Lífið

Langar í fleiri börn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Shakira vill stóra fjölskyldu.
Shakira vill stóra fjölskyldu. Vísir/Getty
„Ég væri orðin ólétt aftur ef ég væri ekki föst í tónlistarverkefnum. Mig langar í átta eða níu börn með Gerard – mitt eigið fótboltalið,“ segir söngkonan Shakira í viðtali við tímaritið Latina.

Hún á soninn Milan, þrettán mánaða, með knattspyrnumanninum Gerard Pique og reynir nú að finna takt á milli einkalífsins og vinnunnar.

„Ég fór stundum í hringi í kringum hugmynd en ég hef ekki tíma í það síðan hann fæddist. Ég þarf að flýta mér aftur heim. Þannig að hann hefur kennt mér að einbeita mér,“ segir hún og vísar í son sinn.

„Þegar maður á barn, þá finnur maður ást þess og friðinn í heiminum. Maður vill deila góðu fréttunum og deila hamingjunni sem maður finnur,“ bætir Shakira við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.