Lífið

Á bak við tjöldin hjá sveitinni Highlands

Efri röð frá vinstri: Emil Moravek, Eyjólfur ljósamaður, Anna Maggý stílisti, Sigríður framleiðandi, Ellen leikstjóri, Þorsteinn tökumaður, Karin söngkona og Hrefna framleiðandi. Neðri röð frá vinstri: Tobbi leikstjóri, Haraldur leikari, Hera Hilmars leikari og Logi Pedro rokkari.
Efri röð frá vinstri: Emil Moravek, Eyjólfur ljósamaður, Anna Maggý stílisti, Sigríður framleiðandi, Ellen leikstjóri, Þorsteinn tökumaður, Karin söngkona og Hrefna framleiðandi. Neðri röð frá vinstri: Tobbi leikstjóri, Haraldur leikari, Hera Hilmars leikari og Logi Pedro rokkari.
Hljómsveitin Highlands tók upp sitt fyrsta myndband við lagið Hearts á dögunum en sveitin er skipuð þeim Loga Pedro Stefánssyni úr Retro Stefson og Karin Sveinsdóttur.

„Þetta er fyrsta lagið sem bandið gefur út og það heitir Hearts. Í Retro Stefson leggjum við mikið upp úr myndbandagerð og það sama er uppi á teningnum með Highlands,“ segir Logi Pedro.

Myndbandið er væntanlegt í febrúar ásamt þremur nýjum lögum frá sveitinni.

„Tobbi og Ellen sem eru með Narvi Creative leikstýra og svo er mjög fínt tökulið með þeim,“ bætir Logi Pedro við.

Sigurbjartur, Haraldur Ari og Unnsteinn Manuel.
Atli Óskar Fjalarsson, best þekktur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Óróa, og Hera Hilmarsdóttir leikkona leika aðalhlutverkin. 

„Sagan fylgir í raun bara texta lagsins,“ segir Logi Pedro, og vill lítið gefa upp.

Næst á dagskrá hjá Highlands er tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík, en þau koma fram á hátíðinni í febrúar. 

„Við erum fáránlega spennt fyrir framhaldinu,“ segir Logi. 

Lagið Hearts má hlusta á hér að neðan.

Logi Pedro og Jón Pétur
Anna Maggý, Sigrún Perla, Arna Rut og Karin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.