Lífið

Sýna fólki að það er líf eftir Vog

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Rúnar lofar góðri stemningu í Edrúhöllinni klukkan 20.30 annað kvöld.
Rúnar lofar góðri stemningu í Edrúhöllinni klukkan 20.30 annað kvöld. Vísir/Daníel
„Þetta er raunverulegur valkostur fyrir þá sem vilja njóta góðrar tónlistar án þess að það sé einhver að drekka sig fullan nálægt þeim. Þarna getur fólk komið með krakkana sína, horft á góða tónleika og verið komið heim um tíu leytið,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, samskiptafulltrúi SÁÁ. Félagið hefur haldið tónleikaröðina Kaffi, kökur, rokk & ról í Edrúhöllinni við Efstaleitið síðan haustið 2011 en upphafið má rekja til poppfræðingsins Arnars Eggerts Thoroddsens.

„Við viljum sýna fólki að það er líf eftir Vog. Við bjóðum upp á alls kyns uppákomur og sýnum fólki að það er nóg annað að gera en að drekka og djamma til að hafa gaman. Við höldum tónleika síðasta þriðjudag í hverjum mánuði og það kostar aðeins þúsund krónur inn. Innifalið í miðaverði eru kaffi og kökur,“ segir Rúnar en tónleikaröðin fékk Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins árið 2012. Gestur næsta þriðjudags er tónlistarkonan Lay Low.

„Hún er algjörlega frábær og nýjasta platan hennar, Talking About the Weather, hefur slegið rækilega í gegn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.