Lífið

Hefur synt í Jellyfishlake

Marín Manda skrifar
Berglind Ólafsdóttir
Berglind Ólafsdóttir
Berglind Ólafsdóttir var stórglæsileg á Eddu verðlaununum  í síðustu viku. Lífið spurði hana örlítið út í líf sitt.

Nafn?Berglind Ólafsdóttir

Aldur? 36

Starf? Er að vinna við Renewable energy-verkefni sem má lítið ræða um eins og er, en ég fer alltaf reglulega út til Los Angeles í tökur, einnig er ég alltaf með ýmis önnur verkefni á milli handanna.

Maki? Enginn.

Stjörnumerki? Tvíburi.

Hvað fékkstu þér í morgunmat? Hafragraut með kakó-nibbum og goji-berjum og stórt glas af Maximum Vibrance-drykk.

Uppáhaldsstaður? Palau – litlu nærliggjandi eyjarnar þar og synda í Jellyfishlake. Ég er með mikla ást á að upplifa ný lönd og nýja menningu og á mjög marga uppáhaldsstaði sem mér þykir mjög vænt um.

Hreyfing? Hot-jóga, snjóbretti, líkamsrækt og fjallgöngur.

Uppáhaldsfatahönnuður? Veltur á árstíðum, er alltaf að skipta um skoðun. Það eru til svo ótrúlega margir snillingar, en ég hallast að fötum sem eru með innblástur frá fyrri hluta 19. aldar og jafnvel smá „hint“ af París á 18. öld. En fatasmekkurinn fer eftir aðstæðum og hvernig stuði maður er í hvern dag – sannur tvíburi.


Tengdar fréttir

Bara vinir

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason og Berglind Ólafsdóttir fyrirsæta mættu saman á Edduna sem fram fór í Hörpu á laugardagskvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.