Karlar geta allt! Eygló Harðardóttir skrifar 13. febrúar 2014 00:01 Hefur ljósfaðir tekið á móti barninu þínu? Hversu líklegt er að karl taki á móti barninu þínu í leikskólanum? Eða í grunnskólanum? Ekki sérlega líklegt, segja tölurnar okkur. Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur og endurspegla tölur frá menntastofnunum á framhalds- og háskólastigi kynbundið námsval ungmenna. Enginn karl hefur útskrifast með menntun ljósmóður á Íslandi. Aðeins 2% félagsmanna í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga eru karlar, 12% starfandi félagsráðgjafa og hlutfall karla af heildarfjölda nemenda í kennaradeild menntavísindasviðs HÍ er innan við 20%. Í störfum kennara, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga er þjónusta við almenning ríkur þáttur starfsins og snertir því stráka og stelpur, karla og konur. Því er mikilvægt að þjónustan taki mið af báðum kynjum og starfsumhverfið sé aðlaðandi vettvangur fyrir einstaklinga óháð kyni. Ástæður fyrir námsvali ungmenna eru vísast jafn ólíkar og þær eru margar. Staðalmyndir um það hvað sé æskilegt starfsval fyrir konur og karla virðast hins vegar enn vera ráðandi og sýna tölurnar að karlar eiga enn langt í land hvað varðar jafna þátttöku á við konur í umönnunar- og kennslustörfum. Rannsóknir sýna að þegar annað kynið er í miklum meirihluta í ákveðinni stétt er eins og varnargarðar hafi verið reistir utan um viðkomandi stétt sem virkar hamlandi á hitt kynið. Þannig verður það nær óyfirstíganlegt fyrir einstakling af hinu kyninu að velja sér það nám og starf sem hugur þeirra og hæfileikar standa til. Einstaklingarnir fá ekki að njóta sín og samfélagið líður fyrir. Eitt verkefna aðgerðahóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti er að stuðla að aðgerðum sem draga úr kynjaskiptingu starfa. Engin ein aðgerð er talin líklegri til að minnka launamun karla og kvenna en uppbrot hins kynskipta vinnumarkaðar. Það staðfesta bæði innlendar og erlendar rannsóknir. Aðgerðahópurinn efnir því til opins umræðufundar þar sem rætt verður um mögulegar leiðir til að fjölga körlum í umönnunar- og kennslustörfum á Grand Hóteli Reykjavík, 13. febrúar. Brjótum upp hinn kynbundna vinnumarkað og sýnum að karlar geta allt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Hefur ljósfaðir tekið á móti barninu þínu? Hversu líklegt er að karl taki á móti barninu þínu í leikskólanum? Eða í grunnskólanum? Ekki sérlega líklegt, segja tölurnar okkur. Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur og endurspegla tölur frá menntastofnunum á framhalds- og háskólastigi kynbundið námsval ungmenna. Enginn karl hefur útskrifast með menntun ljósmóður á Íslandi. Aðeins 2% félagsmanna í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga eru karlar, 12% starfandi félagsráðgjafa og hlutfall karla af heildarfjölda nemenda í kennaradeild menntavísindasviðs HÍ er innan við 20%. Í störfum kennara, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga er þjónusta við almenning ríkur þáttur starfsins og snertir því stráka og stelpur, karla og konur. Því er mikilvægt að þjónustan taki mið af báðum kynjum og starfsumhverfið sé aðlaðandi vettvangur fyrir einstaklinga óháð kyni. Ástæður fyrir námsvali ungmenna eru vísast jafn ólíkar og þær eru margar. Staðalmyndir um það hvað sé æskilegt starfsval fyrir konur og karla virðast hins vegar enn vera ráðandi og sýna tölurnar að karlar eiga enn langt í land hvað varðar jafna þátttöku á við konur í umönnunar- og kennslustörfum. Rannsóknir sýna að þegar annað kynið er í miklum meirihluta í ákveðinni stétt er eins og varnargarðar hafi verið reistir utan um viðkomandi stétt sem virkar hamlandi á hitt kynið. Þannig verður það nær óyfirstíganlegt fyrir einstakling af hinu kyninu að velja sér það nám og starf sem hugur þeirra og hæfileikar standa til. Einstaklingarnir fá ekki að njóta sín og samfélagið líður fyrir. Eitt verkefna aðgerðahóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti er að stuðla að aðgerðum sem draga úr kynjaskiptingu starfa. Engin ein aðgerð er talin líklegri til að minnka launamun karla og kvenna en uppbrot hins kynskipta vinnumarkaðar. Það staðfesta bæði innlendar og erlendar rannsóknir. Aðgerðahópurinn efnir því til opins umræðufundar þar sem rætt verður um mögulegar leiðir til að fjölga körlum í umönnunar- og kennslustörfum á Grand Hóteli Reykjavík, 13. febrúar. Brjótum upp hinn kynbundna vinnumarkað og sýnum að karlar geta allt!
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun