Lögreglustjóri vanhæfur Einar Steingrímsson skrifar 17. febrúar 2014 11:01 Fyrir skömmu lagði ríkissaksóknari fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, að rannsaka lekamál innanríkisráðuneytisins, þar sem ráðherra og aðrir starfsmenn ráðuneytisins hafa verið kærðir fyrir hegningarlagabrot. Að ríkissaksóknari hafi fyrirskipað lögreglurannsókn, eftir að hafa sjálfur rannsakað málið í tvo mánuði, þýðir að hér er ekki um að ræða kærur einhverra kverúlanta sem eru að reyna að trufla eðlileg störf ráðuneytisins, eins og bæði forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað haldið fram, líklega gegn betri vitund, því þeir eru varla svo skyni skroppnir að ætla að ríkissaksóknari stundi slíkan hráskinnaleik. Í löndum með sæmilega heiðarlegt réttarfar hefði ráðherra vikið tímabundið eftir þessa ákvörðun ríkissaksóknara, þar sem ráðherrann er æðsta yfirvald þess réttarkerfis sem á að rannsaka málið, og ákæra ráðherrann og dæma ef til þess kemur. Svo virðist þó sem ráðherra ætli að sitja áfram sem yfirmaður þeirra sem eiga að rannsaka hann. Þessi þaulseta ráðherra gerir hins vegar lögreglustjórann sem á að rannsaka málið vanhæfan skv. 3. gr. stjórnsýslulaga, en þar segir m.a. að maður sé vanhæfur „Ef hann á sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta“, og „Sama á við ef næstu yfirmenn hans hjá hlutaðeigandi stjórnvaldi eiga sjálfir sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta.“ Enn fremur „Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.“ Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er skipaður af innanríkisráðherra og á því augljóslega verulegra hagsmuna að gæta gagnvart ráðherranum, sem þar að auki hefur gríðarleg áhrif á fjárveitingar og önnur starfsskilyrði embættisins. Yfirmaður Stefáns er ríkislögreglustjóri, sem heyrir beint undir ráðherra og á ekki minni hagsmuna að gæta. Síðast en ekki síst er það núverandi ráðherra, ef hún situr áfram, sem ákveður hvort Stefán fær áframhaldandi skipun í embætti, eða hvort staðan verður auglýst. Í réttarríki hefði aldrei komið til þess að málið þyrfti að ræða á þessum nótum; ráðherrann hefði vikið, en lögreglustjóri annars lýst sig vanhæfan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu lagði ríkissaksóknari fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, að rannsaka lekamál innanríkisráðuneytisins, þar sem ráðherra og aðrir starfsmenn ráðuneytisins hafa verið kærðir fyrir hegningarlagabrot. Að ríkissaksóknari hafi fyrirskipað lögreglurannsókn, eftir að hafa sjálfur rannsakað málið í tvo mánuði, þýðir að hér er ekki um að ræða kærur einhverra kverúlanta sem eru að reyna að trufla eðlileg störf ráðuneytisins, eins og bæði forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað haldið fram, líklega gegn betri vitund, því þeir eru varla svo skyni skroppnir að ætla að ríkissaksóknari stundi slíkan hráskinnaleik. Í löndum með sæmilega heiðarlegt réttarfar hefði ráðherra vikið tímabundið eftir þessa ákvörðun ríkissaksóknara, þar sem ráðherrann er æðsta yfirvald þess réttarkerfis sem á að rannsaka málið, og ákæra ráðherrann og dæma ef til þess kemur. Svo virðist þó sem ráðherra ætli að sitja áfram sem yfirmaður þeirra sem eiga að rannsaka hann. Þessi þaulseta ráðherra gerir hins vegar lögreglustjórann sem á að rannsaka málið vanhæfan skv. 3. gr. stjórnsýslulaga, en þar segir m.a. að maður sé vanhæfur „Ef hann á sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta“, og „Sama á við ef næstu yfirmenn hans hjá hlutaðeigandi stjórnvaldi eiga sjálfir sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta.“ Enn fremur „Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.“ Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er skipaður af innanríkisráðherra og á því augljóslega verulegra hagsmuna að gæta gagnvart ráðherranum, sem þar að auki hefur gríðarleg áhrif á fjárveitingar og önnur starfsskilyrði embættisins. Yfirmaður Stefáns er ríkislögreglustjóri, sem heyrir beint undir ráðherra og á ekki minni hagsmuna að gæta. Síðast en ekki síst er það núverandi ráðherra, ef hún situr áfram, sem ákveður hvort Stefán fær áframhaldandi skipun í embætti, eða hvort staðan verður auglýst. Í réttarríki hefði aldrei komið til þess að málið þyrfti að ræða á þessum nótum; ráðherrann hefði vikið, en lögreglustjóri annars lýst sig vanhæfan.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun