Ekkert niðurgreitt skyr til Evrópu Guðni Ágústsson skrifar 26. febrúar 2014 06:00 Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor ritar í Fréttablaðið 24. febrúar síðastliðinn grein sem ber yfirskriftina „Niðurgreitt skyr til Evrópu“. Hið rétta er að ekkert niðurgreitt skyr er í dag flutt til Evrópu. Um það yrði heldur ekki að ræða þótt okkur byðist að flytja út 4.000 tonn af skyri tollfrjálst til ESB-ríkja. Greinin byggir ekki á þeirri umhugsun sem prófessorinn kallar eftir heldur lýsir fyrst og fremst vanþekkingu á málefninu. Á árinu 2013 var útgefinn mjólkurkvóti af stjórnvöldum 116 milljónir lítra. Framleiðslan nam hins vegar nærri 123 milljónum lítra. Umframmjólk ársins 2013 var því 7 milljónir lítra. Útgjöld úr ríkissjóði vegna beingreiðslna hefðu orðið hin sömu hvort sem framleiðslan nam 116 eða 123 eða jafnvel 130 milljónum lítra. Útflutningur mjólkurvara árið 2013 nam samkvæmt opinberum tölum 5,7 milljónum lítra. Sá útflutningur samanstóð af undanrennudufti, ostum og skyri. Skyrútflutningur á árinu nam um 2,7 milljónum lítra mjólkur sem er einungis 40% af umframmjólk ársins. Umframframleiðsla bænda, þar með talin sú mjólk sem fór í skyr, nýtur ekki beingreiðslna úr ríkissjóði. Í búrekstri þurfa bændur ávallt að framleiða umfram kvóta svo tryggt sé að þeir nái kvótanum vegna ófyrirséðra sveiflna eins og síðasta sumar sannaði. Afurðastöðvar taka við umframmjólk bóndans og leitast við að koma henni á erlenda markaði fyrir sem hæst skilaverð til bænda. Þar er ekkert tryggt fyrirfram og markaðurinn sem ræður. Enginn vara í útflutningi hefur þó skilað bændum eins góðu verði á erlendum mörkuðum og íslenska skyrið. Eftirspurn á innanlandsmarkaði segir til hver framleiðsluþörfin er. Mikil spurn hefur verið eftir fitu en ekki að sama skapi eftir próteinþættinum. Vaxandi neysla á smjöri og rjóma kallar á fitu sem fæst með aukinni mjólkurframleiðslu. Þar með eykst framleiðsla á mjólkurpróteinum sem þarf að koma á markað. Skyrgerð og útflutningur á skyri er gott dæmi um slíka viðleitni. Hagfræðiprófessorinn hefur skrifað nokkrar greinar um landbúnaðarmál að undanförnu og þær bera það með sér að hann hefur ekki hugsað þau til hlítar. Vonandi verður þetta litla tilsvar honum til umhugsunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor ritar í Fréttablaðið 24. febrúar síðastliðinn grein sem ber yfirskriftina „Niðurgreitt skyr til Evrópu“. Hið rétta er að ekkert niðurgreitt skyr er í dag flutt til Evrópu. Um það yrði heldur ekki að ræða þótt okkur byðist að flytja út 4.000 tonn af skyri tollfrjálst til ESB-ríkja. Greinin byggir ekki á þeirri umhugsun sem prófessorinn kallar eftir heldur lýsir fyrst og fremst vanþekkingu á málefninu. Á árinu 2013 var útgefinn mjólkurkvóti af stjórnvöldum 116 milljónir lítra. Framleiðslan nam hins vegar nærri 123 milljónum lítra. Umframmjólk ársins 2013 var því 7 milljónir lítra. Útgjöld úr ríkissjóði vegna beingreiðslna hefðu orðið hin sömu hvort sem framleiðslan nam 116 eða 123 eða jafnvel 130 milljónum lítra. Útflutningur mjólkurvara árið 2013 nam samkvæmt opinberum tölum 5,7 milljónum lítra. Sá útflutningur samanstóð af undanrennudufti, ostum og skyri. Skyrútflutningur á árinu nam um 2,7 milljónum lítra mjólkur sem er einungis 40% af umframmjólk ársins. Umframframleiðsla bænda, þar með talin sú mjólk sem fór í skyr, nýtur ekki beingreiðslna úr ríkissjóði. Í búrekstri þurfa bændur ávallt að framleiða umfram kvóta svo tryggt sé að þeir nái kvótanum vegna ófyrirséðra sveiflna eins og síðasta sumar sannaði. Afurðastöðvar taka við umframmjólk bóndans og leitast við að koma henni á erlenda markaði fyrir sem hæst skilaverð til bænda. Þar er ekkert tryggt fyrirfram og markaðurinn sem ræður. Enginn vara í útflutningi hefur þó skilað bændum eins góðu verði á erlendum mörkuðum og íslenska skyrið. Eftirspurn á innanlandsmarkaði segir til hver framleiðsluþörfin er. Mikil spurn hefur verið eftir fitu en ekki að sama skapi eftir próteinþættinum. Vaxandi neysla á smjöri og rjóma kallar á fitu sem fæst með aukinni mjólkurframleiðslu. Þar með eykst framleiðsla á mjólkurpróteinum sem þarf að koma á markað. Skyrgerð og útflutningur á skyri er gott dæmi um slíka viðleitni. Hagfræðiprófessorinn hefur skrifað nokkrar greinar um landbúnaðarmál að undanförnu og þær bera það með sér að hann hefur ekki hugsað þau til hlítar. Vonandi verður þetta litla tilsvar honum til umhugsunar.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar