Færri súkkulaðikleinur Hallbjörn Karlsson skrifar 14. janúar 2014 06:00 Samkvæmt fréttum í gær er til umræðu að endurskoða lög sem tryggja jafnara kynjahlutfall í stjórnum stærri íslenskra fyrirtækja. Útgangspunkturinn í þeirri umræðu er oft á tíðum sá að lögin fjölgi óhæfum konum í stjórnum. Gefið er í skyn að í núverandi stjórnir íslenskra fyrirtækja, sem yfirgnæfandi eru skipaðar körlum, hafi valist einungis fólk vegna eigin verðleika og lögin umturni þessu. Þetta er ekki rétt. Fullyrða má að allt of margir óhæfir karlar sitji í stjórnum fyrirtækja í dag. Þetta er vegna þess að á Íslandi búa jafnmargar konur og karlar. Og íslenskar konur eru jafnklárar íslenskum körlum. Væri valið úr slíkum hópi eingöngu á forsendum hæfis væru jafnmargar konur og karlar við stjórnarborðið. Í dag eru konur 23 prósent aðalmanna í stjórnum á Íslandi. Árið 2009 var þetta hlutfall tíu prósent. Var eingöngu valið í stjórnir árið 2009 á forsendum hæfis? Líkurnar á því eru vitaskuld mjög nálægt núlli. Stór hluti þessara stjórnarmanna varð fyrir valinu í krafti kynferðis síns. Þeir eru súkkulaðikleinur eins og val á forsendum kynferðis var kallað í Fréttablaðinu í gær. Lögunum er ætlað að breyta viðhorfi. Þegar hugað er að því hvort tímabært sé að aftengja kröfuna um jafnt kynjahlutfall dugar að líta á nýlegt dæmi um skipan nefndar á vegum ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta. Sú nefnd er skipuð átta körlum og engri konu. Fannst engin hæf kona á Íslandi til að taka þátt í þeirri vinnu? Það hljómar ósennilega. Líklegra er að karlar hafi skipað í nefndina. Karlar sem þekkja fleiri karla en konur. Í stað þess að leggja sig fram um að uppfylla lög um kynjakvóta í nefndum fólst lausnin í að nefndin er ekki nefnd. Hún er hópur. Lögin breyta vonandi hugarfari í sambandi við val stjórnarmanna með tíð og tíma. Þau munu fækka óhæfu körlunum í stjórnum og fjölga hæfu konunum. Þess vegna eru þau nauðsynleg. Æskilegt er að lögunum verði haldið til streitu þar til raunveruleg breyting hefur átt sér stað þegar hugað er að vali á stjórnarmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fréttum í gær er til umræðu að endurskoða lög sem tryggja jafnara kynjahlutfall í stjórnum stærri íslenskra fyrirtækja. Útgangspunkturinn í þeirri umræðu er oft á tíðum sá að lögin fjölgi óhæfum konum í stjórnum. Gefið er í skyn að í núverandi stjórnir íslenskra fyrirtækja, sem yfirgnæfandi eru skipaðar körlum, hafi valist einungis fólk vegna eigin verðleika og lögin umturni þessu. Þetta er ekki rétt. Fullyrða má að allt of margir óhæfir karlar sitji í stjórnum fyrirtækja í dag. Þetta er vegna þess að á Íslandi búa jafnmargar konur og karlar. Og íslenskar konur eru jafnklárar íslenskum körlum. Væri valið úr slíkum hópi eingöngu á forsendum hæfis væru jafnmargar konur og karlar við stjórnarborðið. Í dag eru konur 23 prósent aðalmanna í stjórnum á Íslandi. Árið 2009 var þetta hlutfall tíu prósent. Var eingöngu valið í stjórnir árið 2009 á forsendum hæfis? Líkurnar á því eru vitaskuld mjög nálægt núlli. Stór hluti þessara stjórnarmanna varð fyrir valinu í krafti kynferðis síns. Þeir eru súkkulaðikleinur eins og val á forsendum kynferðis var kallað í Fréttablaðinu í gær. Lögunum er ætlað að breyta viðhorfi. Þegar hugað er að því hvort tímabært sé að aftengja kröfuna um jafnt kynjahlutfall dugar að líta á nýlegt dæmi um skipan nefndar á vegum ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta. Sú nefnd er skipuð átta körlum og engri konu. Fannst engin hæf kona á Íslandi til að taka þátt í þeirri vinnu? Það hljómar ósennilega. Líklegra er að karlar hafi skipað í nefndina. Karlar sem þekkja fleiri karla en konur. Í stað þess að leggja sig fram um að uppfylla lög um kynjakvóta í nefndum fólst lausnin í að nefndin er ekki nefnd. Hún er hópur. Lögin breyta vonandi hugarfari í sambandi við val stjórnarmanna með tíð og tíma. Þau munu fækka óhæfu körlunum í stjórnum og fjölga hæfu konunum. Þess vegna eru þau nauðsynleg. Æskilegt er að lögunum verði haldið til streitu þar til raunveruleg breyting hefur átt sér stað þegar hugað er að vali á stjórnarmönnum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar