Lífið

Björn fær frábæra dóma í Kanada

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Nýjasta plata Björns Thoroddsen fékk prýðisdóma í kanadískum fjölmiðlum fyrir skömmu.
Nýjasta plata Björns Thoroddsen fékk prýðisdóma í kanadískum fjölmiðlum fyrir skömmu. fréttablaðið/gva
„Ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en ég sá þetta, en það er auðvitað frábært að fá dóm í svona stórum miðli. Það er eitt að fá gagnrýni og svo annað að fá svona góða gagnrýni,“ segir gítarleikarinn Björn Thoroddsen sem fékk fjórar stjörnur fyrir nýjustu plötuna sína, Björn Thoroddsen Plays The Beatles hjá kanadíska fjölmiðlinum Winnipeg Free Press fyrir skömmu.

Hann lauk nýverið við tónleikaferðalag um Kanada og Bandaríkin.

„Ferðalagið gekk mjög vel og það kom mér eiginlega á óvart hversu tónleikarnir voru vel sóttir,“ segir Björn léttur í lundu.

Spurður um framhaldið segist Björn vera á leiðinni aftur til Kanada og Bandaríkjanna á árinu. „Það sem er næst á dagskrá eru tónleikar með gítarsnillingnum Tommy Emmanuel í Háskólabíói 8. mars. Þar spilum við aðeins saman.“

Eftir tónleikana hyggst Björn fara til Kanada og Bandaríkjanna þar sem hann leikur á fjölda tónleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.