Lífið

Ekkert ofhugsuð sýning

 Lóa Hjálmtýsdóttir
Lóa Hjálmtýsdóttir Vísir/Stefán
„Ég á það svolítið til að ofhugsa hlutina og þess vegna finnst mér ekkert sérstaklega gaman að sýna – en þessi sýning er mjög afslöppuð, í almenningsrýminu í bókasafninu,“ segir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, myndlistarmaður og meðlimur í hljómsveitinni FM Belfast, en hún opnar sýningu á annarri hæð, í myndasögudeild aðalsafns Borgarbókasafns, klukkan 16 í dag. Þar má finna ýmis dæmi um myndasögur Lóu. Sýningin stendur út aprílmánuð.

„Ég verð að sýna myndasögurnar mínar og það sem ég hef verið að vinna að síðustu ár,“ bætir hún við.

„Ef maður tekur saman það sem maður er búinn að vera að gera yfir langt tímabil þá fær maður yfirsýn yfir það og getur velt því fyrir sér hvað maður er að gera og hvert maður er að stefna. En til þess þarf maður að komast yfir það að það að sýna gæti mögulega verið stressandi,“ segir Lóa og hlær.

En það er ekki það eina á döfinni hjá hinni fjölhæfu Lóu.

„Svo er FM Belfast að fara að gefa út plötu í apríl, en hún heitir Brighter Days. Okkur finnst nafnið mjög viðeigandi,“ segir hún og bætir við að hljómsveitin ætli að fylgja plötunni eftir með tónleikaferðalagi í júní og júlí.

„Þetta verður samt ekkert of mikið rokk, tónleikaferðalag með snuddur og bleiur,“ segir Lóa, en hún eignaðist nýverið sitt fyrsta barn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.