Lífið

#LífiðÍFramhaldsskólunum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Nemendur í framhaldsskólum á Íslandi eru vel að sér þegar kemur að samfélagsmiðlum. Mörg nemendafélögin með sérstakt kassamerki á Instagram þar sem nemendur geta deilt því sem á daga þeirra drífur. Með því að leita að merkjunum er hægt að skyggnast inn í lífið í framhaldsskólunum og kennir oft ýmissa grasa.

Vísir kíkti á Instagram-reikninga nokkurra nemendafélaga.

Skóhlífadagar!! Þeir sem finna pönduna og taka fyndnustu myndina með henni fá frían miða á ballið! #panda #nfbhs #glæsiball #skohlifapanda
Nemendafélag Borgarholtsskóla - #NFBHS

„Við notum kassamerkið af og til og reynum að fá nemendur til að nota það meira. Kassamerkið er sérstaklega mikið notað þegar það er eitthvað í gangi eins og til dæmis böll.“

Hjörleifur Steinn Þórisson, formaður nemendafélagsins

Hvað í fokkanum er Atóm? #explainlikeimfive #skilekkert #hvernennirþessu #NFBgram #NFB #skólinn
Nemendafélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti - #NFBGRAM

„Við höfum ekki verið mjög virk á Instagram. Þetta er erfitt í skóla eins og FB þar sem eru svo margir nemendur og aldurshópurinn er breiður. Ég mæli eindregið með því að fólk sé virkara á Instagram.“

 

Guðmar Bjartur Elíasson, formaður nemendafélagsins

Allt að gerast! #dirtynfs #stórkostlegstund #nfsgram
Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja - #NFSGRAM

„Instagram er orðið miklu vinsælla hjá okkur en það var á síðustu önn. Við höfum ekki verið með neina Instagram-leiki á þessari önn en sú hugmynd er uppi og það gerist örugglega í framtíðinni.“ 

Elva Dögg Sigurðardóttir, formaður nemendafélagsins.

Team Monkeyz á leið í Nemó-ratleik #nemo1314 #nfvi #nemo #teammonkeyz #bloodhoundgang @petsig @dilmat @brynjae #valentin
Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands - #NFVI

„Myndirnar sem fólk taggar koma sjálfkrafa inn á heimasíðuna okkar. Fyrir áramót vörpuðum við Insta­gram-myndunum á skjávarpa í beinni. Það var mjög skemmtilegt.“ 

Sigurður Kristinsson, formaður nemendafélagsins

Rændum forseta MS #mhmsámorgun #stríðiðerhafið #nfmh #fokkemes #klambratúnámorgun #kl2áHátíðatsal #bthere
Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð - #NFMH

„Þetta er mjög vinsælt hjá okkur. Sérstaklega þegar nemendur fara á böll. Þá kassamerkja þeir myndir sem birtast á heimasíðunni okkar. Þetta poppar ekki upp hjá neinum heldur skoðar fólk síðuna sjálfviljugt og þetta truflar engan.“

Jara Hilmarsdóttir, varaforseti nemendafélagsins

Kvennó gaf okkur epli #kvenno #epladagur #peppladagur #pepplaballáeftir #peppli #pepp
Keðjan, Nemendafélag Kvennaskólans í Reykjavík - #KVENNO

„Instagram er mjög vinsælt í skólanum. Þegar við erum með skemmtilega viðburði setjum við upp skjávarpa í matsalnum og sýnum Instagram-myndirnar í beinni. Þá eru nemendur mjög duglegir að pósta myndum.“ 

Haukur Már Tómasson, formaður Keðjunnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.