Lífið

Eignuðust þriðja soninn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Nú eiga Gwen og Gavin þrjá syni.
Nú eiga Gwen og Gavin þrjá syni. Vísir/Getty
Söngkonan Gwen Stefani og rokkarinn Gavin Rossdale buðu nýjan fjölskyldumeðlim velkominn í heiminn á föstudag. Eignuðust þau son sem þau eru búin að nefna Apollo Bowie Flynn.

Gavin tilkynnti þetta í dag og lét fylgja með að Bowie og Flynn væru ættarnafn mæðra parsins.

Gwen og Gavin hafa verið gift í ellefu ár og eiga fyrir synina Kingston, sjö ára, og Zuma, fimm ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.