Lífið

Önnur á Arnold Classic

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Magnea Gunnarsdóttir lenti í öðru sæti í sínum flokki á Arnold Classic.
Magnea Gunnarsdóttir lenti í öðru sæti í sínum flokki á Arnold Classic. Mynd/Kristján Freyr Þrastarson
Hin nítján ára gamla Magnea Gunnarsdóttir, keppandi í bikinífitness lenti í öðru sæti í sínum flokki á Arnold Classic sem fram fór í Bandaríkjunum á dögunum. Þetta var í annað sinn sem hún keppir á mótinu.

Magnea var þó ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir lenti í 5.-10. sæti í sínum flokki, Christel Johansen í 10.-15. sæti í sínum flokki, Olga Helena Ólafsdóttir í 10.-15. sæti í sínum flokki og Kristín Elísabet Gunnarsdóttir einnig í 15.-20. sæti í sínum.

Margrét Edda Gnarr keppti í fyrsta sinn í IFBB PRO-keppninni og er hún sú eina sem komin er í svokallaðan PRO-flokk. Hún lenti í 9. sæti í IFBB PRO- keppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.