Lögreglustjóri vanhæfur Einar Steingrímsson skrifar 17. febrúar 2014 11:01 Fyrir skömmu lagði ríkissaksóknari fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, að rannsaka lekamál innanríkisráðuneytisins, þar sem ráðherra og aðrir starfsmenn ráðuneytisins hafa verið kærðir fyrir hegningarlagabrot. Að ríkissaksóknari hafi fyrirskipað lögreglurannsókn, eftir að hafa sjálfur rannsakað málið í tvo mánuði, þýðir að hér er ekki um að ræða kærur einhverra kverúlanta sem eru að reyna að trufla eðlileg störf ráðuneytisins, eins og bæði forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað haldið fram, líklega gegn betri vitund, því þeir eru varla svo skyni skroppnir að ætla að ríkissaksóknari stundi slíkan hráskinnaleik. Í löndum með sæmilega heiðarlegt réttarfar hefði ráðherra vikið tímabundið eftir þessa ákvörðun ríkissaksóknara, þar sem ráðherrann er æðsta yfirvald þess réttarkerfis sem á að rannsaka málið, og ákæra ráðherrann og dæma ef til þess kemur. Svo virðist þó sem ráðherra ætli að sitja áfram sem yfirmaður þeirra sem eiga að rannsaka hann. Þessi þaulseta ráðherra gerir hins vegar lögreglustjórann sem á að rannsaka málið vanhæfan skv. 3. gr. stjórnsýslulaga, en þar segir m.a. að maður sé vanhæfur „Ef hann á sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta“, og „Sama á við ef næstu yfirmenn hans hjá hlutaðeigandi stjórnvaldi eiga sjálfir sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta.“ Enn fremur „Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.“ Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er skipaður af innanríkisráðherra og á því augljóslega verulegra hagsmuna að gæta gagnvart ráðherranum, sem þar að auki hefur gríðarleg áhrif á fjárveitingar og önnur starfsskilyrði embættisins. Yfirmaður Stefáns er ríkislögreglustjóri, sem heyrir beint undir ráðherra og á ekki minni hagsmuna að gæta. Síðast en ekki síst er það núverandi ráðherra, ef hún situr áfram, sem ákveður hvort Stefán fær áframhaldandi skipun í embætti, eða hvort staðan verður auglýst. Í réttarríki hefði aldrei komið til þess að málið þyrfti að ræða á þessum nótum; ráðherrann hefði vikið, en lögreglustjóri annars lýst sig vanhæfan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu lagði ríkissaksóknari fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, að rannsaka lekamál innanríkisráðuneytisins, þar sem ráðherra og aðrir starfsmenn ráðuneytisins hafa verið kærðir fyrir hegningarlagabrot. Að ríkissaksóknari hafi fyrirskipað lögreglurannsókn, eftir að hafa sjálfur rannsakað málið í tvo mánuði, þýðir að hér er ekki um að ræða kærur einhverra kverúlanta sem eru að reyna að trufla eðlileg störf ráðuneytisins, eins og bæði forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað haldið fram, líklega gegn betri vitund, því þeir eru varla svo skyni skroppnir að ætla að ríkissaksóknari stundi slíkan hráskinnaleik. Í löndum með sæmilega heiðarlegt réttarfar hefði ráðherra vikið tímabundið eftir þessa ákvörðun ríkissaksóknara, þar sem ráðherrann er æðsta yfirvald þess réttarkerfis sem á að rannsaka málið, og ákæra ráðherrann og dæma ef til þess kemur. Svo virðist þó sem ráðherra ætli að sitja áfram sem yfirmaður þeirra sem eiga að rannsaka hann. Þessi þaulseta ráðherra gerir hins vegar lögreglustjórann sem á að rannsaka málið vanhæfan skv. 3. gr. stjórnsýslulaga, en þar segir m.a. að maður sé vanhæfur „Ef hann á sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta“, og „Sama á við ef næstu yfirmenn hans hjá hlutaðeigandi stjórnvaldi eiga sjálfir sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta.“ Enn fremur „Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.“ Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er skipaður af innanríkisráðherra og á því augljóslega verulegra hagsmuna að gæta gagnvart ráðherranum, sem þar að auki hefur gríðarleg áhrif á fjárveitingar og önnur starfsskilyrði embættisins. Yfirmaður Stefáns er ríkislögreglustjóri, sem heyrir beint undir ráðherra og á ekki minni hagsmuna að gæta. Síðast en ekki síst er það núverandi ráðherra, ef hún situr áfram, sem ákveður hvort Stefán fær áframhaldandi skipun í embætti, eða hvort staðan verður auglýst. Í réttarríki hefði aldrei komið til þess að málið þyrfti að ræða á þessum nótum; ráðherrann hefði vikið, en lögreglustjóri annars lýst sig vanhæfan.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun