Fyrsta fjallaskíðamótið á Íslandi Ugla Egilsdóttir skrifar 6. mars 2014 11:00 Tómas Einarsson, fjallaskíðakappi. MYND/ÚR EINKASAFNI „Þetta er eins og að klappa ketti,“ segir Tómas Einarsson fjallaskíðakappi um skinnin sem sett eru undir fjallaskíði. Fjallaskíði eru ólík venjulegum skíðum að ýmsu leyti. „Skinn eru sett undir skíðin til að það sé hægt að ganga á þeim, jafnvel upp brekkur,“ segir Tómas. „Skinnin eru með stuttum hárum. Þau liggja þannig að þú getur rennt þér aðeins áfram,“ segir Tómas. „Skíðin sjálf eru sosum ekki mjög ólík venjulegum skíðum, þótt þau séu aðeins breiðari. Aðalmunurinn er sá að hægt er að losa upp hælinn á bindingunum fyrir klossana þannig að þú ert frjálsari til gangs á skíðunum.“Tómas Einarsson var skilinn eftir á Akureyri á meðan vinir hans gengu á Hvannadalshnjúk.MYND/Eiríkur Geir RagnarssonHópurinn sem stundar fjallaskíðamennsku fer ört stækkandi. „Þetta er alltaf að öðlast meiri og meiri vinsældir, þessi skíðamennska. Það er í rauninni hægt að stunda þetta nánast allt árið. Eins og þetta er búið að vera núna síðastliðið ár er hægt að komast á skíði alla mánuði ársins,“ segir Tómas sem byrjaði að stunda fjallaskíðamennsku fyrir fjórum árum. „Ég hef ekki alltaf verið mikill skíðamaður, en tók upp á því fyrir um sex eða sjö árum. Krakkarnir eru búnir að vera að æfa á skíðum og ég hef fylgt þeim. Síðan lá beinast við að fara út í fjallaskíðamennsku meðfram hinu. Þetta er að vissu leyti meira krefjandi en venjuleg skíðamennska. Þú verður að geta gengið upp til að geta rennt þér niður. Það er ekki minnsta gleðin við það að vera úti í náttúrunni og bara ganga,“ segir Tómas. Tómas er búsettur á Ólafsfirði. „Svæðið hérna á Tröllaskaganum er paradís fyrir svona skíðamennsku. Svo er fólk alveg að fara upp á jökla á fjallaskíðum, til dæmis á Hvannadalshnjúk. Þá næst alveg ævintýralega langt rennsli. Ég hef hins vegar verið mest hér á þessu svæði á Tröllaskaganum,“ segir Tómas.Fjallaskíði eru frábrugðin venjulegum skíðum að ýmsu leyti.„Ég var nefnilega skilinn eftir þegar hópurinn fór upp á Hvannadalshnjúk,“ segir Tómas. „Það var þannig að Andrésarleikarnir voru haldnir akkúrat sömu helgi. Sonur minn var að keppa, og það var ekki hægt að sleppa því. Á meðan fór kunningjahópurinn á Hvannadalshnjúk. Það tók víst mjög á, ekki síst andlega, þetta er svo langur gangur.“ Á föstudaginn langa verður haldið fyrsta fjallaskíðamótið hér á landi. „Þá er gengin ákveðin leið sem við erum ekki alveg búin að negla niður. Þurfum að meta veður og aðstæður á keppnisdegi. Þetta snýst um það hver er fyrstur í mark. Það verður hópstart. Síðan er gengin ákveðin leið. Menn þurfa að skíða niður einhverjar brekkur, og síðan jafnvel að ganga aftur og skíða aftur niður. Við komum til með að birta frekari upplýsingar þegar nær dregur,“ segir Tómas. Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
„Þetta er eins og að klappa ketti,“ segir Tómas Einarsson fjallaskíðakappi um skinnin sem sett eru undir fjallaskíði. Fjallaskíði eru ólík venjulegum skíðum að ýmsu leyti. „Skinn eru sett undir skíðin til að það sé hægt að ganga á þeim, jafnvel upp brekkur,“ segir Tómas. „Skinnin eru með stuttum hárum. Þau liggja þannig að þú getur rennt þér aðeins áfram,“ segir Tómas. „Skíðin sjálf eru sosum ekki mjög ólík venjulegum skíðum, þótt þau séu aðeins breiðari. Aðalmunurinn er sá að hægt er að losa upp hælinn á bindingunum fyrir klossana þannig að þú ert frjálsari til gangs á skíðunum.“Tómas Einarsson var skilinn eftir á Akureyri á meðan vinir hans gengu á Hvannadalshnjúk.MYND/Eiríkur Geir RagnarssonHópurinn sem stundar fjallaskíðamennsku fer ört stækkandi. „Þetta er alltaf að öðlast meiri og meiri vinsældir, þessi skíðamennska. Það er í rauninni hægt að stunda þetta nánast allt árið. Eins og þetta er búið að vera núna síðastliðið ár er hægt að komast á skíði alla mánuði ársins,“ segir Tómas sem byrjaði að stunda fjallaskíðamennsku fyrir fjórum árum. „Ég hef ekki alltaf verið mikill skíðamaður, en tók upp á því fyrir um sex eða sjö árum. Krakkarnir eru búnir að vera að æfa á skíðum og ég hef fylgt þeim. Síðan lá beinast við að fara út í fjallaskíðamennsku meðfram hinu. Þetta er að vissu leyti meira krefjandi en venjuleg skíðamennska. Þú verður að geta gengið upp til að geta rennt þér niður. Það er ekki minnsta gleðin við það að vera úti í náttúrunni og bara ganga,“ segir Tómas. Tómas er búsettur á Ólafsfirði. „Svæðið hérna á Tröllaskaganum er paradís fyrir svona skíðamennsku. Svo er fólk alveg að fara upp á jökla á fjallaskíðum, til dæmis á Hvannadalshnjúk. Þá næst alveg ævintýralega langt rennsli. Ég hef hins vegar verið mest hér á þessu svæði á Tröllaskaganum,“ segir Tómas.Fjallaskíði eru frábrugðin venjulegum skíðum að ýmsu leyti.„Ég var nefnilega skilinn eftir þegar hópurinn fór upp á Hvannadalshnjúk,“ segir Tómas. „Það var þannig að Andrésarleikarnir voru haldnir akkúrat sömu helgi. Sonur minn var að keppa, og það var ekki hægt að sleppa því. Á meðan fór kunningjahópurinn á Hvannadalshnjúk. Það tók víst mjög á, ekki síst andlega, þetta er svo langur gangur.“ Á föstudaginn langa verður haldið fyrsta fjallaskíðamótið hér á landi. „Þá er gengin ákveðin leið sem við erum ekki alveg búin að negla niður. Þurfum að meta veður og aðstæður á keppnisdegi. Þetta snýst um það hver er fyrstur í mark. Það verður hópstart. Síðan er gengin ákveðin leið. Menn þurfa að skíða niður einhverjar brekkur, og síðan jafnvel að ganga aftur og skíða aftur niður. Við komum til með að birta frekari upplýsingar þegar nær dregur,“ segir Tómas.
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira