Lífið

Armbönd hjálpa heimilislausum

Meðlimir Skjóls f.v.: Gabríela Jónsdóttir, Andrea Bjarnadóttir og Kristrún Halla Helgadóttir. Á myndina vantar Tinnu Arngrímsdóttur, Helenu Mikaelsdóttur og Gunnar Inga Jósepsson.
Meðlimir Skjóls f.v.: Gabríela Jónsdóttir, Andrea Bjarnadóttir og Kristrún Halla Helgadóttir. Á myndina vantar Tinnu Arngrímsdóttur, Helenu Mikaelsdóttur og Gunnar Inga Jósepsson. MYND/VALLIi
Hópur nemenda úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ ætlar um helgina að selja armbönd til styrktar heimilislausum. Verkefnið er hluti af áfanga sem nefnist frumkvöðlafræði en þar eiga nemendur að stofna fyrirtæki utan um sérstaka hugmynd.

Fyrirtækið nefna þau Skjól og að sögn Gabríelu Jónsdóttur, eins meðlima hópsins, ákvað hann strax að gera eitthvað sem tengist góðgerðarsamtökum. „Okkur datt í hug að velja eitthvað gott málefni sem þörf er að vekja athygli á og völdum að styrkja heimilislausa. Um leið vildum við hanna eitthvað sem bæði kynin geta klæðst og þar með var hugmyndin um armböndin til.“

Armböndin verða seld á sérstakri vörukynningu í Smáralind í dag föstudag og á morgun laugardag, auk þess sem hægt verður að kaupa þau á facebook síðuna hópsins, facebook.com/skjolidokkar. „Við erum einnig að vinna í því að dreifa armböndunum til tískuvöruverslana. Allur ágóði sölunnar rennur óskiptur til Minningarsjóðs Lofts Gunnarssonar en tilgangur hans er að bæta hag útigangsmanna í Reykjavík.“

Að sögn Gabríelu eru um 250 manns heimilislausir á Íslandi í dag sem sé sláandi há tala. „Flestir Íslendingar halda að hópurinn sé miklu fámennari. Markaðsrannsókn okkar leiddi í ljós að almenningur heldur að hópurinn telji 50-100 manns. Aðstæður þessa hóps er slæmar. Það vantar gistipláss fyrir heimilislausa í borginni en einnig mæta þeir miklum fordómum í samfélaginu. Hópurinn inniheldur alls konar fólk, ekki bara alkóhólista og eiturlyfjaneytendur heldur líka skulduga einstaklinga sem eru heimilislausir.

Markmið okkar er að upplýsa almenning um aðstæður þessa hóps, draga úr fordómum í þeirra garð og safna peningum til þess að bæta aðstæður þeirra.“

Armböndin kostar 1.500 kr. og verða til sölu í Smáralind milli kl. 11-19 í dag föstudag og milli kl. 11-18 á morgun laugardag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.