Lífið

Umdeildustu Óskarskjólar allra tíma

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Óskarsverðlaunin verða afhent á sunnudaginn. Það kennir ávallt ýmissa grasa á rauða dreglinum og hafa stjörnurnar skotið langt yfir tískumarkið í gegnum tíðina þó að þær séu með heilan her í vinnu við að dressa sig upp.

Lara Flynn Boyle hélt greinilega að hún væri að fara á grímuball árið 2003.
Björk okkar Guðmundsdóttir vakti svo sannarlega athygli í svanakjólnum árið 2001. Svo mikla að enn er gert grín að honum.
Cher mætti í þessari múnderingu árið 1986.
Söngkonan Celine Dion var hvítklædd á Óskarnum árið 1999 í öfugum jakka. Það hefur aldrei verið töff.
Leikkonan Gwyneth Paltrow vildi greinilega láta taka eftir sér á hátíðinni árið 2002.
Leikkonan Olivia Munn hlóð á sig efni í fyrra og komst ekki á neinn lista yfir best klæddu konurnar.
Leikkonan Faye Dunaway bauð upp á þennan kjól árið 2007.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.