Lífið

Feministar taka yfir X-ið

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Gallharður feministi
Gallharður feministi Vísir/Úr einkasafni
„Eftir viðtalið í Harmageddon töluðu þeir Frosti og Máni, útvarpsmenn á X-inu, um að ég þyrfti að fá minn eigin útvarpsþátt og ég, ásamt frænku minni, Katrínu Ásmundsdóttur tókum það glaðar að okkur,” segir Anna Tara Andrésdóttir, en hún vakti gríðarlega athygli í viðtali hjá Frosta og Mána í Harmageddon á dögunum þar sem rætt var um klofklippingar, rapp og hvernig endaþarmsmök stuðla að jafnrétti kynjanna.

Viðtalið vakti misjöfn viðbrögð, en Hildur Lilliendahl, femínisti, sakaði þáttastjórnendur um „andstyggilegustu framkomu sem hún hafði orðið vitni af af íslenskum blaðamönnum í garð kvenna á 21. öldinni,“ þegar þeir líktu rappferli Önnu Töru, og hljómsveit hennar Reykjavíkurdætrum, við feril Erps Eyvindarsonar, rappara.

„Ég kom ekki nálægt þeim umræðum en leið mjög vel þegar ég kom úr viðtalinu. Þetta viðtal hefur gert stórkostlega hluti fyrir mig og hljómsveitirnar mínar, Reykjavíkurdætur og Hljómsveitt,” segir Anna Tara.

Þættirnir sem verða vikulegir heita Kynlegir kvistir og verða á dagskrá öll miðvikudagskvöld klukkan tíu.

Fyrsti þátturinn fer í loftið annað kvöld.

Aðspurð segist Anna Tara vera gallharður femínisti.

„Að sjálfsögðu er ég það, tapar einhver á jafnrétti? Feminístar eru bara þeir sem sjá misrétti kynjanna og vilja beita sér fyrir jafnrétti þeirra,” segir Anna Tara að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.