Lífið

Netverslun Ampersand komin í loftið

Marín Manda skrifar
Anna Sóley Viðarsdóttir og Eva Dögg Rúnarsdóttir eigendur Ampersand.
Anna Sóley Viðarsdóttir og Eva Dögg Rúnarsdóttir eigendur Ampersand.
Perluvinkonurnar Eva Dögg Rúnarsdóttir og Anna Sóley Viðarsdóttir opna verslun sína á veraldarvefnum.

„Netverslunin var búin að vera á döfinni lengi og við erum rosalega ánægðar með hana. Verslunin á þó eftir að stækka og verða þægilegri á næstunni svo það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Eva Dögg Rúnarsdóttir, annar eigandi Ampersand.

Þær Anna Sóley hafa rekið vinnustofu og verslun á Nørrebro í Kaupmannhöfn í rúmlega ár og nú hefur netverslun þeirra á houseofampersand.com litið dagsins ljós. „Að reka verslun hefur reynst okkur mikill lærdómur og við höfum uppgötvað að okkar sterka hlið eru skór. Við sitjum núna og vinnum að okkar eigin merki og í ágúst koma á markað Ampersand-strigaskór sem við gerðum í samvinnu við Shoe the Bear.“

Eva Dögg er móðir og ákváðu þær stöllur einnig að bæta við barnafatatísku í verslunina. „Okkur fannst tilvalið að taka inn barnaföt fyrir smart börn í stíl við smartar mömmur sínar. Vörurnar sem við seljum verða að endurspegla okkur sjálfar því við seljum alltaf best það sem við trúum á og stöndum með.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.