Svipmynd Markaðarins: Vann hjá Deutsche Bank í New York Haraldur Guðmundsson skrifar 22. janúar 2014 07:30 Einar settist í forstjórastól Skeljungs í maí 2009. Vísir/GVA Félagið SF IV slhf., sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis hf., keypti í lok síðasta árs allt hlutafé í olíufélaginu Skeljungi. Þá var ákveðið að Einar Örn Ólafsson yrði áfram forstjóri olíufélagsins en hann hefur stýrt Skeljungi síðastliðin fimm ár. „Nú tekur við stefnumótun með nýjum eigendum og vinna við að undirbúa félagið fyrir skráningu á Aðalmarkað Kauphallarinnar,“ segir Einar. Hann útskrifaðist með BS-próf í verkfræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og hóf síðar störf hjá Íslandsbanka. „Síðan bjó ég í tvö og hálft ár í New York og kláraði þá MBA-nám við New York University. Þá vann ég sumarið 2002 hjá Deutsche Bank og hjá fjárfestingarsjóði sem sérhæfði sig í skuldabréfum gjaldþrota fyrirtækja sumarið og haustið á eftir. Ég kom heim í árslok 2003 og hélt þá áfram hjá Íslandsbanka.“ Spurður um áhugamál segir Einar að hann hafi meðal annars gaman af fótbolta, bóklestri og bílum. „Ég er einnig í golfi og fer mikið á skíði. Síðan les ég 30-40 bækur á ári, bæði skáldsögur og einnig bækur sem fjalla með einum eða öðrum hætti um viðskiptatengd mál. Svo blundar í mér bíladella sem ég hef ekki sinnt nógu mikið allra síðustu árin. En ég mun taka upp þá iðju fyrr en síðar.“ Einar er giftur Áslaugu Einarsdóttur, lögfræðingi í velferðarráðuneytinu. Þau eiga tvö börn, Ólaf Björn, ellefu ára, og Birnu Kristínu, níu ára. „Við eigum litla orlofsíbúð á Akureyri og við förum þangað oft á ári, einkum til að skíða. Svo ætlum við í skíðaferð til Austurríkis eftir tvær vikur,“ segir Einar. Hann er bjartsýnn á að árið 2014 verði gott ár. „Ég held að það verði stigin skref á þessu ári til að aflétta gjaldeyrishöftum. Það mun koma titringur þegar það gerist en til lengri tíma litið er það nauðsynlegt skref og stærsta verkefnið.“Gísli Marteinn BaldurssonGísli Marteinn Baldursson, þáttastjórnandi „Einar er einn greindasti maður sem ég þekki. Ég hef oft hringt í hann til að spyrja hann einhverra furðulegra spurninga sem fela í sér einhverja útreikninga. Þá spyr Einar ekki einu sinni hvers vegna hann á að svara spurningunni heldur fer um leið í að leysa þrautina. Þetta er verkfræðingurinn í honum. Einar er einnig meðvitaður um það að njóta lífsins og samvista við fjölskyldu og vini. Ef maður er að gera eitthvað skemmtilegt með honum þá er hann duglegur að minna sjálfan sig og aðra á hvað þeir séu heppnir að hafa það svona gott; að eiga svona góða vini, að vera í svona góðu partíi, að þessi stund sem um ræðir sé svona skemmtileg og góð.“Ásbjörn Gíslason.Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa hf „Ég hef kynnst Einar Erni á liðnum árum, er hann var við störf hjá Glitni, og nú í seinni tíð hjá Skeljungi – leiðir okkar hafa jafnframt legið saman í gegnum stjórnarsetu í Viðskiptaráði. Hann var seigur bankamaður á sínum tíma og hefur sýnt á liðnum árum að hann er öflugur stjórnandi, til marks um það er mikill og góður árangur sem náðst hefur í rekstri Skeljungs í hans tíð. Hann talar manna hraðast, er mjög klár, ákaflega fylginn sér, skíðastíllinn er svona bærilegur – og það sem dregur hann helst niður er að hann er KR-ingur.“Guðný Hansdóttir.Guðný Hansdóttir, starfsmannastjóri Skeljungs „Einar Örn er skarpur, töluglöggur og skemmtilegur. Oft talar hann jafn hratt og hann hugsar og því þarf stundum að túlka það sem hann segir. Hann er húmoristi mikill og segir skemmtilega frá. Það er gott að vinna með honum og hann er snöggur að taka ákvarðanir. Einar er ótrúlega lunkinn í því að sjá stóru myndina og því góður í að greina aðalatriði frá smáatriðunum. Einar Örn er keppnismaður mikill og að eigin sögn þá vinnur hann allar áskoranir og er ávallt í fyrsta sæti.“ Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Félagið SF IV slhf., sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis hf., keypti í lok síðasta árs allt hlutafé í olíufélaginu Skeljungi. Þá var ákveðið að Einar Örn Ólafsson yrði áfram forstjóri olíufélagsins en hann hefur stýrt Skeljungi síðastliðin fimm ár. „Nú tekur við stefnumótun með nýjum eigendum og vinna við að undirbúa félagið fyrir skráningu á Aðalmarkað Kauphallarinnar,“ segir Einar. Hann útskrifaðist með BS-próf í verkfræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og hóf síðar störf hjá Íslandsbanka. „Síðan bjó ég í tvö og hálft ár í New York og kláraði þá MBA-nám við New York University. Þá vann ég sumarið 2002 hjá Deutsche Bank og hjá fjárfestingarsjóði sem sérhæfði sig í skuldabréfum gjaldþrota fyrirtækja sumarið og haustið á eftir. Ég kom heim í árslok 2003 og hélt þá áfram hjá Íslandsbanka.“ Spurður um áhugamál segir Einar að hann hafi meðal annars gaman af fótbolta, bóklestri og bílum. „Ég er einnig í golfi og fer mikið á skíði. Síðan les ég 30-40 bækur á ári, bæði skáldsögur og einnig bækur sem fjalla með einum eða öðrum hætti um viðskiptatengd mál. Svo blundar í mér bíladella sem ég hef ekki sinnt nógu mikið allra síðustu árin. En ég mun taka upp þá iðju fyrr en síðar.“ Einar er giftur Áslaugu Einarsdóttur, lögfræðingi í velferðarráðuneytinu. Þau eiga tvö börn, Ólaf Björn, ellefu ára, og Birnu Kristínu, níu ára. „Við eigum litla orlofsíbúð á Akureyri og við förum þangað oft á ári, einkum til að skíða. Svo ætlum við í skíðaferð til Austurríkis eftir tvær vikur,“ segir Einar. Hann er bjartsýnn á að árið 2014 verði gott ár. „Ég held að það verði stigin skref á þessu ári til að aflétta gjaldeyrishöftum. Það mun koma titringur þegar það gerist en til lengri tíma litið er það nauðsynlegt skref og stærsta verkefnið.“Gísli Marteinn BaldurssonGísli Marteinn Baldursson, þáttastjórnandi „Einar er einn greindasti maður sem ég þekki. Ég hef oft hringt í hann til að spyrja hann einhverra furðulegra spurninga sem fela í sér einhverja útreikninga. Þá spyr Einar ekki einu sinni hvers vegna hann á að svara spurningunni heldur fer um leið í að leysa þrautina. Þetta er verkfræðingurinn í honum. Einar er einnig meðvitaður um það að njóta lífsins og samvista við fjölskyldu og vini. Ef maður er að gera eitthvað skemmtilegt með honum þá er hann duglegur að minna sjálfan sig og aðra á hvað þeir séu heppnir að hafa það svona gott; að eiga svona góða vini, að vera í svona góðu partíi, að þessi stund sem um ræðir sé svona skemmtileg og góð.“Ásbjörn Gíslason.Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa hf „Ég hef kynnst Einar Erni á liðnum árum, er hann var við störf hjá Glitni, og nú í seinni tíð hjá Skeljungi – leiðir okkar hafa jafnframt legið saman í gegnum stjórnarsetu í Viðskiptaráði. Hann var seigur bankamaður á sínum tíma og hefur sýnt á liðnum árum að hann er öflugur stjórnandi, til marks um það er mikill og góður árangur sem náðst hefur í rekstri Skeljungs í hans tíð. Hann talar manna hraðast, er mjög klár, ákaflega fylginn sér, skíðastíllinn er svona bærilegur – og það sem dregur hann helst niður er að hann er KR-ingur.“Guðný Hansdóttir.Guðný Hansdóttir, starfsmannastjóri Skeljungs „Einar Örn er skarpur, töluglöggur og skemmtilegur. Oft talar hann jafn hratt og hann hugsar og því þarf stundum að túlka það sem hann segir. Hann er húmoristi mikill og segir skemmtilega frá. Það er gott að vinna með honum og hann er snöggur að taka ákvarðanir. Einar er ótrúlega lunkinn í því að sjá stóru myndina og því góður í að greina aðalatriði frá smáatriðunum. Einar Örn er keppnismaður mikill og að eigin sögn þá vinnur hann allar áskoranir og er ávallt í fyrsta sæti.“
Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira