Í skugga Frikka Dórs Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 1. mars 2014 17:00 mynd/stefán „Að pissa í buxurnar fyrir framan fullan sal af fólki er örugglega það óþægilegasta sem ég hef upplifað á lífsleiðinni. Þó var merkilega létt að framkvæma þennan gjörning því ég var kominn í mikinn spreng,“ segir Ásgrímur Geir Logason, betur þekktur sem Ási í sjónvarpsþáttunum Þriðjudagskvöld með Frikka Dór. „Þátturinn er hugsaður fyrir unglinga og upp úr en þó ekki of unga krakka og alls ekki afa minn,“ segir Ási og hlær. „Afi hefur horft á fáeina þætti og hringdi eitt sinn til að skamma mig fyrir atriði sem honum þótti fyrir neðan mína virðingu.“ Ási rifjar upp atriðið. „Þá höfðum við boðið Sveppa í þáttinn og ég var fenginn til að leika eftir uppáhalds Sveppaatriði Frikka sem var þegar Sveppi pissaði í sig. Afa þótti þetta of langt gengið og kannski hefur hann haft rétt fyrir sér í því. Mér leið allavega eins og ég væri aftur orðinn tíu ára því þetta var í fyrsta sinn í langan tíma sem ég hef verið skammaður af afa. Ég lét það þó ekki stoppa mig og held mínu striki.“ Ási og Friðrik Dór kynntust á námsárunum í Versló og hafa verið miklir félagar síðan. „Síðan atvikaðist það þannig að Frikki var beðinn um að stjórna opnunarþætti Stöðvar 3 og plataði mig til að vera með í þættinum. Hann hafði lengi gengið með hugmynd að sjónvarpsþætti í maganum og í framhaldinu fengum við að spreyta okkur enn frekar á Stöð 3,“ upplýsir Ási, sem útskrifaðist í fyrravor úr leiklistarskólanum Rose Bruford College á Englandi. „Þar bjó ég í þrjú frábær ár og naut lífsins með góðum fótbolta og geggjuðu leikhúsi.“ Ási er innfæddur Kópavogsbúi og átti sér upphaflega stóra drauma á tónlistarsviðinu. „Ég ætlaði mér að verða söngvari í hljómsveitum en smitaðist af leiklistarbakteríunni í Versló og ákvað þá að leggja leiklistina fyrir mig.“ Ási segist að sjálfsögðu vera athyglissjúkur eins og leikara er siður en þó standa í skugganum af poppstjörnunni Frikka Dór. „Frikki er miklu meira egó en ég og sér því um frægðarpakkann fyrir okkur báða. Hann tekur að sér spjall við gesti þáttarins á meðan ég sé um ýmiss konar tilraunamennsku, grín og glens. Það á reyndar mjög vel við mig og ég er til í nánast hvað sem er við réttar aðstæður. Það eina sem ég hræðist er sársauki og því reyni ég að sneiða hjá áskorunum sem meiða mig.“ Samstarf þeirra Ása og Frikka gengur glimrandi vel og segir Ási að félagarnir vinni saman að hugmynda- og dagskrárgerð þáttarins. „Á hverju þriðjudagskvöldi reynum við að vera með puttana á púlsinum og verðum til að mynda með Justin Timberlake-þema í næsta þætti. Þá skoðum við feril Timberlakes, fáum tónlistarmenn til að syngja lögin hans og gerum eitthvað sniðugt í hans anda.“ Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
„Að pissa í buxurnar fyrir framan fullan sal af fólki er örugglega það óþægilegasta sem ég hef upplifað á lífsleiðinni. Þó var merkilega létt að framkvæma þennan gjörning því ég var kominn í mikinn spreng,“ segir Ásgrímur Geir Logason, betur þekktur sem Ási í sjónvarpsþáttunum Þriðjudagskvöld með Frikka Dór. „Þátturinn er hugsaður fyrir unglinga og upp úr en þó ekki of unga krakka og alls ekki afa minn,“ segir Ási og hlær. „Afi hefur horft á fáeina þætti og hringdi eitt sinn til að skamma mig fyrir atriði sem honum þótti fyrir neðan mína virðingu.“ Ási rifjar upp atriðið. „Þá höfðum við boðið Sveppa í þáttinn og ég var fenginn til að leika eftir uppáhalds Sveppaatriði Frikka sem var þegar Sveppi pissaði í sig. Afa þótti þetta of langt gengið og kannski hefur hann haft rétt fyrir sér í því. Mér leið allavega eins og ég væri aftur orðinn tíu ára því þetta var í fyrsta sinn í langan tíma sem ég hef verið skammaður af afa. Ég lét það þó ekki stoppa mig og held mínu striki.“ Ási og Friðrik Dór kynntust á námsárunum í Versló og hafa verið miklir félagar síðan. „Síðan atvikaðist það þannig að Frikki var beðinn um að stjórna opnunarþætti Stöðvar 3 og plataði mig til að vera með í þættinum. Hann hafði lengi gengið með hugmynd að sjónvarpsþætti í maganum og í framhaldinu fengum við að spreyta okkur enn frekar á Stöð 3,“ upplýsir Ási, sem útskrifaðist í fyrravor úr leiklistarskólanum Rose Bruford College á Englandi. „Þar bjó ég í þrjú frábær ár og naut lífsins með góðum fótbolta og geggjuðu leikhúsi.“ Ási er innfæddur Kópavogsbúi og átti sér upphaflega stóra drauma á tónlistarsviðinu. „Ég ætlaði mér að verða söngvari í hljómsveitum en smitaðist af leiklistarbakteríunni í Versló og ákvað þá að leggja leiklistina fyrir mig.“ Ási segist að sjálfsögðu vera athyglissjúkur eins og leikara er siður en þó standa í skugganum af poppstjörnunni Frikka Dór. „Frikki er miklu meira egó en ég og sér því um frægðarpakkann fyrir okkur báða. Hann tekur að sér spjall við gesti þáttarins á meðan ég sé um ýmiss konar tilraunamennsku, grín og glens. Það á reyndar mjög vel við mig og ég er til í nánast hvað sem er við réttar aðstæður. Það eina sem ég hræðist er sársauki og því reyni ég að sneiða hjá áskorunum sem meiða mig.“ Samstarf þeirra Ása og Frikka gengur glimrandi vel og segir Ási að félagarnir vinni saman að hugmynda- og dagskrárgerð þáttarins. „Á hverju þriðjudagskvöldi reynum við að vera með puttana á púlsinum og verðum til að mynda með Justin Timberlake-þema í næsta þætti. Þá skoðum við feril Timberlakes, fáum tónlistarmenn til að syngja lögin hans og gerum eitthvað sniðugt í hans anda.“
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira