Framsókn ráðalaus í húsnæðismálum Magnús Már Guðmundsson skrifar 29. janúar 2014 06:00 Hún er rýr, Framsóknarskýrslan sem kynnt var í vikunni um húsnæðismál. Þrátt fyrir fögur kosningafyrirheit um afnám verðtryggingarinnar blasir nú við að ekki verði farið í þá vegferð, nema að takmörkuðu leyti. Stuttum níu mánuðum eftir loforðaflauminn hefur Framsóknarflokkurinn nú rekið sig á það sem margoft hefur verið bent á af talsmönnum Samfylkingarinnar: Verðtryggingin er órjúfanlegur hluti af krónuhagkerfinu og verður ekki að fullu afnumin nema með upptöku annars gjaldmiðils. Í skýrslunni eru engu að síður lagðar fram tillögur „í átt að fullu afnámi verðtryggingar“, sem meðal annars fela í sér að gera verðtryggð lán til lengri tíma en 25 ára óheimil. Það er vandséð hvernig það hjálpar húsnæðiskaupendum að takmarka möguleika þeirra á lánsfjármögnun íbúða, án þess að bjóða upp á eitthvað annað í staðinn. Þeir sem hafa ráð á að taka óverðtryggð lán í dag gera það – bannið breytir engu þar um.Húsnæðisöryggi Mun meira máli skiptir hvernig ríkisstjórnin ætlar að tryggja húsnæðisöryggi þeirra sem ekki ráða við þunga greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum eða af verðtryggðum lánum til einungis 25 ára. Í því máli skilar ríkisstjórnin svo til auðu. Vissulega er tæpt á hvaða mótvægisaðgerðum væri hægt að beita vegna styttingar lánstímans, en það er hvorki rætt hvað þurfi að gera að lágmarki svo hægt sé að hefja afnám verðtryggingarinnar, né greint frá því hvað slíkar aðgerðir myndu kosta ríkissjóð. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að Reykjavíkurborg taki forystu í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu. Snúa þarf frá ofuráherslunni á séreignarstefnuna og byggja upp traustan leigumarkað, sem verður valkostur fyrir alla – líka þá sem ráða ekki við himinháar greiðslur of óverðtryggðum lánum eða verðtryggðum lánum til 25 ára. Aðeins með beinni þátttöku borgarinnar í uppbyggingu leigufélaga sem starfa á almennum markaði tryggjum við skjóta uppbyggingu á leiguíbúðum. Reykjavíkurborg hefur nú þegar lagt fram metnaðarfullar áætlanir um uppbyggingu 2.500–3.000 íbúða og mikilvægt er að þær nái fram að ganga. Fyrir því vil ég beita mér í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Sjá meira
Hún er rýr, Framsóknarskýrslan sem kynnt var í vikunni um húsnæðismál. Þrátt fyrir fögur kosningafyrirheit um afnám verðtryggingarinnar blasir nú við að ekki verði farið í þá vegferð, nema að takmörkuðu leyti. Stuttum níu mánuðum eftir loforðaflauminn hefur Framsóknarflokkurinn nú rekið sig á það sem margoft hefur verið bent á af talsmönnum Samfylkingarinnar: Verðtryggingin er órjúfanlegur hluti af krónuhagkerfinu og verður ekki að fullu afnumin nema með upptöku annars gjaldmiðils. Í skýrslunni eru engu að síður lagðar fram tillögur „í átt að fullu afnámi verðtryggingar“, sem meðal annars fela í sér að gera verðtryggð lán til lengri tíma en 25 ára óheimil. Það er vandséð hvernig það hjálpar húsnæðiskaupendum að takmarka möguleika þeirra á lánsfjármögnun íbúða, án þess að bjóða upp á eitthvað annað í staðinn. Þeir sem hafa ráð á að taka óverðtryggð lán í dag gera það – bannið breytir engu þar um.Húsnæðisöryggi Mun meira máli skiptir hvernig ríkisstjórnin ætlar að tryggja húsnæðisöryggi þeirra sem ekki ráða við þunga greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum eða af verðtryggðum lánum til einungis 25 ára. Í því máli skilar ríkisstjórnin svo til auðu. Vissulega er tæpt á hvaða mótvægisaðgerðum væri hægt að beita vegna styttingar lánstímans, en það er hvorki rætt hvað þurfi að gera að lágmarki svo hægt sé að hefja afnám verðtryggingarinnar, né greint frá því hvað slíkar aðgerðir myndu kosta ríkissjóð. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að Reykjavíkurborg taki forystu í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu. Snúa þarf frá ofuráherslunni á séreignarstefnuna og byggja upp traustan leigumarkað, sem verður valkostur fyrir alla – líka þá sem ráða ekki við himinháar greiðslur of óverðtryggðum lánum eða verðtryggðum lánum til 25 ára. Aðeins með beinni þátttöku borgarinnar í uppbyggingu leigufélaga sem starfa á almennum markaði tryggjum við skjóta uppbyggingu á leiguíbúðum. Reykjavíkurborg hefur nú þegar lagt fram metnaðarfullar áætlanir um uppbyggingu 2.500–3.000 íbúða og mikilvægt er að þær nái fram að ganga. Fyrir því vil ég beita mér í borgarstjórn Reykjavíkur.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun