Kjarasamningur – skynsemi og ábyrgð Ólafía B. Rafnsdóttir skrifar 11. janúar 2014 06:00 Krafan um stöðugleika er hávær þessa dagana enda íslenskt launafólk orðið langþreytt á hárri verðbólgu og efnahagslegri óvissu. Þessum stöðugleika náum við hins vegar ekki nema við förum fram af skynsemi og ábyrgð, stéttarfélög, atvinnurekendur og hið opinbera. Um það snýst nýgerður kjarasamningur á almennum vinnumarkaði í raun og veru. Um það verður kosið á næstu dögum í stéttarfélögum eins og VR. Ný vinnubrögð í kjarasamningagerð og ný viðhorf einkenna þennan kjarasamning og allan undirbúning hans. Hann byggist á sameiginlegri vinnu samningsaðila síðustu mánuði og vilja allra sem að honum komu til að ná fram markmiðum um aukinn kaupmátt og hjöðnun verðbólgu. Hagsmunir okkar fara hér saman – við viljum öll minni verðbólgu og meiri stöðugleika. Samningurinn er stuttur, til eins árs. Á þessum tólf mánuðum fáum við það svigrúm sem við þurfum til að undirbúa langtímasamning sem á að stuðla að því efnahagslega umhverfi sem krafa er gerð um. Niðurstöður kannana meðal félagsmanna VR á síðustu vikum og misserum benda til þess að aukinn kaupmáttur skipti þá höfuðmáli. Það leggjum við áfram til grundvallar í þeim viðræðum sem framundan eru um kjarasamning til lengri tíma.Leggjumst öll á eitt Mikil umræða hefur verið síðustu daga um boðaðar verðlags- og gjaldskrárhækkanir. Þessar hækkanir ganga þvert gegn því sem kjarasamningurinn snýst um. Verkalýðshreyfingin beitti sér af skynsemi við kjarasamningagerðina og við gerum þá kröfu að fyrirtækin í landinu, og stjórnvöld, geri slíkt hið sama og haldi aftur af verðhækkunum. Launahækkanir í þessum samningi eru ekki forsenda fyrir hækkun á neysluvörum eða hækkun á gjaldskrám hins opinbera. Þær eru innan þess ramma sem samningsaðilar komu sér saman um og það er skýlaus krafa okkar að hækkanir verði dregnar til baka. Umfjöllunin gefur okkur hins vegar tækifæri til að beita okkur og veita atvinnulífinu það aðhald sem þörf er á. Við munum fylgjast grannt með þróun verðlags fyrirtækja og stofnana og hiklaust beita þá þrýstingi sem ætla að ganga úr skaftinu. Ég hvet alla landsmenn til að taka þátt í þessu með okkur, sameiginlegt átak þarf til. Við verðum að leggja sameiginlega til atlögu við verðbólguna, að öðrum kosti missum við út úr höndum okkar tækifæri til að skapa varanlegan stöðugleika og þá kaupmáttaraukningu sem við gerum öll kröfu um. Ég hvet því alla félagsmenn VR til að taka þátt í þessari vegferð með okkur og samþykkja samninginn í komandi atkvæðagreiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Krafan um stöðugleika er hávær þessa dagana enda íslenskt launafólk orðið langþreytt á hárri verðbólgu og efnahagslegri óvissu. Þessum stöðugleika náum við hins vegar ekki nema við förum fram af skynsemi og ábyrgð, stéttarfélög, atvinnurekendur og hið opinbera. Um það snýst nýgerður kjarasamningur á almennum vinnumarkaði í raun og veru. Um það verður kosið á næstu dögum í stéttarfélögum eins og VR. Ný vinnubrögð í kjarasamningagerð og ný viðhorf einkenna þennan kjarasamning og allan undirbúning hans. Hann byggist á sameiginlegri vinnu samningsaðila síðustu mánuði og vilja allra sem að honum komu til að ná fram markmiðum um aukinn kaupmátt og hjöðnun verðbólgu. Hagsmunir okkar fara hér saman – við viljum öll minni verðbólgu og meiri stöðugleika. Samningurinn er stuttur, til eins árs. Á þessum tólf mánuðum fáum við það svigrúm sem við þurfum til að undirbúa langtímasamning sem á að stuðla að því efnahagslega umhverfi sem krafa er gerð um. Niðurstöður kannana meðal félagsmanna VR á síðustu vikum og misserum benda til þess að aukinn kaupmáttur skipti þá höfuðmáli. Það leggjum við áfram til grundvallar í þeim viðræðum sem framundan eru um kjarasamning til lengri tíma.Leggjumst öll á eitt Mikil umræða hefur verið síðustu daga um boðaðar verðlags- og gjaldskrárhækkanir. Þessar hækkanir ganga þvert gegn því sem kjarasamningurinn snýst um. Verkalýðshreyfingin beitti sér af skynsemi við kjarasamningagerðina og við gerum þá kröfu að fyrirtækin í landinu, og stjórnvöld, geri slíkt hið sama og haldi aftur af verðhækkunum. Launahækkanir í þessum samningi eru ekki forsenda fyrir hækkun á neysluvörum eða hækkun á gjaldskrám hins opinbera. Þær eru innan þess ramma sem samningsaðilar komu sér saman um og það er skýlaus krafa okkar að hækkanir verði dregnar til baka. Umfjöllunin gefur okkur hins vegar tækifæri til að beita okkur og veita atvinnulífinu það aðhald sem þörf er á. Við munum fylgjast grannt með þróun verðlags fyrirtækja og stofnana og hiklaust beita þá þrýstingi sem ætla að ganga úr skaftinu. Ég hvet alla landsmenn til að taka þátt í þessu með okkur, sameiginlegt átak þarf til. Við verðum að leggja sameiginlega til atlögu við verðbólguna, að öðrum kosti missum við út úr höndum okkar tækifæri til að skapa varanlegan stöðugleika og þá kaupmáttaraukningu sem við gerum öll kröfu um. Ég hvet því alla félagsmenn VR til að taka þátt í þessari vegferð með okkur og samþykkja samninginn í komandi atkvæðagreiðslu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar