Í skugga Frikka Dórs Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 1. mars 2014 17:00 mynd/stefán „Að pissa í buxurnar fyrir framan fullan sal af fólki er örugglega það óþægilegasta sem ég hef upplifað á lífsleiðinni. Þó var merkilega létt að framkvæma þennan gjörning því ég var kominn í mikinn spreng,“ segir Ásgrímur Geir Logason, betur þekktur sem Ási í sjónvarpsþáttunum Þriðjudagskvöld með Frikka Dór. „Þátturinn er hugsaður fyrir unglinga og upp úr en þó ekki of unga krakka og alls ekki afa minn,“ segir Ási og hlær. „Afi hefur horft á fáeina þætti og hringdi eitt sinn til að skamma mig fyrir atriði sem honum þótti fyrir neðan mína virðingu.“ Ási rifjar upp atriðið. „Þá höfðum við boðið Sveppa í þáttinn og ég var fenginn til að leika eftir uppáhalds Sveppaatriði Frikka sem var þegar Sveppi pissaði í sig. Afa þótti þetta of langt gengið og kannski hefur hann haft rétt fyrir sér í því. Mér leið allavega eins og ég væri aftur orðinn tíu ára því þetta var í fyrsta sinn í langan tíma sem ég hef verið skammaður af afa. Ég lét það þó ekki stoppa mig og held mínu striki.“ Ási og Friðrik Dór kynntust á námsárunum í Versló og hafa verið miklir félagar síðan. „Síðan atvikaðist það þannig að Frikki var beðinn um að stjórna opnunarþætti Stöðvar 3 og plataði mig til að vera með í þættinum. Hann hafði lengi gengið með hugmynd að sjónvarpsþætti í maganum og í framhaldinu fengum við að spreyta okkur enn frekar á Stöð 3,“ upplýsir Ási, sem útskrifaðist í fyrravor úr leiklistarskólanum Rose Bruford College á Englandi. „Þar bjó ég í þrjú frábær ár og naut lífsins með góðum fótbolta og geggjuðu leikhúsi.“ Ási er innfæddur Kópavogsbúi og átti sér upphaflega stóra drauma á tónlistarsviðinu. „Ég ætlaði mér að verða söngvari í hljómsveitum en smitaðist af leiklistarbakteríunni í Versló og ákvað þá að leggja leiklistina fyrir mig.“ Ási segist að sjálfsögðu vera athyglissjúkur eins og leikara er siður en þó standa í skugganum af poppstjörnunni Frikka Dór. „Frikki er miklu meira egó en ég og sér því um frægðarpakkann fyrir okkur báða. Hann tekur að sér spjall við gesti þáttarins á meðan ég sé um ýmiss konar tilraunamennsku, grín og glens. Það á reyndar mjög vel við mig og ég er til í nánast hvað sem er við réttar aðstæður. Það eina sem ég hræðist er sársauki og því reyni ég að sneiða hjá áskorunum sem meiða mig.“ Samstarf þeirra Ása og Frikka gengur glimrandi vel og segir Ási að félagarnir vinni saman að hugmynda- og dagskrárgerð þáttarins. „Á hverju þriðjudagskvöldi reynum við að vera með puttana á púlsinum og verðum til að mynda með Justin Timberlake-þema í næsta þætti. Þá skoðum við feril Timberlakes, fáum tónlistarmenn til að syngja lögin hans og gerum eitthvað sniðugt í hans anda.“ Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
„Að pissa í buxurnar fyrir framan fullan sal af fólki er örugglega það óþægilegasta sem ég hef upplifað á lífsleiðinni. Þó var merkilega létt að framkvæma þennan gjörning því ég var kominn í mikinn spreng,“ segir Ásgrímur Geir Logason, betur þekktur sem Ási í sjónvarpsþáttunum Þriðjudagskvöld með Frikka Dór. „Þátturinn er hugsaður fyrir unglinga og upp úr en þó ekki of unga krakka og alls ekki afa minn,“ segir Ási og hlær. „Afi hefur horft á fáeina þætti og hringdi eitt sinn til að skamma mig fyrir atriði sem honum þótti fyrir neðan mína virðingu.“ Ási rifjar upp atriðið. „Þá höfðum við boðið Sveppa í þáttinn og ég var fenginn til að leika eftir uppáhalds Sveppaatriði Frikka sem var þegar Sveppi pissaði í sig. Afa þótti þetta of langt gengið og kannski hefur hann haft rétt fyrir sér í því. Mér leið allavega eins og ég væri aftur orðinn tíu ára því þetta var í fyrsta sinn í langan tíma sem ég hef verið skammaður af afa. Ég lét það þó ekki stoppa mig og held mínu striki.“ Ási og Friðrik Dór kynntust á námsárunum í Versló og hafa verið miklir félagar síðan. „Síðan atvikaðist það þannig að Frikki var beðinn um að stjórna opnunarþætti Stöðvar 3 og plataði mig til að vera með í þættinum. Hann hafði lengi gengið með hugmynd að sjónvarpsþætti í maganum og í framhaldinu fengum við að spreyta okkur enn frekar á Stöð 3,“ upplýsir Ási, sem útskrifaðist í fyrravor úr leiklistarskólanum Rose Bruford College á Englandi. „Þar bjó ég í þrjú frábær ár og naut lífsins með góðum fótbolta og geggjuðu leikhúsi.“ Ási er innfæddur Kópavogsbúi og átti sér upphaflega stóra drauma á tónlistarsviðinu. „Ég ætlaði mér að verða söngvari í hljómsveitum en smitaðist af leiklistarbakteríunni í Versló og ákvað þá að leggja leiklistina fyrir mig.“ Ási segist að sjálfsögðu vera athyglissjúkur eins og leikara er siður en þó standa í skugganum af poppstjörnunni Frikka Dór. „Frikki er miklu meira egó en ég og sér því um frægðarpakkann fyrir okkur báða. Hann tekur að sér spjall við gesti þáttarins á meðan ég sé um ýmiss konar tilraunamennsku, grín og glens. Það á reyndar mjög vel við mig og ég er til í nánast hvað sem er við réttar aðstæður. Það eina sem ég hræðist er sársauki og því reyni ég að sneiða hjá áskorunum sem meiða mig.“ Samstarf þeirra Ása og Frikka gengur glimrandi vel og segir Ási að félagarnir vinni saman að hugmynda- og dagskrárgerð þáttarins. „Á hverju þriðjudagskvöldi reynum við að vera með puttana á púlsinum og verðum til að mynda með Justin Timberlake-þema í næsta þætti. Þá skoðum við feril Timberlakes, fáum tónlistarmenn til að syngja lögin hans og gerum eitthvað sniðugt í hans anda.“
Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein