Lífið

Hugrakkasta ferðamannsins leitað

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Daði Guðjónsson
Daði Guðjónsson Vísir/Úr einkasafni
„Það stendur yfir leit að heimsins hugrakkasta ferðamanni,“ segir Daði Guðjónsson, einn verkefnisstjóra Inspired By Iceland, en leitin fer fram á samfélagsmiðlum þeirra.

„Við erum að setja upp leik þar sem við biðjum vini okkar að koma með hugmyndir að skemmtilegum hlutum sem hægt er að upplifa um allt land,“ útskýrir Daði og bætir við að þau vilji draga fram alla þá skemmtilegu hluti sem hægt er að gera í öllum landshlutum.

„Í þessari ferð verður meiri fókus á menningarlega hluti sem og þá sem eru tengdir ævintýraferðamennsku,“ heldur hann áfram, en eitt aðaltakmark Inspired by Iceland er að dreifa ferðamönnum um landið allt árið um kring.

„Leikurinn fer fram á Facebook og þú þarft að skrá þig og segja svo af hverju þú telur þig vera hugrakkasta ferðamann heims.“

Vinningshafi leiksins fær svo ferð að launum á vit ævintýranna í leynilega dagskrá, ásamt vini. 

Aðspurður segir Daði þau ekki vera að beina ferðamönnum á viðkvæmar náttúruperlur með uppátækinu.

„Öll „leyndarmálin“ sem við erum að sækjast eftir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði, mega til að mynda ekki vera viðkvæmar náttúruperlur eða hlutir sem eru hættulegir ferðamönnum. Þessu er ætlað að draga fram alla þá hluti sem okkur þykja skemmtilegir fyrir túrista að heimsækja – það mætti þess vegna vera saltfiskuppskriftin hennar ömmu!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.