Færri súkkulaðikleinur Hallbjörn Karlsson skrifar 14. janúar 2014 06:00 Samkvæmt fréttum í gær er til umræðu að endurskoða lög sem tryggja jafnara kynjahlutfall í stjórnum stærri íslenskra fyrirtækja. Útgangspunkturinn í þeirri umræðu er oft á tíðum sá að lögin fjölgi óhæfum konum í stjórnum. Gefið er í skyn að í núverandi stjórnir íslenskra fyrirtækja, sem yfirgnæfandi eru skipaðar körlum, hafi valist einungis fólk vegna eigin verðleika og lögin umturni þessu. Þetta er ekki rétt. Fullyrða má að allt of margir óhæfir karlar sitji í stjórnum fyrirtækja í dag. Þetta er vegna þess að á Íslandi búa jafnmargar konur og karlar. Og íslenskar konur eru jafnklárar íslenskum körlum. Væri valið úr slíkum hópi eingöngu á forsendum hæfis væru jafnmargar konur og karlar við stjórnarborðið. Í dag eru konur 23 prósent aðalmanna í stjórnum á Íslandi. Árið 2009 var þetta hlutfall tíu prósent. Var eingöngu valið í stjórnir árið 2009 á forsendum hæfis? Líkurnar á því eru vitaskuld mjög nálægt núlli. Stór hluti þessara stjórnarmanna varð fyrir valinu í krafti kynferðis síns. Þeir eru súkkulaðikleinur eins og val á forsendum kynferðis var kallað í Fréttablaðinu í gær. Lögunum er ætlað að breyta viðhorfi. Þegar hugað er að því hvort tímabært sé að aftengja kröfuna um jafnt kynjahlutfall dugar að líta á nýlegt dæmi um skipan nefndar á vegum ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta. Sú nefnd er skipuð átta körlum og engri konu. Fannst engin hæf kona á Íslandi til að taka þátt í þeirri vinnu? Það hljómar ósennilega. Líklegra er að karlar hafi skipað í nefndina. Karlar sem þekkja fleiri karla en konur. Í stað þess að leggja sig fram um að uppfylla lög um kynjakvóta í nefndum fólst lausnin í að nefndin er ekki nefnd. Hún er hópur. Lögin breyta vonandi hugarfari í sambandi við val stjórnarmanna með tíð og tíma. Þau munu fækka óhæfu körlunum í stjórnum og fjölga hæfu konunum. Þess vegna eru þau nauðsynleg. Æskilegt er að lögunum verði haldið til streitu þar til raunveruleg breyting hefur átt sér stað þegar hugað er að vali á stjórnarmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fréttum í gær er til umræðu að endurskoða lög sem tryggja jafnara kynjahlutfall í stjórnum stærri íslenskra fyrirtækja. Útgangspunkturinn í þeirri umræðu er oft á tíðum sá að lögin fjölgi óhæfum konum í stjórnum. Gefið er í skyn að í núverandi stjórnir íslenskra fyrirtækja, sem yfirgnæfandi eru skipaðar körlum, hafi valist einungis fólk vegna eigin verðleika og lögin umturni þessu. Þetta er ekki rétt. Fullyrða má að allt of margir óhæfir karlar sitji í stjórnum fyrirtækja í dag. Þetta er vegna þess að á Íslandi búa jafnmargar konur og karlar. Og íslenskar konur eru jafnklárar íslenskum körlum. Væri valið úr slíkum hópi eingöngu á forsendum hæfis væru jafnmargar konur og karlar við stjórnarborðið. Í dag eru konur 23 prósent aðalmanna í stjórnum á Íslandi. Árið 2009 var þetta hlutfall tíu prósent. Var eingöngu valið í stjórnir árið 2009 á forsendum hæfis? Líkurnar á því eru vitaskuld mjög nálægt núlli. Stór hluti þessara stjórnarmanna varð fyrir valinu í krafti kynferðis síns. Þeir eru súkkulaðikleinur eins og val á forsendum kynferðis var kallað í Fréttablaðinu í gær. Lögunum er ætlað að breyta viðhorfi. Þegar hugað er að því hvort tímabært sé að aftengja kröfuna um jafnt kynjahlutfall dugar að líta á nýlegt dæmi um skipan nefndar á vegum ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta. Sú nefnd er skipuð átta körlum og engri konu. Fannst engin hæf kona á Íslandi til að taka þátt í þeirri vinnu? Það hljómar ósennilega. Líklegra er að karlar hafi skipað í nefndina. Karlar sem þekkja fleiri karla en konur. Í stað þess að leggja sig fram um að uppfylla lög um kynjakvóta í nefndum fólst lausnin í að nefndin er ekki nefnd. Hún er hópur. Lögin breyta vonandi hugarfari í sambandi við val stjórnarmanna með tíð og tíma. Þau munu fækka óhæfu körlunum í stjórnum og fjölga hæfu konunum. Þess vegna eru þau nauðsynleg. Æskilegt er að lögunum verði haldið til streitu þar til raunveruleg breyting hefur átt sér stað þegar hugað er að vali á stjórnarmönnum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar