Lífið

Grínaði til góðs í rúmlega sex ár

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Rökkvi Vésteinsson uppistandari grínaði til góðs í rúm sex ár.
Rökkvi Vésteinsson uppistandari grínaði til góðs í rúm sex ár.
„Ég setti mér það markmið að safna einni milljón króna sem myndi renna til góðs málefnis,“ segir uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson.Hann hefur staðið fyrir fjölda uppistanda síðastliðin ár, en frá árinu 2007 hefur allur peningurinn, sem komið hefur inn, runnið í sjóðinn.„Ég hef ekki fengið neinar tekjur af uppistandinu síðan 2007 en það er frábært að geta stutt gott málefni.“ Þegar hann hélt Iceland Comedy Festival í nóvember náði hann markmiðinu.Tæplega 78 prósent af fénu rann til Barnaspítala Hringsins en einnig styrkti hann Landgræðsluna, Mæðrastyrksnefnd, Styrktarfélag krabbameinsjúkra barna, Styrktarfélag langveikra barna, Unicef og Samtök gegn einelti.„Ég var kominn á ákveðinn punkt þar sem uppistandsbransinn var hættur að vera skemmtilegur fyrir mig vegna leiðinda sem ég hafði lent í, en ég náði að snúa því við og gera þetta aftur ánægjulegt með að setja mér þetta markmið.“útskýrir Rökkvi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.