Rokkið tekur yfir leikhúsið Gunnar Leó Pálsson skrifar 26. febrúar 2014 09:30 Hljómsveitin Skálmöld ætlar að rokka á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. mynd/lalli sig „Þetta er nýtt í íslensku leikhúsi, þungarokkið fer inn í leikhúsið og leikhúsið inn í þungarokkið. Við byrjum að æfa tveimur vikum fyrir frumsýningu og vitum nákvæmlega hvað við ætlum að gera,“ segir Halldór Gylfason, leikstjóri verksins Baldurs, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu 4. apríl. Baldur er nafn fyrstu breiðskífu Skálmaldar og er eitt heildstætt verk laga og texta. „Sagan Baldur varð til áður en Skálmöld varð til og var hugmynd sem ég var búinn að ganga með lengi. Það er gaman að sjá að gömul hugmynd hafi orðið að plötu og sé nú að fara í leikhúsið,“ útskýrir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi, bassaleikari Skálmaldar. Platan Baldur verður leikin í gegn og þrír leikarar, þau Guðjón Davíð Karlsson, Hilmar Guðjónsson og Hildur Berglind Arndal, hjálpa til við að fleyta sögunni áfram. „Þetta eru tónleikar með Skálmöld og leikarar hjálpa til við að koma sögunni fram. Við notum líka sprengjur og annað slíkt sem leikhúsið hefur upp á að bjóða,“ segir Halldór um sýninguna. Halldór segist vera mjög spenntur, enda sé hann mikill þungarokksaðdáandi. Eins og fram hefur komið gekk Bibbi með söguna Baldur lengi í maganum áður en kýlt var á framkvæmdina. „Ég sendi tölvupóst á Skálmaldarmenn, sem voru reyndar ekki orðnir Skálmaldarmenn þá því sveitin var ekki til þá, og sagði að þeir væru komnir í hljómsveitina. Í sama tölvupósti útskýrði ég söguna Baldur í heild sinni og þar með hófst ævintýrið,“ útskýrir Bibbi. Hann bætir við að allir meðlimir Skálmaldar séu ævintýragjarnir. „Við höfum allir gaman af þessum íslensku rótum, sagnaarfinum og goðasögunum. Við „roleplay-um“ þegar við getum,“ bætir Bibbi við. Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Rene Kirby er látinn Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
„Þetta er nýtt í íslensku leikhúsi, þungarokkið fer inn í leikhúsið og leikhúsið inn í þungarokkið. Við byrjum að æfa tveimur vikum fyrir frumsýningu og vitum nákvæmlega hvað við ætlum að gera,“ segir Halldór Gylfason, leikstjóri verksins Baldurs, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu 4. apríl. Baldur er nafn fyrstu breiðskífu Skálmaldar og er eitt heildstætt verk laga og texta. „Sagan Baldur varð til áður en Skálmöld varð til og var hugmynd sem ég var búinn að ganga með lengi. Það er gaman að sjá að gömul hugmynd hafi orðið að plötu og sé nú að fara í leikhúsið,“ útskýrir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi, bassaleikari Skálmaldar. Platan Baldur verður leikin í gegn og þrír leikarar, þau Guðjón Davíð Karlsson, Hilmar Guðjónsson og Hildur Berglind Arndal, hjálpa til við að fleyta sögunni áfram. „Þetta eru tónleikar með Skálmöld og leikarar hjálpa til við að koma sögunni fram. Við notum líka sprengjur og annað slíkt sem leikhúsið hefur upp á að bjóða,“ segir Halldór um sýninguna. Halldór segist vera mjög spenntur, enda sé hann mikill þungarokksaðdáandi. Eins og fram hefur komið gekk Bibbi með söguna Baldur lengi í maganum áður en kýlt var á framkvæmdina. „Ég sendi tölvupóst á Skálmaldarmenn, sem voru reyndar ekki orðnir Skálmaldarmenn þá því sveitin var ekki til þá, og sagði að þeir væru komnir í hljómsveitina. Í sama tölvupósti útskýrði ég söguna Baldur í heild sinni og þar með hófst ævintýrið,“ útskýrir Bibbi. Hann bætir við að allir meðlimir Skálmaldar séu ævintýragjarnir. „Við höfum allir gaman af þessum íslensku rótum, sagnaarfinum og goðasögunum. Við „roleplay-um“ þegar við getum,“ bætir Bibbi við.
Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Rene Kirby er látinn Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“