Lífið

Bang Gang fer til Kína enn á ný

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Barði Jóhannsson og Bang Gang halda af stað í tónleikaferðalag til Kína í mars.
Barði Jóhannsson og Bang Gang halda af stað í tónleikaferðalag til Kína í mars. mynd/Xi Sinsong
„Við erum að fara til Kína í annað sinn og spilum á sjö tónleikum í sjö borgum,“ segir Barði Jóhannsson, forsprakki hljómsveitarinnar Bang Gang, sem heldur af stað í tónleikaferðalag til Kína og hefst það þann 7. mars í Peking.

Er sveitin vinsæl í Kína? „Ég hef ekki hugmynd um það, það var allavega eftirspurn eftir okkur þarna og það var fullt á tvennum tónleikum sem við lékum á þarna árið 2009,“ segir Barði glaðbeittur.

Barði tekur með sér mikla reynslubolta til Kína, þá Arnar Þór Gíslason, trommuleikara úr Ensími og Pollapönki, Hrafn Thoroddsen, hljómborðs- og gítarleikara einnig úr Ensími, Arnar Guðjónsson, gítarleikara og söngvara úr Leaves, og Skúla Gestsson, bassaleikara úr Diktu.

„Við spilum ekki á Íslandi fyrr en í nóvember geri ég ráð fyrir. Mig langar að spila eitthvað nýtt þegar við spilum næst á Íslandi,“ segir Barði, spurður út í Bang Gang tónleikahald hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.