Fyrsta fjallaskíðamótið á Íslandi Ugla Egilsdóttir skrifar 6. mars 2014 11:00 Tómas Einarsson, fjallaskíðakappi. MYND/ÚR EINKASAFNI „Þetta er eins og að klappa ketti,“ segir Tómas Einarsson fjallaskíðakappi um skinnin sem sett eru undir fjallaskíði. Fjallaskíði eru ólík venjulegum skíðum að ýmsu leyti. „Skinn eru sett undir skíðin til að það sé hægt að ganga á þeim, jafnvel upp brekkur,“ segir Tómas. „Skinnin eru með stuttum hárum. Þau liggja þannig að þú getur rennt þér aðeins áfram,“ segir Tómas. „Skíðin sjálf eru sosum ekki mjög ólík venjulegum skíðum, þótt þau séu aðeins breiðari. Aðalmunurinn er sá að hægt er að losa upp hælinn á bindingunum fyrir klossana þannig að þú ert frjálsari til gangs á skíðunum.“Tómas Einarsson var skilinn eftir á Akureyri á meðan vinir hans gengu á Hvannadalshnjúk.MYND/Eiríkur Geir RagnarssonHópurinn sem stundar fjallaskíðamennsku fer ört stækkandi. „Þetta er alltaf að öðlast meiri og meiri vinsældir, þessi skíðamennska. Það er í rauninni hægt að stunda þetta nánast allt árið. Eins og þetta er búið að vera núna síðastliðið ár er hægt að komast á skíði alla mánuði ársins,“ segir Tómas sem byrjaði að stunda fjallaskíðamennsku fyrir fjórum árum. „Ég hef ekki alltaf verið mikill skíðamaður, en tók upp á því fyrir um sex eða sjö árum. Krakkarnir eru búnir að vera að æfa á skíðum og ég hef fylgt þeim. Síðan lá beinast við að fara út í fjallaskíðamennsku meðfram hinu. Þetta er að vissu leyti meira krefjandi en venjuleg skíðamennska. Þú verður að geta gengið upp til að geta rennt þér niður. Það er ekki minnsta gleðin við það að vera úti í náttúrunni og bara ganga,“ segir Tómas. Tómas er búsettur á Ólafsfirði. „Svæðið hérna á Tröllaskaganum er paradís fyrir svona skíðamennsku. Svo er fólk alveg að fara upp á jökla á fjallaskíðum, til dæmis á Hvannadalshnjúk. Þá næst alveg ævintýralega langt rennsli. Ég hef hins vegar verið mest hér á þessu svæði á Tröllaskaganum,“ segir Tómas.Fjallaskíði eru frábrugðin venjulegum skíðum að ýmsu leyti.„Ég var nefnilega skilinn eftir þegar hópurinn fór upp á Hvannadalshnjúk,“ segir Tómas. „Það var þannig að Andrésarleikarnir voru haldnir akkúrat sömu helgi. Sonur minn var að keppa, og það var ekki hægt að sleppa því. Á meðan fór kunningjahópurinn á Hvannadalshnjúk. Það tók víst mjög á, ekki síst andlega, þetta er svo langur gangur.“ Á föstudaginn langa verður haldið fyrsta fjallaskíðamótið hér á landi. „Þá er gengin ákveðin leið sem við erum ekki alveg búin að negla niður. Þurfum að meta veður og aðstæður á keppnisdegi. Þetta snýst um það hver er fyrstur í mark. Það verður hópstart. Síðan er gengin ákveðin leið. Menn þurfa að skíða niður einhverjar brekkur, og síðan jafnvel að ganga aftur og skíða aftur niður. Við komum til með að birta frekari upplýsingar þegar nær dregur,“ segir Tómas. Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
„Þetta er eins og að klappa ketti,“ segir Tómas Einarsson fjallaskíðakappi um skinnin sem sett eru undir fjallaskíði. Fjallaskíði eru ólík venjulegum skíðum að ýmsu leyti. „Skinn eru sett undir skíðin til að það sé hægt að ganga á þeim, jafnvel upp brekkur,“ segir Tómas. „Skinnin eru með stuttum hárum. Þau liggja þannig að þú getur rennt þér aðeins áfram,“ segir Tómas. „Skíðin sjálf eru sosum ekki mjög ólík venjulegum skíðum, þótt þau séu aðeins breiðari. Aðalmunurinn er sá að hægt er að losa upp hælinn á bindingunum fyrir klossana þannig að þú ert frjálsari til gangs á skíðunum.“Tómas Einarsson var skilinn eftir á Akureyri á meðan vinir hans gengu á Hvannadalshnjúk.MYND/Eiríkur Geir RagnarssonHópurinn sem stundar fjallaskíðamennsku fer ört stækkandi. „Þetta er alltaf að öðlast meiri og meiri vinsældir, þessi skíðamennska. Það er í rauninni hægt að stunda þetta nánast allt árið. Eins og þetta er búið að vera núna síðastliðið ár er hægt að komast á skíði alla mánuði ársins,“ segir Tómas sem byrjaði að stunda fjallaskíðamennsku fyrir fjórum árum. „Ég hef ekki alltaf verið mikill skíðamaður, en tók upp á því fyrir um sex eða sjö árum. Krakkarnir eru búnir að vera að æfa á skíðum og ég hef fylgt þeim. Síðan lá beinast við að fara út í fjallaskíðamennsku meðfram hinu. Þetta er að vissu leyti meira krefjandi en venjuleg skíðamennska. Þú verður að geta gengið upp til að geta rennt þér niður. Það er ekki minnsta gleðin við það að vera úti í náttúrunni og bara ganga,“ segir Tómas. Tómas er búsettur á Ólafsfirði. „Svæðið hérna á Tröllaskaganum er paradís fyrir svona skíðamennsku. Svo er fólk alveg að fara upp á jökla á fjallaskíðum, til dæmis á Hvannadalshnjúk. Þá næst alveg ævintýralega langt rennsli. Ég hef hins vegar verið mest hér á þessu svæði á Tröllaskaganum,“ segir Tómas.Fjallaskíði eru frábrugðin venjulegum skíðum að ýmsu leyti.„Ég var nefnilega skilinn eftir þegar hópurinn fór upp á Hvannadalshnjúk,“ segir Tómas. „Það var þannig að Andrésarleikarnir voru haldnir akkúrat sömu helgi. Sonur minn var að keppa, og það var ekki hægt að sleppa því. Á meðan fór kunningjahópurinn á Hvannadalshnjúk. Það tók víst mjög á, ekki síst andlega, þetta er svo langur gangur.“ Á föstudaginn langa verður haldið fyrsta fjallaskíðamótið hér á landi. „Þá er gengin ákveðin leið sem við erum ekki alveg búin að negla niður. Þurfum að meta veður og aðstæður á keppnisdegi. Þetta snýst um það hver er fyrstur í mark. Það verður hópstart. Síðan er gengin ákveðin leið. Menn þurfa að skíða niður einhverjar brekkur, og síðan jafnvel að ganga aftur og skíða aftur niður. Við komum til með að birta frekari upplýsingar þegar nær dregur,“ segir Tómas.
Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein