. En það er aldrei eitthvað eitt sem bjargar manni, ég átti mér líka alltaf ákveðna draumsýn um að eiga fallegt líf sem ég gat stjórnað og ég sleppti lengi ekki tökunum á þeirri draumsýn og voninni um að eignast venjulegt líf. Eins undarlega og það hljómar var það samt ekki fyrr en ég sleppti tökunum á draumsýninni og fór að horfast í augu við raunveruleikann að ég fór að geta tekist á við sársaukann. Um leið og ég fann að ég gat það, þótt það væri erfitt, þá óx sjálfsmyndin mín. Það var mjög merkileg reynsla.“ Það sem mestu uppnámi hefur valdið í netheimum er þó sú uppljóstrun Bjargar að einn virtasti og dáðasti kennari landsins hafi verið barnaníðingur. Hefur það verið vel varðveitt leyndarmál allan þennan tíma? „Ég hef í gegnum tíðina hitt marga sem urðu fyrir barðinu á honum bæði hvað varðar kynferðislegt ofbeldi og annars konar ofbeldi, bæði andlegt og líkamlegt. En á hinn bóginn hef ég líka hitt fólk sem dáði hann takmarkalaust. Ég hef ekki séð neinn halda því fram opinberlega að hann hafi verið barnaníðingur fyrr en núna eftir að bókin kom út en á þessum örfáu dögum hef ég fengið margar staðfestingar á því. Ég held það sé alveg ljóst að hann var mjög mikill ofbeldismaður.“ Það er hjartans mál Bjargar að koma af stað meiri umræðu um hvaða áhrif heimilisofbeldi hafi á börn sem verða vitni að því og hún segist vona að bókin hjálpi til við þá umræðu. Baráttan gegn kynferðisofbeldi gegn börnum hefur líka verið baráttumál Bjargar og ekki minnkaði áherslan á það þegar sonur hennar lenti í ódæðismanni sem lengi hafði fengið að stunda sitt níð óáreittur. „Já, sonur minn lenti í manni með slóð kynferðisbrota á eftir sér, en sem betur fer hafði hann kjark til að kæra og sá maður var dæmdur fyrir brot sín. Einn af fáum.“ Ofbeldið setti mark sitt á son Bjargar, hann varð þunglyndur í kjölfar þess og leiddist út í neyslu vímuefna. Hann hefur þó náð tökum á lífi sínu en er enn þá að glíma við þunglyndið. Björg segir hann hafa erft viljastyrkinn frá sér. „Þau hafa það öll, börnin mín, og ég er mjög stolt af þeim öllum.“ Björg giftist ung og eignaðist elsta son sinn, en eiginmaðurinn var alkóhólisti og hún sá fljótt að það samband gengi ekki upp enda var hún harðákveðin í því að börnin hennar skyldu ekki alast upp við drykkjuskap. Skömmu eftir að hún skildi hitti hún annan mann og draumsýnin hélt áfram, hún hélt að hún sæi loks fram á að geta lifað hinu venjulega lífi sem hún þráði. Örlögin höfðu þó ekki alveg lokið sér af við hana og enn var ein þraut eftir. „Ég hitti konu sem ég varð ástfangin af. Það var skrítin og stór tilfinning sem ég vissi ekki hvað ég ætti að gera við. Það tók mig sjö ár að ákveða hvað ég ætti að gera við þessar tilfinningar. Ég vildi ekki splundra fjölskyldunni og við maðurinn minn reyndum að vinna úr málinu í sameiningu. Það var mér svo óskaplega mikilvægt að eiga venjulegt líf og þessar nýju tilfinningar settu allt úr skorðum. Á endanum neyddist ég þó til að viðurkenna að ég yrði að taka ákvörðun og láta reyna á ástina. Eftir að ég lét slag standa og fór að búa með þáverandi kærustu uppgötvaði ég aftur í mér baráttuandann frá því í Höfðaborginni og skildi að ég hefði alveg rétt á því að vera til á mínum forsendum.“ Sambandið við fyrstu kærustuna gekk ekki upp en í dag er Björg í hamingjusömu sambandi við konu, börnin flutt að heiman og hún á barmi nýs lífs sem rithöfundur. Hún segist reyndar vera búin að lifa svo mörgum lífum í þessu lífi að hún hljóti að fara að verða búin með kvótann. „Ég er alveg búin að ákveða það að ég ætla ekki að fæðast á þessari jörð aftur. Ég ætla bara að klára þetta núna og koma aldrei aftur. Þetta er orðið fínt. Ég er hins vegar mjög spennt fyrir því að eignast líf sem rithöfundur og vona innilega að ég fái tækifæri til þess að halda áfram að skrifa.“ Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Fáar bækur hafa vakið aðra eins athygli og glæný bók Bjargar Guðrúnar Gísladóttur, Hljóðin í nóttinni. Þar rekur Björg minningar sínar frá uppvexti í versta slömmi Reykjavíkur með heimilisofbeldi, misnotkun og einelti. Sagan er þó engan veginn hörmungasaga. Það er ekki á Björgu að sjá að hún hafi orðið fræg á einni nóttu og sett í gang kröftugri viðbrögð á net- og samfélagsmiðlum með uppljóstrunum sínum í bókinni en dæmi eru um lengi. Hún stendur í eldhúsinu sínu á útgáfudegi bókarinnar og hitar vatn í te, raular fyrir munni sér og brosir út í annað eins og áhyggjur eða stress hafi aldrei verið hluti af hennar tilveru. Líður henni ekkert eins og hún sé nakin á gangi niður Laugaveginn nú þegar ævi hennar er komin út á bók og hver sem er getur haft á henni skoðun? „Nei, reyndar ekki, svo undarlega sem það hljómar nú. Ég er svo jarðtengd að ég held ég sé búin að taka út alla spennu og kvíða meðan ég var að skrifa bókina, stundum var ég alveg að fríka út og þurfti að fara frá tölvunni og fá mér göngutúr til að ná mér niður. Þetta var auðvitað hálfgerð þerapía tilfinningalega og tók mikið á, auk þess sem ég kveið viðbrögðunum, en þegar ég var komin með bókina í hendurnar fékk ég mjög góða tilfinningu og fann að ég var tilbúin. Það var líka svo mikill léttir að losna við þessa sögu úr líkamanum, þetta hafði fyllt út í hverja frumu, og það kom einhver kraftur í staðinn sem ræður ferðinni núna.“ Hljóðin í nóttinni er sannarlega lesning sem tekur á og auðvelt að skilja að skriftirnar hafi gengið nærri Björgu. Hún lýsir ömurlegum aðstæðum í uppvextinum, köldum og saggafullum bústað í fátækrahverfinu Höfðaborginni sem álitin var samastaður úrhraka sem börn „venjulegs“ fólks mættu ekki undir nokkrum kringumstæðum hafa samskipti við. Samskiptin við skólafélagana einkenndust því af einelti og fyrirlitningu og kennarinn leit á krakkana úr Höfðaborginni sem vonlaus tilfelli sem ekki ættu sér viðreisnar von. Þegar ofan á bætist mikill drykkjuskapur og ofbeldi inni á heimilinu er myndin sem Björg dregur upp nánast óbærilega dökk. Sjónarhornið er alfarið barnsins og vandlega sneitt hjá tilfinningaklámi og sjálfsvorkunn. Það vekur athygli lesandans að þrátt fyrir hrottalegt ofbeldið sem stjúpfaðirinn beitir móður barnsins málar hún hann í hlýjum litum og segir ofbeldið hafi verið á ábyrgð þeirra beggja. Reiðin í garð móðurinnar er í raun meiri en í garð stjúpföðurins, er Björg búin að fyrirgefa móður sinni? „Það var aldrei spurningin um að fyrirgefa neitt. Ég er auðvitað ekki sátt við hvernig hún fór með líf sitt en kannski fyrirgefningin hafi komið til mín á þann hátt að ég hætti að taka ábyrgð á mömmu. Þau voru bæði fangar aðstæðna og á tímabili fannst mér mjög sorglegt að þau skyldu eyða lífinu svona saman í stað þess að skilja og fara sitt í hvora áttina. Heimilisofbeldi er oft flókið samspil og ég upplifði oft að þeirra samband væri eins og dans. Þau voru föst inni í sínum hjúp og við krakkarnir vorum bara áhorfendur. Það var aldrei talað um ofbeldið og auðvitað var mjög átakanlegt að horfa upp á þetta. Ég trúi því samt alveg að þau hafi gert sitt besta, ég held að fólk reyni að gera sitt besta. Þau eru gott fólk og mér þykir vænt um þau. Eitt af því sem ég vildi koma til skila í bókinni er hvað lífið er margbreytilegt og hvað við erum öll breysk.“ Björg lýsir líka föður sínum sem góðum manni þrátt fyrir að hann hafi brugðist trausti hennar eins hrapallega og hægt er að gera með því að misnota hana sem barn. Það tók hana mjög langan tíma að vinna úr þeim svikum og stundum var hláturinn eina ráðið gegn sársaukanum. Ein fyndnasta senan í bókinni er þegar þær systur eru að ræða við prestinn sem á að jarðsyngja föður þeirra og kasta fram spurningunni „Hvernig jarðar maður barnaníðing?“ Björg skellir upp úr þegar hún rifjar þá stund upp. „Þetta var mjög skondið augnablik en við ákváðum sem sagt að vera einlægar við prestinn. Þetta var allt orðið svo absúrd að það var annaðhvort bara að gráta út í eitt eða hlæja að þessu öllu. Ég hafði ekki haft samband við pabba í átta, níu ár áður en hann veiktist en ákvað auðvitað að fylgja honum í gegnum veikindin. Hvað annað gat ég gert?“ Auk þess að misnota Björgu misnotaði faðir hennar systur hennar, en um það vissi hún ekkert fyrr en hún var komin yfir tvítugt og löngu flutt að heiman. Ekki nóg með það heldur hafði bróðir hans einnig misnotað þær og fleiri stúlkur í föðurfjölskyldunni en það var ekki fyrr en um fertugt sem Björg fór að raða saman heildarmyndinni. „Það tók óskaplega langan tíma að vinna úr þessu öllu en ég átti nú eiginlega ekkert val um það. Ég sendi til dæmis pabba ljóðabókina mína, þar sem meðal annars var fjallað um hann, og var mjög stressuð yfir því. Ég var ekkert viss um að hann myndi þola að lesa hana en ég ákvað að taka ekki ábyrgð á hans upplifunum og tilfinningum. Ég varð að standa með mér.“ Eitt af því sem hefur vakið furðu þeirra sem lesið hafa bókina er hvernig í ósköpunum kona úr þessum aðstæðum með þessa reynslu á bakinu hafi farið að því að verða svona sjálfsörugg og heilsteypt manneskja. Hver er galdurinn? „Sterk kvengen held ég. Mamma og amma voru viljasterkar konur með sterka persónuleika. Svo held ég að það hafi að einhverju leyti bjargað mér að hafa litlu systur mínar og þurfa að hugsa um þær, að hafa eitthvert hlutverk. Auðvitað þurfti ég líka að vinna mikið í mér og þetta var mjög langt ferli. Það var erfitt að fara í gegnum allar þessar tilfinningar og sársauka. Ég var búin að frysta allar tilfinningar og vissi ekki einu sinni hver ég var. Sjálfsmyndin mín var bara sú að ég væri hluti af öðru fólki. En það er aldrei eitthvað eitt sem bjargar manni, ég átti mér líka alltaf ákveðna draumsýn um að eiga fallegt líf sem ég gat stjórnað og ég sleppti lengi ekki tökunum á þeirri draumsýn og voninni um að eignast venjulegt líf. Eins undarlega og það hljómar var það samt ekki fyrr en ég sleppti tökunum á draumsýninni og fór að horfast í augu við raunveruleikann að ég fór að geta tekist á við sársaukann. Um leið og ég fann að ég gat það, þótt það væri erfitt, þá óx sjálfsmyndin mín. Það var mjög merkileg reynsla.“ Það sem mestu uppnámi hefur valdið í netheimum er þó sú uppljóstrun Bjargar að einn virtasti og dáðasti kennari landsins hafi verið barnaníðingur. Hefur það verið vel varðveitt leyndarmál allan þennan tíma? „Ég hef í gegnum tíðina hitt marga sem urðu fyrir barðinu á honum bæði hvað varðar kynferðislegt ofbeldi og annars konar ofbeldi, bæði andlegt og líkamlegt. En á hinn bóginn hef ég líka hitt fólk sem dáði hann takmarkalaust. Ég hef ekki séð neinn halda því fram opinberlega að hann hafi verið barnaníðingur fyrr en núna eftir að bókin kom út en á þessum örfáu dögum hef ég fengið margar staðfestingar á því. Ég held það sé alveg ljóst að hann var mjög mikill ofbeldismaður.“ Það er hjartans mál Bjargar að koma af stað meiri umræðu um hvaða áhrif heimilisofbeldi hafi á börn sem verða vitni að því og hún segist vona að bókin hjálpi til við þá umræðu. Baráttan gegn kynferðisofbeldi gegn börnum hefur líka verið baráttumál Bjargar og ekki minnkaði áherslan á það þegar sonur hennar lenti í ódæðismanni sem lengi hafði fengið að stunda sitt níð óáreittur. „Já, sonur minn lenti í manni með slóð kynferðisbrota á eftir sér, en sem betur fer hafði hann kjark til að kæra og sá maður var dæmdur fyrir brot sín. Einn af fáum.“ Ofbeldið setti mark sitt á son Bjargar, hann varð þunglyndur í kjölfar þess og leiddist út í neyslu vímuefna. Hann hefur þó náð tökum á lífi sínu en er enn þá að glíma við þunglyndið. Björg segir hann hafa erft viljastyrkinn frá sér. „Þau hafa það öll, börnin mín, og ég er mjög stolt af þeim öllum.“ Björg giftist ung og eignaðist elsta son sinn, en eiginmaðurinn var alkóhólisti og hún sá fljótt að það samband gengi ekki upp enda var hún harðákveðin í því að börnin hennar skyldu ekki alast upp við drykkjuskap. Skömmu eftir að hún skildi hitti hún annan mann og draumsýnin hélt áfram, hún hélt að hún sæi loks fram á að geta lifað hinu venjulega lífi sem hún þráði. Örlögin höfðu þó ekki alveg lokið sér af við hana og enn var ein þraut eftir. „Ég hitti konu sem ég varð ástfangin af. Það var skrítin og stór tilfinning sem ég vissi ekki hvað ég ætti að gera við. Það tók mig sjö ár að ákveða hvað ég ætti að gera við þessar tilfinningar. Ég vildi ekki splundra fjölskyldunni og við maðurinn minn reyndum að vinna úr málinu í sameiningu. Það var mér svo óskaplega mikilvægt að eiga venjulegt líf og þessar nýju tilfinningar settu allt úr skorðum. Á endanum neyddist ég þó til að viðurkenna að ég yrði að taka ákvörðun og láta reyna á ástina. Eftir að ég lét slag standa og fór að búa með þáverandi kærustu uppgötvaði ég aftur í mér baráttuandann frá því í Höfðaborginni og skildi að ég hefði alveg rétt á því að vera til á mínum forsendum.“ Sambandið við fyrstu kærustuna gekk ekki upp en í dag er Björg í hamingjusömu sambandi við konu, börnin flutt að heiman og hún á barmi nýs lífs sem rithöfundur. Hún segist reyndar vera búin að lifa svo mörgum lífum í þessu lífi að hún hljóti að fara að verða búin með kvótann. „Ég er alveg búin að ákveða það að ég ætla ekki að fæðast á þessari jörð aftur. Ég ætla bara að klára þetta núna og koma aldrei aftur. Þetta er orðið fínt. Ég er hins vegar mjög spennt fyrir því að eignast líf sem rithöfundur og vona innilega að ég fái tækifæri til þess að halda áfram að skrifa.“
Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira