Lífið

Fylgja eftir velgengninni erlendis

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Upptökuteymið StopWaitGo flytur vestur um haf á ný eftir stutt stopp á Íslandi.
Upptökuteymið StopWaitGo flytur vestur um haf á ný eftir stutt stopp á Íslandi. fréttablaðið/hag
„Við förum út til Los Angeles núna á næstu dögum til fylgja eftir velgengninni á síðasta ári,“ segir Pálmi Ragnar Ásgeirsson, meðlimur upptökuteymisins StopWaitGo en tveir þriðju teymisins fara vestur um haf í vikunni. Sæþór Kristjánsson fer með Pálma út en bróðir Pálma, Ásgeir Orri, fer utan í vor. „Ásgeir þarf að klár ákveðna hluti hérna heima áður en hann fer út.“

Þeir félagar áttu lagið Disco Love, á plötu stúlknasveitarinnar The Saturdays og gekk sú plata mjög vel. „Það er aldrei að vita nema við vinnum meira með þeim, þær eru allavega að skoða annað lag frá okkur,“ bætir Pálmi við.

Pálmi segir það heilmikið mál að fara svona út að vinna. „Þetta er mikið mál og rándýrt. Við þurftum sérstakt vísa til að vera þarna en það rennur út í ágústmánuði á næsta ári og þess vegna ætlum við að nýta tímann vel,“ segir Pálmi.

Teymið er með mörg járn í eldinum og fer út til þess að hitta fólk í bransanum eins og aðra upptökustjóra, lagahöfunda og aðra listamenn. Þeir fara þó ekki í sömu íbúð og síðast. „Við verðum ekki í sömu íbúð en verðum þó með stúdíó í íbúðinni þannig að við getum unnið þar.“

Spurður út í verkefnin segist Pálmi þá vera með fullt af efni í pípunum. „Það er ýmislegt í gangi en það á þó eftir koma í ljós hvort það verði eitthvað úr því.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.