Lífið

Bláir og fjólubláir hártónar í tísku

Marín Manda skrifar
Fjólublátt hár Kelly Osbourne á Grammy-verðlaunahátíðinni í janúar.
Fjólublátt hár Kelly Osbourne á Grammy-verðlaunahátíðinni í janúar.
Hártískan á tískupöllunum í París bar vott um litadýrð líkt og vortískan sjálf.

Hártískan er um þessar mundir fjölbreytt og fersk en nú virðist sem bláir, fjólubláir og bleikir tónir komi sterkt inn.

Pastellitirnir eru ekki eingöngu áberandi í fatnaði eða innanhúsmunum fyrir vorið því einnig eru konur ófeimnar við að prófa þessa liti í hárið, rétt eins og poppstjörnurnar gera. 

Kristín Egilsdóttir, hárgreiðslumeistari á Zoo.is

„Pastel er að koma rosalega sterkt inn núna í hártískunni jafnt og í fylgihlutum og öðru fyrir heimilið. Það er mjög mikil vinna að ná þessum litatónum í hárið.

Þú þarft virkilega að vera í ljósari kantinum til þess að þetta komi fallega út og svo dofnar liturinn með tímanum.

Þetta kemur sterkt inn frá hinum Norðurlöndunum í takt við að það er farið að birta úti.

Svo er einnig mikið verið að blanda saman litum. Þetta er þó alls ekki allra.“ 



Óli Boggi, hárgreiðslumeistari á Solid.
Óli Boggi, hárgreiðslumeistari á Solid.

„Hártískan fer í hringi og maður tekur eftir því hvað þessir litir eru að aukast.

Það er alltaf verið að reyna að gera eitthvað nýtt og í framhaldi af „umbre“-tískunni er fólk nú að sækja í pasteltóna.

Þetta helst einnig í hendur við fatatískuna en nú eru ljósari tónar að birtast í vortískunni. Ég, sem klippari, er hokinn af reynslu og fagna öllum svona týpum sem vilja smá öðruvísi hár og vona að þetta sé merki um frábært sumar fram undan."



Dugleg að breyta til Katy Perry söngkona er óhrædd við að prófa ýmsa liti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.