Lífið

Dafnar vel í hárgreiðslubransanum

Marín Manda skrifar
Kristinn Óli hefur nóg fyrir stafni þessa dagana.
Kristinn Óli hefur nóg fyrir stafni þessa dagana. Mynd/Hildur María
Kristinn Óli Hrólfsson opnar hárgreiðslustofuna Kimoli í Kaupmannahöfn.



„Þetta er sambland af nöfnunum okkar beggja. Nafnið var eiginlega bara spaug til að byrja með en við fengum svo góð viðbrögð og í dag erum við alveg ástfangin af því,“ útskýrir Kristinn Óli Hrólfsson hárgreiðslumeistari þegar talið berst að nafninu á hárgreiðslustofunni, Kimoli. Stofuna opnar hann á Vesterbro í Kaupmannahöfn um helgina, ásamt Naja Kim. Áður rak Kristinn Óli hárgreiðslustofuna Mugshot Hair, en taldi tímabært að opna stærri stofu með nýju samstarfsfólki.

„Það er búið að ganga svo sjúklega vel og við höfum fengið tækifæri til að starfa að mjög góðum verkefnum. Það er kominn tími til að breyta til og opna nýja stofu í „metropolitan“-umhverfi. Hverfið er fjölbreytt með mikið af metnaðarfullu fólk,“ segir hann.

Kristinn Óli hefur fundið sína hillu í borginni og getið sér gott orð innan tískubransans. Hann sá meðal annars um útlitsbreytingu fyrirsætanna í raunveruleikaþættinum Danmarks Next Top Model í tvö misseri og var einnig gestadómari í einum þættinum. Kristinn Óli er ekki á heimleið eftir ellefu ára búsetu og segist hvorki upplifa sig sem Íslending né Dana, heldur sé hann einungis Kaupmannhafnarbúi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.