Lífið

Gamall draumur að rætast

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Inga Kristrún Gottskálksdóttir
Inga Kristrún Gottskálksdóttir
Inga Kristrún Gottskálksdóttir opnar verslunina Gottu á Laugavegi 7 klukkan fjögur í dag.

„Þetta verður vönduð tískuverslun fyrir konur með góðan smekk á öllum aldri,“ segir Inga Kristrún, en hún hefur starfað í tískugeiranum um árabil, meðal annars sem innkaupastjóri hjá Sævari Karli.

„Ég vil hafa notalega stemningu í búðinni svo að öllum líði vel sem koma í Gottu.“ En hvers vegna ákvað Inga að opna eigin verslun.

„Ætli það sé ekki bara kominn tími til miðað við aldur og fyrri störf,“ segir Inga létt í bragði og bætir við að sig hafi alltaf langað til að opna búið með fallegum föt.

„Það hefur verið draumurinn síðan ég var lítil stelpa.“

Aðspurð segist Inga sennilega eiga eftir að komast að því hvað sé mikilvægast í búðarrekstri.

„En ég gæti trúað að það skipti máli að þekkja sína kúnna og hafa mikinn áhuga á því sem maður er að gera,“ segir hún hógvær og býður alla velkomna í opnunina í dag klukkan fjögur, en þar verða léttar veitingar í boði og tónlistaratriði, svo eitthvað sé nefnt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.