Lífið

Skuldar vinum tónleika í afmælum

Ugla Egilsdóttir skrifar
Emmsjé Gauti gaf út plötuna Þeyr í nóvember.
Emmsjé Gauti gaf út plötuna Þeyr í nóvember. 365/DANÍEL RÚNARSSON
„Ég skulda vinum mínum endalaust af tónleikum í barnaafmælum í framtíðinni,“ segir Emmsjé Gauti, sem frumsýnir í kvöld nýtt tónlistarmyndband sem hann fékk vini sína til að gera með sér. „Síðast þegar ég gerði tónlistarmyndband styrkti Vífilfell gerð myndbandsins, en þetta myndband styrkir ekkert fyrirtæki. Ég nöldraði hins vegar út greiða hjá fjölmörgum vinum mínum. Í staðinn geta þeir alltaf komið í heimsókn ef þeir eru svangir, og hver veit nema maður gefi þeim bjór á morgun,“ segir Emmsjé Gauti.

„Myndbandið er allt tekið upp á einum degi af strákum sem heita O.B.O.C. Við fórum út með upptökuvél og löbbuðum í hringi. Sveinn Rúnar vinur minn er í aðalhlutverki í myndbandinu, og það er pródúserað af Helga Sæmundi í Úlfi úlfi. Efnið er vægast sagt skemmtilegt. Það þarf ekkert alltaf að eyða milljónum í tónlistarmyndbönd,“ segir Emmsjé Gauti.

Myndbandið er við lag sem heitir Nýju fötin keisarans af plötunni Þeyr, sem kom út í nóvember. „Lagið fjallar um hluti sem fara í taugarnar á mér.“ Frumsýningarpartíið hefst klukkan 20 á Prikinu og stendur til klukkan 22. „Þá taka plötusnúðar við sem heita Young Ones. Þeir fyrstu sem mæta fá glaðning á barnum. Ég vildi hafa þetta snemma svo fólk gæti sötrað bjór og hlustað á plötusnúðana,“ segir Emmsjé Gauti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.