Lögreglustjóri vanhæfur Einar Steingrímsson skrifar 17. febrúar 2014 11:01 Fyrir skömmu lagði ríkissaksóknari fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, að rannsaka lekamál innanríkisráðuneytisins, þar sem ráðherra og aðrir starfsmenn ráðuneytisins hafa verið kærðir fyrir hegningarlagabrot. Að ríkissaksóknari hafi fyrirskipað lögreglurannsókn, eftir að hafa sjálfur rannsakað málið í tvo mánuði, þýðir að hér er ekki um að ræða kærur einhverra kverúlanta sem eru að reyna að trufla eðlileg störf ráðuneytisins, eins og bæði forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað haldið fram, líklega gegn betri vitund, því þeir eru varla svo skyni skroppnir að ætla að ríkissaksóknari stundi slíkan hráskinnaleik. Í löndum með sæmilega heiðarlegt réttarfar hefði ráðherra vikið tímabundið eftir þessa ákvörðun ríkissaksóknara, þar sem ráðherrann er æðsta yfirvald þess réttarkerfis sem á að rannsaka málið, og ákæra ráðherrann og dæma ef til þess kemur. Svo virðist þó sem ráðherra ætli að sitja áfram sem yfirmaður þeirra sem eiga að rannsaka hann. Þessi þaulseta ráðherra gerir hins vegar lögreglustjórann sem á að rannsaka málið vanhæfan skv. 3. gr. stjórnsýslulaga, en þar segir m.a. að maður sé vanhæfur „Ef hann á sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta“, og „Sama á við ef næstu yfirmenn hans hjá hlutaðeigandi stjórnvaldi eiga sjálfir sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta.“ Enn fremur „Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.“ Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er skipaður af innanríkisráðherra og á því augljóslega verulegra hagsmuna að gæta gagnvart ráðherranum, sem þar að auki hefur gríðarleg áhrif á fjárveitingar og önnur starfsskilyrði embættisins. Yfirmaður Stefáns er ríkislögreglustjóri, sem heyrir beint undir ráðherra og á ekki minni hagsmuna að gæta. Síðast en ekki síst er það núverandi ráðherra, ef hún situr áfram, sem ákveður hvort Stefán fær áframhaldandi skipun í embætti, eða hvort staðan verður auglýst. Í réttarríki hefði aldrei komið til þess að málið þyrfti að ræða á þessum nótum; ráðherrann hefði vikið, en lögreglustjóri annars lýst sig vanhæfan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu lagði ríkissaksóknari fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, að rannsaka lekamál innanríkisráðuneytisins, þar sem ráðherra og aðrir starfsmenn ráðuneytisins hafa verið kærðir fyrir hegningarlagabrot. Að ríkissaksóknari hafi fyrirskipað lögreglurannsókn, eftir að hafa sjálfur rannsakað málið í tvo mánuði, þýðir að hér er ekki um að ræða kærur einhverra kverúlanta sem eru að reyna að trufla eðlileg störf ráðuneytisins, eins og bæði forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað haldið fram, líklega gegn betri vitund, því þeir eru varla svo skyni skroppnir að ætla að ríkissaksóknari stundi slíkan hráskinnaleik. Í löndum með sæmilega heiðarlegt réttarfar hefði ráðherra vikið tímabundið eftir þessa ákvörðun ríkissaksóknara, þar sem ráðherrann er æðsta yfirvald þess réttarkerfis sem á að rannsaka málið, og ákæra ráðherrann og dæma ef til þess kemur. Svo virðist þó sem ráðherra ætli að sitja áfram sem yfirmaður þeirra sem eiga að rannsaka hann. Þessi þaulseta ráðherra gerir hins vegar lögreglustjórann sem á að rannsaka málið vanhæfan skv. 3. gr. stjórnsýslulaga, en þar segir m.a. að maður sé vanhæfur „Ef hann á sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta“, og „Sama á við ef næstu yfirmenn hans hjá hlutaðeigandi stjórnvaldi eiga sjálfir sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta.“ Enn fremur „Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.“ Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er skipaður af innanríkisráðherra og á því augljóslega verulegra hagsmuna að gæta gagnvart ráðherranum, sem þar að auki hefur gríðarleg áhrif á fjárveitingar og önnur starfsskilyrði embættisins. Yfirmaður Stefáns er ríkislögreglustjóri, sem heyrir beint undir ráðherra og á ekki minni hagsmuna að gæta. Síðast en ekki síst er það núverandi ráðherra, ef hún situr áfram, sem ákveður hvort Stefán fær áframhaldandi skipun í embætti, eða hvort staðan verður auglýst. Í réttarríki hefði aldrei komið til þess að málið þyrfti að ræða á þessum nótum; ráðherrann hefði vikið, en lögreglustjóri annars lýst sig vanhæfan.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar