Verslingar eru með allt á hreinu Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. janúar 2014 10:45 Stinni Stuð og Harpa Sjöfn í góðum gír. Mynd/Snorri Björnsson „Það er sennilega hin mikla þjóðerniskennd sem hvatti okkur til að kýla á þetta snilldarverk. Þetta hefur líka ekki verið sett upp með svona miklu umfangi,“ segir Arnar Ingason, einn meðlima í Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands en skólinn setur upp söngleikinn Með allt á hreinu eftir samnefndri kvikmynd. „Það er ekki svo erfitt að útfæra þetta í söngleik. Bjartmar Þórðarson leikstjóri og Elva Rut Guðlaugsdóttir danshöfundur gera þetta með mikilli prýði,“ segir Arnar. Verslingarnir halda öllum gömlu góðu frösunum og passa upp á að búningarnir séu eins og þeir eiga að vera. „Við erum með þessi einkennandi tvískiptu jakkaföt hans Stinna. Stuðmenn eru allir í hljómsveitarbúningum og Gærurnar í gærum. Það koma um 150 manns að sýningunni.“Stuðmenn í stuði,Mynd/Snorri BjörnssonHvernig taka Stuðmenn sjálfir í uppsetninguna? „Þeir leyfðu okkur þetta alveg, svo framarlega sem við gengjum frá öllum lagalegum hliðum málsins við þá. Ágúst Guðmundsson, leikstjóri myndarinnar, var einnig ánægður með þetta,“ útskýrir Arnar. Í uppsetningunni sjást nokkrir nýir karakterar. „Nýju karakterarnir eru minni hlutverk eins og til dæmis rótari Gæranna, Siggi skífa og Hófí skífa.“ Sveitirnar berjast báðar um samning hjá Skífunni með því að heilla Sigga og Hófí.Harpa Sjöfn í gærunumMynd/Snorri BjörnssonFjölmargar aðrar persónur fléttast skemmtilega inn í söguna svo sem Sigrúna Digra og Óliver Twist. Einnig setja rótararar hljómsveitanna tveggja, Dúddi og Tarzan, tvímælalaust svip sinn á sýninguna. Sýningin er keyrð áfram af leik, söng og frábærum dansi en dramatíkin og tilfinningarnar eru sjaldan langt undan.Þeir Kristján Sturla Bjarnason og Brynjar Unnsteinsson sjá um krefjandi tónlistarstjórn þessa stórkostlega söngleiks og Helga Margrét Marzellíusardóttir er söngstjóri sýningarinnar. Söngleikurinn verður frumsýndur þann 5. febrúar í Austurbæ en uppselt er á fyrstu þrjár sýningarnar. Miðasala fer fram hér. Einnig má fá nánari upplýsingar um sýninguna hér. Fjórar söngkonur úr Verzló fara hér í hlutverk Gæranna og taka lag úr söngleiknum í þættinum Þriðjudagskvöld með Frikka Dór. Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira
„Það er sennilega hin mikla þjóðerniskennd sem hvatti okkur til að kýla á þetta snilldarverk. Þetta hefur líka ekki verið sett upp með svona miklu umfangi,“ segir Arnar Ingason, einn meðlima í Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands en skólinn setur upp söngleikinn Með allt á hreinu eftir samnefndri kvikmynd. „Það er ekki svo erfitt að útfæra þetta í söngleik. Bjartmar Þórðarson leikstjóri og Elva Rut Guðlaugsdóttir danshöfundur gera þetta með mikilli prýði,“ segir Arnar. Verslingarnir halda öllum gömlu góðu frösunum og passa upp á að búningarnir séu eins og þeir eiga að vera. „Við erum með þessi einkennandi tvískiptu jakkaföt hans Stinna. Stuðmenn eru allir í hljómsveitarbúningum og Gærurnar í gærum. Það koma um 150 manns að sýningunni.“Stuðmenn í stuði,Mynd/Snorri BjörnssonHvernig taka Stuðmenn sjálfir í uppsetninguna? „Þeir leyfðu okkur þetta alveg, svo framarlega sem við gengjum frá öllum lagalegum hliðum málsins við þá. Ágúst Guðmundsson, leikstjóri myndarinnar, var einnig ánægður með þetta,“ útskýrir Arnar. Í uppsetningunni sjást nokkrir nýir karakterar. „Nýju karakterarnir eru minni hlutverk eins og til dæmis rótari Gæranna, Siggi skífa og Hófí skífa.“ Sveitirnar berjast báðar um samning hjá Skífunni með því að heilla Sigga og Hófí.Harpa Sjöfn í gærunumMynd/Snorri BjörnssonFjölmargar aðrar persónur fléttast skemmtilega inn í söguna svo sem Sigrúna Digra og Óliver Twist. Einnig setja rótararar hljómsveitanna tveggja, Dúddi og Tarzan, tvímælalaust svip sinn á sýninguna. Sýningin er keyrð áfram af leik, söng og frábærum dansi en dramatíkin og tilfinningarnar eru sjaldan langt undan.Þeir Kristján Sturla Bjarnason og Brynjar Unnsteinsson sjá um krefjandi tónlistarstjórn þessa stórkostlega söngleiks og Helga Margrét Marzellíusardóttir er söngstjóri sýningarinnar. Söngleikurinn verður frumsýndur þann 5. febrúar í Austurbæ en uppselt er á fyrstu þrjár sýningarnar. Miðasala fer fram hér. Einnig má fá nánari upplýsingar um sýninguna hér. Fjórar söngkonur úr Verzló fara hér í hlutverk Gæranna og taka lag úr söngleiknum í þættinum Þriðjudagskvöld með Frikka Dór.
Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira