Lífið

Einstök þjóðlagahátíð á Kexi

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hlakkar til Snorri Helgason, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, lofar frábærri hátíð.
Hlakkar til Snorri Helgason, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, lofar frábærri hátíð. fréttablaðið/vilhelm
„Það er mjög góður fílingur fyrir þessu. Hátíðin gekk mjög vel í fyrra og erum við því full tilhlökkunar,“ segir Snorri Helgason, framkvæmdastjóri hátíðarinnar Reykjavik Folk Festival.

Þar koma fram margir af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar í þjóðlagageiranum. „Pælingin er að blanda saman ólíkum stílum og tímabilum í þjóðlagatónlist. Við erum með listamenn frá mismunandi tímabilum og því fjölbreytt dagskrá,“ segir Snorri.

Hátíðin var fyrst haldin árið 2010. „Ólafur Þórðarson stofnaði hátíðina og fór hún fyrst fram á Rosenberg en eftir að hann féll frá tók ég við þessu,“ segir Snorri en Ólafur var einmitt með föður Snorra, Helga Péturssyni, í einni vinsælustu þjóðlagasveit íslenskrar tónlistarsögu, Ríó tríói.

Forsala á hátíðina er á midi.is og kostar armband sem veitir aðgang að öllum þremur kvöldunum einungis 7.999 kr. í forsölu en 3.000 kr. á stök kvöld. Miðasala á midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.