Lífið

Mögnuð Fantasíuförðun

Marín Manda skrifar
Elsa Þórisdóttir, Selma Karls, Monika Eyland Victorsdóttir, Þóra H. Ólafsdóttir listförðunarfræðingur og Svanhvít Valgeirsdóttir, listförðunarfræðingur og gestakennari.
Elsa Þórisdóttir, Selma Karls, Monika Eyland Victorsdóttir, Þóra H. Ólafsdóttir listförðunarfræðingur og Svanhvít Valgeirsdóttir, listförðunarfræðingur og gestakennari. Mynd/ Berglind Jack
Svanhvít Valgeirsdóttir kom í heimsókn frá Brussel og kenndi fantasíuförðun í Fashion Academy.

„Það var skemmtilegt að koma aðeins heim og fá að setja penslana á húð í staðinn fyrir striga,“ segir Svanhvít Valgeirsdóttir þegar hún er spurð út í sýnikennsluna í fantasíuförðun sem hún hélt í förðunardeild Fashion Academy. Svanhvít býr í Brussel með þýskum eiginmanni sínum en kom til Íslands vegna tilnefningar sinnar til Edduverðlauna fyrir leikgervi Ávaxtakörfunnar.

Svanhvít hefur sérhæft sig í leikgervum og listförðun og hefur komið víða við á ferli sínum. Hún hefur meðal annars farðað í Óperunni, Þjóðleikhúsinu og starfaði sem skólastjóri Snyrtiakademíunnar um skeið áður en hún flutti til Brussel.

Þegar hún er spurð út í vinnuna á bak við fantasíuförðunina, segir hún: „Ég var í þrjá klukkutíma að gera þessa fantasíuförðun með hárinu því ég var jú að sýna og kenna í leiðinni en annars væri ég í kringum klukkustund að gera svona.“

Monika Eyland Victorsdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.