Fallegur fálki vekur mikla athygli á Koli Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. janúar 2014 10:30 Inga María Brynjarsdóttir listakona stendur hér með fálkanum sínum. fréttablaðið/pjetur „Þetta tekur á og ég er líka drulluskítug upp fyrir haus,“ segir hin 33 ára gamla myndlistarkona og teiknari Inga María Brynjarsdóttir, sem er þessa dagana að leggja lokahönd á listaverk sem hún er að gera fyrir veitingastaðinn Kol Restaurant. Um er að ræða mikinn og stóran fálka sem prýðir einn vegg staðarins. „Við vildum fá fálka því hann er svo íslenskur og fallegur. Ég vissi að Inga María væri vel kunnug því að teikna dýr og sá á fyrri verkum hennar hversu fábær hún er,“ segir Óli Már Ólason, einn þriggja eigenda nýs veitingastaðar sem ber nafnið Kol Restaurant. Ásamt Óla eru þeir Stefán Magnússon og Andri Björn Björnsson eigendur staðarins en fyrir eiga þeir veitinga- og skemmtistaðina Vegamót og Lebowski. Inga María málar fálkann með fingrunum og sleppir öllum penslum og öðrum verkfærum. „Ég nota kol og þurrpastel sem eru í krítarformi og skelli þeim á vegginn. Ég nota bara puttana við að koma þessu upp á vegginn. Ég þarf líka mikið af fixatívi til að festa þetta við vegginn,“ útskýrir Inga María. Hún segist kunna vel við þessa aðferð og segist njóta sín mjög vel svona grútskítug. Það er ótrúlegt að það hafi einungis tekið Ingu Maríu viku að skapa þetta fallega listaverk en fálkinn er mjög stór eins og myndin sýnir. „Þetta verk leyfir engin mistök því um leið og ég set þetta á vegginn þá er þetta þar. Það er kannski pínu heppni að hann skyldi haldast í hlutföllum,“ segir Inga María hress í bragði en hún gerir ráð fyrir að fullklára verkið í vikunni. Hún hefur teiknað í mörg ár en hefur minna verið í því að skreyta svona stóra veggi og meira teiknað á pappír. Gert er ráð fyrir að staðurinn verði opnaður eftir um það bil tvær vikur. Staðurinn er við Skólavörðustíg 40. Hönnun hans er í höndum Leifs Welding og hans fólks, og er hugmyndin að baki henni að blanda saman hlýlegu nútímalegu íslensku yfirbragði með alþjóðlegu ívafi þar sem ljós og húsgögn frá Tom Dixon fá að njóta sín til fulls. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Þetta tekur á og ég er líka drulluskítug upp fyrir haus,“ segir hin 33 ára gamla myndlistarkona og teiknari Inga María Brynjarsdóttir, sem er þessa dagana að leggja lokahönd á listaverk sem hún er að gera fyrir veitingastaðinn Kol Restaurant. Um er að ræða mikinn og stóran fálka sem prýðir einn vegg staðarins. „Við vildum fá fálka því hann er svo íslenskur og fallegur. Ég vissi að Inga María væri vel kunnug því að teikna dýr og sá á fyrri verkum hennar hversu fábær hún er,“ segir Óli Már Ólason, einn þriggja eigenda nýs veitingastaðar sem ber nafnið Kol Restaurant. Ásamt Óla eru þeir Stefán Magnússon og Andri Björn Björnsson eigendur staðarins en fyrir eiga þeir veitinga- og skemmtistaðina Vegamót og Lebowski. Inga María málar fálkann með fingrunum og sleppir öllum penslum og öðrum verkfærum. „Ég nota kol og þurrpastel sem eru í krítarformi og skelli þeim á vegginn. Ég nota bara puttana við að koma þessu upp á vegginn. Ég þarf líka mikið af fixatívi til að festa þetta við vegginn,“ útskýrir Inga María. Hún segist kunna vel við þessa aðferð og segist njóta sín mjög vel svona grútskítug. Það er ótrúlegt að það hafi einungis tekið Ingu Maríu viku að skapa þetta fallega listaverk en fálkinn er mjög stór eins og myndin sýnir. „Þetta verk leyfir engin mistök því um leið og ég set þetta á vegginn þá er þetta þar. Það er kannski pínu heppni að hann skyldi haldast í hlutföllum,“ segir Inga María hress í bragði en hún gerir ráð fyrir að fullklára verkið í vikunni. Hún hefur teiknað í mörg ár en hefur minna verið í því að skreyta svona stóra veggi og meira teiknað á pappír. Gert er ráð fyrir að staðurinn verði opnaður eftir um það bil tvær vikur. Staðurinn er við Skólavörðustíg 40. Hönnun hans er í höndum Leifs Welding og hans fólks, og er hugmyndin að baki henni að blanda saman hlýlegu nútímalegu íslensku yfirbragði með alþjóðlegu ívafi þar sem ljós og húsgögn frá Tom Dixon fá að njóta sín til fulls.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira