Óljós skil milli vinnu og frítíma Gunnþóra Guðmundsdóttir skrifar 8. mars 2014 10:30 Liv Bergþórsdóttir ásamt Sverri Konráð og Tómasi Viðari. Fréttablaðið/Valli Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, hlaut stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2011, var Markaðsmaður ársins 2012 og hlaut viðurkenningu FKA 2014. Auk þess skoraði Nova hæst fjarskiptafyrirtækja á Íslensku ánægjuvoginni 2014, í fimmta sinn. Liv situr í stjórnum þriggja stórfyrirtækja og sinnir heimilishaldi og uppeldi með manni sínum. Hvernig fer hún eiginlega að þessu? „Ég vinn með öflugu fólki og þegar komið hafa upp vandamál hefur okkur tekist að greiða saman úr þeim. Mér finnst ég aldrei ein með áhyggjur og árangur minn er árangur hópsins,“ segir Liv. Hún kveðst oft taka vinnuna með sér heim. „Skilin milli vinnu og frítíma eru óljós – en með árunum hef ég styrkst og lært að taka hluti ekki eins mikið inn á mig og í byrjun. Ég nærist líka á stressinu að nokkru leyti – það heldur mér á tánum. Hluti af því að ná árangri er að fara út fyrir þægindarammann og þannig halda áfram að læra og takast á við nýja hluti. Það er það sem gerir starfið fjölbreytt og skemmtilegt,“ segir hún glaðlega. Við sitjum að spjalli í húsakynnum Nova og Liv virðist allt annað en stressuð. Þegar henni er óskað til hamingju með viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu og úrslit ánægjuvogarinnar, segir hún: „Vissulega er gaman að hljóta viðurkenningar en hraðinn í viðskiptalífinu er þannig að lítill tími gefst til að fagna. Samkeppnin er hörð og maður veit aldrei hvað gerist næst.“ Hún segir niðurstöðu ánægjuvogarinnar vera liðsheildinni í Nova að þakka og þeim baráttuanda sem þar hafi skapast. „Ánægja starfsmanna er grunnurinn að öllu öðru og forsenda þess að geta veitt góða þjónustu,“ segir hún og kveðst stoltust af því að Nova hafi verið í 2. sæti í síðustu VR-könnun sem mældi ánægju starfsmanna.Þýðir ekki að vera í yfirliði Liv var skírð í höfuðið á móðurömmu sinni, Liv Ellingsen, sem átti norska foreldra. Spurð hvort hún sé komin af kaupsýslufólki svarar hún: „Pabbi, Bergþór Konráðsson, er viðskiptafræðingur, hann átti Sindrastál og hefur verið í viðskiptum alla tíð. Mamma, Hildur Björg Halldórsdóttir, er meinatæknir að mennt og tvær af þremur systrum hennar líka. Við dætur þeirra, sex talsins, fórum allar í viðskiptafræði. Ég var að vinna á skyndibitastað á skólaárunum og var strax komin með hærri laun en mamma. Auðvitað finnur hver og einn hvar hans áhugi liggur og viðskiptasviðið lá mun betur fyrir mér en heilbrigðisgeirinn. Það þýðir ekkert að fara að vinna á spítala til að vera alltaf í yfirliði!“ Hún kveðst alltaf hafa haft gaman af vinnu enda fengið tækifæri til að taka þátt í mörgum skemmtilegum verkefnum. „Ég hef helst laðast að því sem er nýtt að gerast og því fylgir alltaf mikil vinna,“ segir hún og rifjar upp að 1998 hafi henni boðist starf markaðsstjóra Tals sem þá var glænýtt fyrirtæki. „Ég var einstæð móðir og mamma og pabbi spurðu hvort ég vildi ekki aðeins bíða en mér fannst spennandi að takast á við þetta og sé ekki eftir að hafa tekið það skref.“ Síðar kom Liv að sameiningu Íslandssíma og Tals og var framkvæmdastjóri þegar vörumerkið Vodafone var tekið upp. Einnig kom hún að stofnun símafyrirtækisins Sko en staldraði stutt við. Ásamt Jóakim Reynissyni setti hún símafyrirtækið Nova á stofn haustið 2006 og vöxtur þess hefur verið gríðarlegur. „Árið 2007 réðum við 55 starfsmenn og stöðugildin í lok síðasta árs voru 120 en á sama tíma höfum við fjölgað viðskiptavinum í 130.000. Það er magnað hvernig hver og einn kemst alltaf yfir meira og meira á þessari tölvuöld.“ Liv lærði að taka til hendinni þegar hún var að alast upp. Hún segir skólann hafa verið henni hálfgerð kvöð framan af ef undan er skilið félagslífið. „Það var ekki fyrr en ég var komin í viðskiptafræði sem mér fannst reglulega gaman í námi,“ segir hún. „Ég hef alltaf haft tilbreytingarþörf. Ein leiðin til að fá útrás fyrir hana var að sinna ólíkum störfum í sumarfríunum sem voru löng og góð á Íslandi í den. Það var líka auðvelt að fá vinnu þá. Eitt sumar vann ég á sjúkrahúsinu á Siglufirði ásamt vinkonu minni. Við fengum góðan pening og skelltum okkur í utanlandsreisu í framhaldinu. Annað sumar vann ég í eldhúsinu í Hvalstöðinni. Það var 1989, á síðustu vertíðinni. Mér finnst gaman að hafa kynnst lífinu þar.“ „Svo var ég au pair í Danmörku og Chicago. Það kom líka til af því að ég átti frekar erfitt með að læra tungumál og þetta var fín leið til að bjarga sér út úr því. Ég segi ekki að ég hafi náð tökum á dönsku og ensku en að minnsta kosti nægum til að hafa menntaskólann af. Þetta var líka liður í að breyta til. Það segir sitt um fjarskiptageirann hvað ég hef enst lengi í honum, hann er hraður og spennandi og þar er alltaf eitthvað nýtt að gerast. Það er það sem heldur í mig.“Góð að vaska upp Nú er komið að því að forvitnast um fjölskylduhagi Liv. „Ég á eiginmann þó ég hafi aldrei gift mig,“ upplýsir hún brosandi. „Hann heitir Sverrir Viðar Hauksson og er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Lýsingu. Við eigum fjögur börn samtals. Ég átti Kormák Sigurðarson úr fyrra sambandi. Sverrir átti Rakel Maríu og Tómas Viðar og svo eigum við Sverri Konráð, níu ára, saman. Rakel María er 21 árs, gift og flutt að heiman. Kormákur og Tómas Viðar eru 17 ára og ólust upp eins og tvíburar. Tómas Viðar er í MR en Kormákur í Argentínu sem skiptinemi. Þannig að nú er heimilishaldið létt miðað við þegar þau voru öll heima og við foreldrarnir báðir í krefjandi störfum.“ Hún kveðst hafa haft erlendar au pair-stúlkur í tvö ár þegar Sverrir Konráð var lítill. „Það var góður og skemmtilegur tími, líka fyrir eldri krakkana og þetta voru góðar stelpur sem við höldum alltaf sambandi við. Stórfjölskyldan hefur tekið mikinn þátt í okkar lífi og krakkarnir alist upp við að alltaf sé einhver til taks en líka að þurfa svolítið að bjarga sér. Þeir hafa ekkert slæmt af því. Svo er líka hægt að vinna hvar sem er í gegnum tölvurnar og skil milli vinnu og heimilis orðin mun minni en áður.“ Lýsing er að flytja í húsið bak við Nova þannig að Liv og Sverrir Viðar geta vinkað hvort öðru út um glugga og hist í kaffi. En hún býst ekki við að þau verði samferða í og úr vinnu. „Hann fer alltaf snemma og með krakkana í skólann. Ég er frekar sein á morgnana en kem oft seinna heim. Hvort eldar? Hann – enda er hann mikill kokkur.“ „Ég fæ stundum að heyra að ég sé frekar ömurleg húsmóðir en tek það ekkert nærri mér. Ef það er eitthvað sem ég hef ekki áhuga á get ég verið brjálæðislega léleg í því. Ég hef aldrei sýnt matreiðslu áhuga og fer ekki inn í eldhúsið fyrr en þarf að vaska upp. Er mjög góð í því og vil alveg eiga huggulegt heimili og hreint. Það er gaman hvað áhugi karlmanna á eldamennsku hefur aukist. Það er líka helst sá þáttur í heimilishaldinu sem þeir sinna.“ Skyldi Liv svo líka stunda líkamsrækt og hendast út að hitta fólk? „Nei, ég er ekki sú týpa og mætti sko alveg vera vinræknari. Ég á auðvitað góða vini og svo er ég mikið með fjölskyldunni. Við förum dálítið oft í frí en höfum þau stutt. Ég er frekar hvatvís þegar kemur að ferðalögum og vil helst „fara á morgun“. Það hentar mér rosalega vel að gera hlutina einn, tveir og þrír.“Stekkur á tækifærin Á síðasta ári skellti Liv sér í nám við virtan skóla í Barselóna. IESE Business School. „Þetta var hefðbundið endurmenntunarnám fyrir fólk sem hefur verið stjórnendur í fimmtán ár, það stóð frá mars til september. Ég fékk námsefni, las í mánuð og fór svo út í viku og viku. Þó þetta væri nám með vinnu fannst mér líka gaman að horfa úr fjarlægð á starfið mitt.“ Liv er stjórnarformaður Wow Air, og í stjórn 66°Norður og CCP. Hún kveðst fá meira út úr því en að sitja á skólabekk. „Þetta var frábært nám í Barselóna en það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir að taka þátt í raunverulegum verkefnum með ólíku fólki,“ segir hún og kveðst alltaf einbeita sér að því sem er fram undan. „Maður uppsker ekkert til framtíðar í viðskiptalífinu fyrir eitthvað sem maður gerir í dag. Breytingarnar eru svo hraðar. En daginn sem maður hættir að stökkva á ný tækifæri hættir maður líka að vaxa í starfi.“ Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, hlaut stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2011, var Markaðsmaður ársins 2012 og hlaut viðurkenningu FKA 2014. Auk þess skoraði Nova hæst fjarskiptafyrirtækja á Íslensku ánægjuvoginni 2014, í fimmta sinn. Liv situr í stjórnum þriggja stórfyrirtækja og sinnir heimilishaldi og uppeldi með manni sínum. Hvernig fer hún eiginlega að þessu? „Ég vinn með öflugu fólki og þegar komið hafa upp vandamál hefur okkur tekist að greiða saman úr þeim. Mér finnst ég aldrei ein með áhyggjur og árangur minn er árangur hópsins,“ segir Liv. Hún kveðst oft taka vinnuna með sér heim. „Skilin milli vinnu og frítíma eru óljós – en með árunum hef ég styrkst og lært að taka hluti ekki eins mikið inn á mig og í byrjun. Ég nærist líka á stressinu að nokkru leyti – það heldur mér á tánum. Hluti af því að ná árangri er að fara út fyrir þægindarammann og þannig halda áfram að læra og takast á við nýja hluti. Það er það sem gerir starfið fjölbreytt og skemmtilegt,“ segir hún glaðlega. Við sitjum að spjalli í húsakynnum Nova og Liv virðist allt annað en stressuð. Þegar henni er óskað til hamingju með viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu og úrslit ánægjuvogarinnar, segir hún: „Vissulega er gaman að hljóta viðurkenningar en hraðinn í viðskiptalífinu er þannig að lítill tími gefst til að fagna. Samkeppnin er hörð og maður veit aldrei hvað gerist næst.“ Hún segir niðurstöðu ánægjuvogarinnar vera liðsheildinni í Nova að þakka og þeim baráttuanda sem þar hafi skapast. „Ánægja starfsmanna er grunnurinn að öllu öðru og forsenda þess að geta veitt góða þjónustu,“ segir hún og kveðst stoltust af því að Nova hafi verið í 2. sæti í síðustu VR-könnun sem mældi ánægju starfsmanna.Þýðir ekki að vera í yfirliði Liv var skírð í höfuðið á móðurömmu sinni, Liv Ellingsen, sem átti norska foreldra. Spurð hvort hún sé komin af kaupsýslufólki svarar hún: „Pabbi, Bergþór Konráðsson, er viðskiptafræðingur, hann átti Sindrastál og hefur verið í viðskiptum alla tíð. Mamma, Hildur Björg Halldórsdóttir, er meinatæknir að mennt og tvær af þremur systrum hennar líka. Við dætur þeirra, sex talsins, fórum allar í viðskiptafræði. Ég var að vinna á skyndibitastað á skólaárunum og var strax komin með hærri laun en mamma. Auðvitað finnur hver og einn hvar hans áhugi liggur og viðskiptasviðið lá mun betur fyrir mér en heilbrigðisgeirinn. Það þýðir ekkert að fara að vinna á spítala til að vera alltaf í yfirliði!“ Hún kveðst alltaf hafa haft gaman af vinnu enda fengið tækifæri til að taka þátt í mörgum skemmtilegum verkefnum. „Ég hef helst laðast að því sem er nýtt að gerast og því fylgir alltaf mikil vinna,“ segir hún og rifjar upp að 1998 hafi henni boðist starf markaðsstjóra Tals sem þá var glænýtt fyrirtæki. „Ég var einstæð móðir og mamma og pabbi spurðu hvort ég vildi ekki aðeins bíða en mér fannst spennandi að takast á við þetta og sé ekki eftir að hafa tekið það skref.“ Síðar kom Liv að sameiningu Íslandssíma og Tals og var framkvæmdastjóri þegar vörumerkið Vodafone var tekið upp. Einnig kom hún að stofnun símafyrirtækisins Sko en staldraði stutt við. Ásamt Jóakim Reynissyni setti hún símafyrirtækið Nova á stofn haustið 2006 og vöxtur þess hefur verið gríðarlegur. „Árið 2007 réðum við 55 starfsmenn og stöðugildin í lok síðasta árs voru 120 en á sama tíma höfum við fjölgað viðskiptavinum í 130.000. Það er magnað hvernig hver og einn kemst alltaf yfir meira og meira á þessari tölvuöld.“ Liv lærði að taka til hendinni þegar hún var að alast upp. Hún segir skólann hafa verið henni hálfgerð kvöð framan af ef undan er skilið félagslífið. „Það var ekki fyrr en ég var komin í viðskiptafræði sem mér fannst reglulega gaman í námi,“ segir hún. „Ég hef alltaf haft tilbreytingarþörf. Ein leiðin til að fá útrás fyrir hana var að sinna ólíkum störfum í sumarfríunum sem voru löng og góð á Íslandi í den. Það var líka auðvelt að fá vinnu þá. Eitt sumar vann ég á sjúkrahúsinu á Siglufirði ásamt vinkonu minni. Við fengum góðan pening og skelltum okkur í utanlandsreisu í framhaldinu. Annað sumar vann ég í eldhúsinu í Hvalstöðinni. Það var 1989, á síðustu vertíðinni. Mér finnst gaman að hafa kynnst lífinu þar.“ „Svo var ég au pair í Danmörku og Chicago. Það kom líka til af því að ég átti frekar erfitt með að læra tungumál og þetta var fín leið til að bjarga sér út úr því. Ég segi ekki að ég hafi náð tökum á dönsku og ensku en að minnsta kosti nægum til að hafa menntaskólann af. Þetta var líka liður í að breyta til. Það segir sitt um fjarskiptageirann hvað ég hef enst lengi í honum, hann er hraður og spennandi og þar er alltaf eitthvað nýtt að gerast. Það er það sem heldur í mig.“Góð að vaska upp Nú er komið að því að forvitnast um fjölskylduhagi Liv. „Ég á eiginmann þó ég hafi aldrei gift mig,“ upplýsir hún brosandi. „Hann heitir Sverrir Viðar Hauksson og er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Lýsingu. Við eigum fjögur börn samtals. Ég átti Kormák Sigurðarson úr fyrra sambandi. Sverrir átti Rakel Maríu og Tómas Viðar og svo eigum við Sverri Konráð, níu ára, saman. Rakel María er 21 árs, gift og flutt að heiman. Kormákur og Tómas Viðar eru 17 ára og ólust upp eins og tvíburar. Tómas Viðar er í MR en Kormákur í Argentínu sem skiptinemi. Þannig að nú er heimilishaldið létt miðað við þegar þau voru öll heima og við foreldrarnir báðir í krefjandi störfum.“ Hún kveðst hafa haft erlendar au pair-stúlkur í tvö ár þegar Sverrir Konráð var lítill. „Það var góður og skemmtilegur tími, líka fyrir eldri krakkana og þetta voru góðar stelpur sem við höldum alltaf sambandi við. Stórfjölskyldan hefur tekið mikinn þátt í okkar lífi og krakkarnir alist upp við að alltaf sé einhver til taks en líka að þurfa svolítið að bjarga sér. Þeir hafa ekkert slæmt af því. Svo er líka hægt að vinna hvar sem er í gegnum tölvurnar og skil milli vinnu og heimilis orðin mun minni en áður.“ Lýsing er að flytja í húsið bak við Nova þannig að Liv og Sverrir Viðar geta vinkað hvort öðru út um glugga og hist í kaffi. En hún býst ekki við að þau verði samferða í og úr vinnu. „Hann fer alltaf snemma og með krakkana í skólann. Ég er frekar sein á morgnana en kem oft seinna heim. Hvort eldar? Hann – enda er hann mikill kokkur.“ „Ég fæ stundum að heyra að ég sé frekar ömurleg húsmóðir en tek það ekkert nærri mér. Ef það er eitthvað sem ég hef ekki áhuga á get ég verið brjálæðislega léleg í því. Ég hef aldrei sýnt matreiðslu áhuga og fer ekki inn í eldhúsið fyrr en þarf að vaska upp. Er mjög góð í því og vil alveg eiga huggulegt heimili og hreint. Það er gaman hvað áhugi karlmanna á eldamennsku hefur aukist. Það er líka helst sá þáttur í heimilishaldinu sem þeir sinna.“ Skyldi Liv svo líka stunda líkamsrækt og hendast út að hitta fólk? „Nei, ég er ekki sú týpa og mætti sko alveg vera vinræknari. Ég á auðvitað góða vini og svo er ég mikið með fjölskyldunni. Við förum dálítið oft í frí en höfum þau stutt. Ég er frekar hvatvís þegar kemur að ferðalögum og vil helst „fara á morgun“. Það hentar mér rosalega vel að gera hlutina einn, tveir og þrír.“Stekkur á tækifærin Á síðasta ári skellti Liv sér í nám við virtan skóla í Barselóna. IESE Business School. „Þetta var hefðbundið endurmenntunarnám fyrir fólk sem hefur verið stjórnendur í fimmtán ár, það stóð frá mars til september. Ég fékk námsefni, las í mánuð og fór svo út í viku og viku. Þó þetta væri nám með vinnu fannst mér líka gaman að horfa úr fjarlægð á starfið mitt.“ Liv er stjórnarformaður Wow Air, og í stjórn 66°Norður og CCP. Hún kveðst fá meira út úr því en að sitja á skólabekk. „Þetta var frábært nám í Barselóna en það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir að taka þátt í raunverulegum verkefnum með ólíku fólki,“ segir hún og kveðst alltaf einbeita sér að því sem er fram undan. „Maður uppsker ekkert til framtíðar í viðskiptalífinu fyrir eitthvað sem maður gerir í dag. Breytingarnar eru svo hraðar. En daginn sem maður hættir að stökkva á ný tækifæri hættir maður líka að vaxa í starfi.“
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira