Lífið

Ný stjarna fædd í óperuheiminum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Elmar Þór Gilbertsson fór á kostum.
Elmar Þór Gilbertsson fór á kostum. vísir/stefán
Óperusöngvarinn Elmar Þór Gilbertsson vann hug og hjörtu áheyrenda þegar nýjasta uppfærsla Íslensku óperunnar, Ragnheiður, var frumsýnd um helgina.

„Þetta var ansi magnað og ég hef ekki lent í öðru eins. Það er alveg frábært að fá svona móttökur,“ segir Elmar Þór um viðbrögð fólksins.

Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna og segir Elmar Þór að það hafi runnið eitt til tvö tár við þessar frábæru viðtökur.

„Ég er spenntur fyrir því sem koma skal, þetta var bara byrjunin. Við vorum búin að æfa mikið og það skilaði sér vel til fólksins og allir stóðu sig með mikilli prýði,“ bætir Elmar Þór við.

Ragnheiður verður sýnd í Hörpu næstu helgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.