Lífið

Reynir að fá nafnið Joð samþykkt

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Tómas berst nú fyrir því að fá nafnið Joð samþykkt hjá mannanafnanefnd.
Tómas berst nú fyrir því að fá nafnið Joð samþykkt hjá mannanafnanefnd. fréttablaðið/daníel
„Ég er búinn að senda mannanafnanefnd beiðni um að samþykkja nafnið Joð,“ segir knattspyrnumaðurinn og verkfræðineminn Tómas Þorsteinsson en hann langar að fá millinafnið Joð samþykkt. Faðir hans, Þorsteinn J. Vilhjálmsson fjölmiðlamaður hefur gjarnan verið kallaður Þorsteinn Joð en hann heitir þó Þorsteinn Jens í þjóðskrá.

„Joð-nafnið festist við mig þegar ég var í barnaskóla til að aðgreina mig frá öðrum Tómasi. Þá var pabbi mikið í sviðsljósinu og því Joð kjörið nafn á mig,“ útskýrir Tómas.

Hann segist vera bjartsýnn á að fá nafnið samþykkt. „Ég er jákvæður og hef trú á þessu, sérstaklega því að millinöfn í dag þurfa ekki endilega að fallbeygjast,“ segir Tómas en segist þó ekkert verða brjálaður ef nafnið verður ekki samþykkt.

Heldurðu að faðir þinn breyti Jens-nafninu í Joð ef nafnið verður samþykkt? „Ég held það sé alveg mögulegt en hann er samt svo íhaldssamur,“ segir Tómas léttur í lundu. Mannanafnanefnd hittist einu sinni í mánuði og mun Fréttablaðið að sjálfsögðu fylgjast grannt með stöðu mála þangað til niðurstaða fæst í málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.