Lífið

Hætti við þáttagerð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Stefán
Þar til tveimur dögum áður en hlaðvarpssíðan Alvarpið var opnuð stóð til að Hildur nokkur Lilliendahl yrði með femínískan útvarpsþátt þar um níðskrif á netinu.

Fréttablaðið var búið að taka hópmynd af útvarpsstjörnunum þar sem Hildur sat fyrir miðju, en eftir að viðtalið við Hafdísi Huld var sýnt í Kastljósi var tekin ný mynd af hópnum án Hildar.

Síðan fór í loftið síðasta laugardag, en viðtalið við Hafdísi Huld var sýnt á fimmtudegi, þannig að það mátti litlu muna að Alvarpið lenti í miðju fjaðrafokinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dró Hildur sig sjálf út úr þáttagerðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.