Franskur spítali í nýju hlutverki 5. mars 2014 14:00 Nýja hótelið verður opnað í sumar á Fáskrúðsfirði. Verið er að leggja lokahönd á framkvæmdir. Mynd/Emma Ingibjörg Valsdóttir Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði, sem reistur var árið 1903 að Búðum og var síðar nýttur sem íbúðarhús á Hafnarnesi, fær fljótlega nýtt hlutverk þegar honum verður breytt í hótel á Fáskrúðsfirði. Spítalinn var einn þriggja spítala sem franska ríkisstjórnin lét reisa hérlendis í upphafi síðustu aldar en þá stunduðu franskir sjómenn veiðar á Íslandsmiðum. Það er Minjavernd sem hefur haft veg og vanda af framkvæmdunum en Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, segir félagið hafa verið að skima eftir verkefnum á landsbyggðinni þegar starfsmenn þess hnutu um spítalann þar sem hann stóð í eyði úti á Hafnarnesi. „Í fyrstu var hugmyndin að ráðast í endurbætur á húsinu þar sem það stóð en fljótlega sáum við að erfitt var að finna not fyrir húsið þar. Því var ákveðið að flytja húsið aftur til Fáskrúðsfjarðar. Upphaflega voru uppi hugmyndir um að setja það á gamla sökkulinn en við fundum betri stað á ónýttri lóð, fyrir neðan Læknishúsið sem Frakkar reistu árið 1907.“ Eftir að veiðar franskra sjómanna lögðust niður var húsið flutt sjóleiðis út á Hafnarnes árið 1939 og nýtt sem íbúðarhús og skóli. Mest bjuggu þar milli 50-60 manns. Frá árinu 1964 hefur húsið hins vegar staðið autt og nær ekkert viðhald fengið. „Ákvörðun um endurbætur var tekin árið 2008 og síðan þá hefur verkefnið vaxið töluvert. Ekki eingöngu var spítalinn tekinn í gegn heldur einnig Læknishúsið, sjúkraskýlið sem var fyrsta húsið sem Frakkar reistu þar, kapellan frá 1898 og síðan byggðum við eftirmynd af líkhúsinu. Þannig var framkvæmdin orðin stórt verkefni sem skiptir atvinnulífið á Fáskrúðsfirði miklu máli og gerir heilmikið fyrir bæjarbraginn.“ Í sumar mun Fosshótel opna þar þriggja stjörnu hótel en húsið verður tengt við Læknishúsið með göngum. Í hótelinu verða 26 rúmgóð herbergi til að byrja með og veglegur veitingastaður. Í Læknishúsinu og göngunum milli húsanna verður sett upp sýning um frönsku sjómennina, húsin tvö og samskipti þjóðanna undanfarnar aldir. Stefnt er að því að opna hótelið um mánaðamótin maí-júní en formleg opnun verður 14. júní. Safnið verður opnað á sama tíma en formleg opnun þess, ásamt blessun kapellunnar, verður á Frönskum dögum 26. júlí. Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði, sem reistur var árið 1903 að Búðum og var síðar nýttur sem íbúðarhús á Hafnarnesi, fær fljótlega nýtt hlutverk þegar honum verður breytt í hótel á Fáskrúðsfirði. Spítalinn var einn þriggja spítala sem franska ríkisstjórnin lét reisa hérlendis í upphafi síðustu aldar en þá stunduðu franskir sjómenn veiðar á Íslandsmiðum. Það er Minjavernd sem hefur haft veg og vanda af framkvæmdunum en Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, segir félagið hafa verið að skima eftir verkefnum á landsbyggðinni þegar starfsmenn þess hnutu um spítalann þar sem hann stóð í eyði úti á Hafnarnesi. „Í fyrstu var hugmyndin að ráðast í endurbætur á húsinu þar sem það stóð en fljótlega sáum við að erfitt var að finna not fyrir húsið þar. Því var ákveðið að flytja húsið aftur til Fáskrúðsfjarðar. Upphaflega voru uppi hugmyndir um að setja það á gamla sökkulinn en við fundum betri stað á ónýttri lóð, fyrir neðan Læknishúsið sem Frakkar reistu árið 1907.“ Eftir að veiðar franskra sjómanna lögðust niður var húsið flutt sjóleiðis út á Hafnarnes árið 1939 og nýtt sem íbúðarhús og skóli. Mest bjuggu þar milli 50-60 manns. Frá árinu 1964 hefur húsið hins vegar staðið autt og nær ekkert viðhald fengið. „Ákvörðun um endurbætur var tekin árið 2008 og síðan þá hefur verkefnið vaxið töluvert. Ekki eingöngu var spítalinn tekinn í gegn heldur einnig Læknishúsið, sjúkraskýlið sem var fyrsta húsið sem Frakkar reistu þar, kapellan frá 1898 og síðan byggðum við eftirmynd af líkhúsinu. Þannig var framkvæmdin orðin stórt verkefni sem skiptir atvinnulífið á Fáskrúðsfirði miklu máli og gerir heilmikið fyrir bæjarbraginn.“ Í sumar mun Fosshótel opna þar þriggja stjörnu hótel en húsið verður tengt við Læknishúsið með göngum. Í hótelinu verða 26 rúmgóð herbergi til að byrja með og veglegur veitingastaður. Í Læknishúsinu og göngunum milli húsanna verður sett upp sýning um frönsku sjómennina, húsin tvö og samskipti þjóðanna undanfarnar aldir. Stefnt er að því að opna hótelið um mánaðamótin maí-júní en formleg opnun verður 14. júní. Safnið verður opnað á sama tíma en formleg opnun þess, ásamt blessun kapellunnar, verður á Frönskum dögum 26. júlí.
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira