Lífið

Frægasti hattur í heimi á uppboð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vivienne Westwood-hatturinn sem tónlistarmaðurinn Pharrell Williams skartaði á Grammy-verðlaunahátíðinni er án efa einn frægasti hattur ársins og hefur vakið verðskuldaða athygli um allan heim.

Nú geta aðdáendur hattsins fjárfest í honum því Pharrell hefur sett hann á uppboð á eBay. Allur ágóði rennur til góðgerðarsamtakanna One Hand to Another sem tónlistarmaðurinn stofnaði til að aðstoða ungmenni sem minna mega sín.

Uppboðið stendur til 2. mars og tilboðin hrúgast inn en hattinum fylgir sérstakt vottorð um að hann sé í raun sá sem Pharrell bar á Grammy-hátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.