Fjarstæðukenndar skýringar umhverfisráðherra Árni Finnsson skrifar 9. janúar 2014 06:00 Skýringar umhverfisráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, á því hvers vegna hann féllst á kröfu Landsvirkjunar um að fresta undirritun reglugerðar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum þann 21. júní sl. standast ekki skoðun. Í Fréttablaðinu í gær [8. Jan. 2014] segir ráðherra að „…við lokafrágang friðlýsingarinnar“ hafi komið fram „ábendingar“ um „…að fyrirhuguð afmörkun landsvæðisins gengi lengra en nemur Norðlingaölduveitukosti sem settur var í verndarflokk…“ Ekki er kunnugt um að slíkar athugasemdir hafi komið fram. Þvert á móti segir Landsvirkjun í bréfi til ráðherra, dags. 20. júní sl., að Landsvirkjun hafi lagst gegn fyrirhugaðri friðlýsingu og vakið „…athygli á hagsmunum fyrirtækisins innan friðlandsins.“ Hvergi segir að afmörkun svæðisins gangi lengra „…en sem nemur Norðlingaölduveitukosti“ heldur gagnrýnir Landsvirkjun að tillagan útiloki Norðlingaölduveitu.Ásökunum hafnað Í bréfi sínu „Dregur Landsvirkjun mjög í efa að það stjórnsýsluferli sem málið hefur verið í af hálfu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins svo og Umhverfisstofnunar standist gildandi lög,“ og: „Áskilur Landsvirkjun sér allan rétt til að láta reyna á þær ákvarðanir sem teknar eru í ofangreindu efni með kæru á stjórnsýslustigi og/eða fyrir dómstólum, verði málinu ekki frestað og meðferð þess og afgreiðsla ekki endurskoðuð.“ Í bréfi ráðherra til Umhverfisstofnunar 27. des. sl. er þessum ásökunum Landsvirkjunar hafnað. Segir þar: „…kemst Umhverfisstofnun að þeirri niðurstöðu að undirbúningur og málsmeðferð stofnunarinnar hafi verið í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti, sérstaklega í ljósi þess að Alþingi hafi með samþykkt verndar- og orkunýtingaráætlunar 14. janúar sl. tekið ákvörðun um að virkjanakosturinn Norðlingaölduveita í 566-567,5 m.y.s. færi í verndarflokk áætlunarinnar. Ráðuneytið tekur undir með Umhverfisstofnun að ekki hafi þurft að leita samþykkis Landsvirkjunar fyrir friðlýsingarskilmálum.“Alvarlegar athugasemdir Hér má einnig rifja upp að í kjölfar fullyrðinga Landsvirkjunar, iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra sl. sumar um að sveitarstjórnir hafi gert alvarlegar athugasemdir við tillögu Umhverfisstofnunar greindu fjölmiðlar frá því að fulltrúar sömu sveitarstjórna könnuðust ekki við slíkt. Ráðherra fór með rangt mál. Fullyrðing ráðherra um að hann hafi útilokað Norðlingaölduveitu rímar illa við að hann hefur nú fallist á tillögur Landsvirkjunar um „nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu“ eða „…samskonar heimild fyrir Landsvirkjun um rekstur veitulóns innan friðlandsmarka í 566 m.y.s.“ Allir sjá að slíkur leikur getur bara endað á einn veg; hækkun stíflu og stækkun Norðlingaöldulóns til samræmis við fyrri tillögur Landsvirkjunar sem ekki mun virða nein friðlandsmörk. Ekki frekar en þá sátt sem átti að innsigla með rammaáætlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Skýringar umhverfisráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, á því hvers vegna hann féllst á kröfu Landsvirkjunar um að fresta undirritun reglugerðar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum þann 21. júní sl. standast ekki skoðun. Í Fréttablaðinu í gær [8. Jan. 2014] segir ráðherra að „…við lokafrágang friðlýsingarinnar“ hafi komið fram „ábendingar“ um „…að fyrirhuguð afmörkun landsvæðisins gengi lengra en nemur Norðlingaölduveitukosti sem settur var í verndarflokk…“ Ekki er kunnugt um að slíkar athugasemdir hafi komið fram. Þvert á móti segir Landsvirkjun í bréfi til ráðherra, dags. 20. júní sl., að Landsvirkjun hafi lagst gegn fyrirhugaðri friðlýsingu og vakið „…athygli á hagsmunum fyrirtækisins innan friðlandsins.“ Hvergi segir að afmörkun svæðisins gangi lengra „…en sem nemur Norðlingaölduveitukosti“ heldur gagnrýnir Landsvirkjun að tillagan útiloki Norðlingaölduveitu.Ásökunum hafnað Í bréfi sínu „Dregur Landsvirkjun mjög í efa að það stjórnsýsluferli sem málið hefur verið í af hálfu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins svo og Umhverfisstofnunar standist gildandi lög,“ og: „Áskilur Landsvirkjun sér allan rétt til að láta reyna á þær ákvarðanir sem teknar eru í ofangreindu efni með kæru á stjórnsýslustigi og/eða fyrir dómstólum, verði málinu ekki frestað og meðferð þess og afgreiðsla ekki endurskoðuð.“ Í bréfi ráðherra til Umhverfisstofnunar 27. des. sl. er þessum ásökunum Landsvirkjunar hafnað. Segir þar: „…kemst Umhverfisstofnun að þeirri niðurstöðu að undirbúningur og málsmeðferð stofnunarinnar hafi verið í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti, sérstaklega í ljósi þess að Alþingi hafi með samþykkt verndar- og orkunýtingaráætlunar 14. janúar sl. tekið ákvörðun um að virkjanakosturinn Norðlingaölduveita í 566-567,5 m.y.s. færi í verndarflokk áætlunarinnar. Ráðuneytið tekur undir með Umhverfisstofnun að ekki hafi þurft að leita samþykkis Landsvirkjunar fyrir friðlýsingarskilmálum.“Alvarlegar athugasemdir Hér má einnig rifja upp að í kjölfar fullyrðinga Landsvirkjunar, iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra sl. sumar um að sveitarstjórnir hafi gert alvarlegar athugasemdir við tillögu Umhverfisstofnunar greindu fjölmiðlar frá því að fulltrúar sömu sveitarstjórna könnuðust ekki við slíkt. Ráðherra fór með rangt mál. Fullyrðing ráðherra um að hann hafi útilokað Norðlingaölduveitu rímar illa við að hann hefur nú fallist á tillögur Landsvirkjunar um „nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu“ eða „…samskonar heimild fyrir Landsvirkjun um rekstur veitulóns innan friðlandsmarka í 566 m.y.s.“ Allir sjá að slíkur leikur getur bara endað á einn veg; hækkun stíflu og stækkun Norðlingaöldulóns til samræmis við fyrri tillögur Landsvirkjunar sem ekki mun virða nein friðlandsmörk. Ekki frekar en þá sátt sem átti að innsigla með rammaáætlun.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun