Lífið

KK og Maggi Eiríks skemmta

Gunnar Leó Pálsson skrifar
KK og Maggi Eiríks ætla spila og segja sögur í Edrúhöllinni í Efstaleiti í kvöld.
KK og Maggi Eiríks ætla spila og segja sögur í Edrúhöllinni í Efstaleiti í kvöld. fréttablaðið/vilhelm
„Það verður heldur betur stemmning hjá okkur og þeir KK og Maggi eru miklir vinir okkar,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, einn skipuleggjenda tónleikaraðarinnar Kaffi, kökur, rokk & ról sem fram fara í SÁÁ-húsinu, Edrúhöllinni í Efstaleiti 7.

Á tónleikunum í kvöld koma fram KK og Magnús Eiríksson en þeir ætla leika sín þekktustu lög, í bland við að segja skemmtilegar sögur.

„Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur. Þetta er annar valkostur því hér er ekkert áfengi og tónlistin fær að njóta sín algjörlega,“ segir Rúnar Freyr spurður út í tónleikaröðina, sem hóf göngu sína haustið 2011 og hefur verið óstöðvandi síðan.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20.30 og kostar þúsund krónur inn. „Innifalið í miðaverðinu er eins og nafnið gefur til kynna, kaffi, kökur og KK og Maggi Eiríks,“ bætir Rúnar Freyr við.

Tónleikaröðin hefur vakið mikla athygli frá því hún hóf göngu sína og hafa margir af helstu og sprækustu tónlistarmönnum landsins komið fram á henni líkt og John Grant, Agent Fresco, Mammút, Retro Stefson, Skálmöld, Lay Low, Hjaltalín, Mugison og Jónas Sig, ásamt mörgum fleirum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.