Norrænt popp á netinu Eygló Harðardóttir skrifar 3. janúar 2014 06:00 Flestir hafa gaman af tónlist og eiga sér uppáhaldslag. Bráðlega munu allir eiga þess kost að skemmta sér við að hlusta á norræna tónlist á einfaldan og aðgengilegan hátt á netinu. Hví segi ég þetta? Jú, núna um áramótin tókum við Íslendingar við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni til eins árs. Sú nýbreytni er viðhöfð í norrænu fjárlögunum að settur hefur verið á laggirnar myndarlegur sjóður sem ráðstafað er að frumkvæði formennskulandsins. Fyrsta verkefnið sem lítur dagsins ljós vegna frumkvæðis Íslands er Norræni spilunarlistinn. Listinn verður kynntur 6. janúar þegar slóð hans fer á veraldarvefinn. Um er að ræða menningarverkefni þar sem skapandi greinum er gert hátt undir höfði. Samstarf við tónlistarveitur Norræni spilunarlistinn hefur verið í mótun undanfarið ár, en það er útflutningsmiðstöð norrænnar tónlistar, NOMEX eða Nordic Music Export, sem stýrir verkefninu og sér um framkvæmd þess. Að baki NOMEX eru útflutningsmiðstöðvar tónlistar á Norðurlöndum og er Útón fulltrúi Íslands. Markmiðið með verkefninu er að nýta nútíma tækni í fjölmiðlun; samfélagsmiðla og netmiðla til þess að koma norrænni tónlist á framfæri innan og utan Norðurlandanna og auka þar með útflutningsmöguleika hennar á Norðurlöndunum og alþjóðlega. Undirbúningur verkefnisins hefur gengið vel – búið er að hanna vefsíðu þar sem það besta og efnilegasta í norrænni popptónlist verður aðgengilegt á einum stað – samstarf er hafið við stórar tónlistarveitur á borð við spotify, wimp og deezer og viðræður eru í gangi við bandarískar veitur. Verkefnið mun stuðla að betri og markvissari kynningu á norrænni tónlist. Tónlistarmenningin dafnar Við höfum tröllatrú á þessu verkefni. Það er vel kynnt á Norðurlöndum, nýtur mikils velvilja, er til þess fallið að höfða til ungra Norðurlandabúa og ætti að efla tiltrú þeirra á norrænt samstarf. Árið 2014 verður varið rúmum 40 milljónum króna til Norræna spilunarlistans, en markmiðið er að sjálfsögðu að hann verði sjálfbær þegar norrænum stuðningi við hann lýkur að þremur árum loknum. Það er von mín að spilunarlistinn fái fljúgandi start og að norræn tónlist verði aðgengileg sem flestum á veraldarvefjunum. Þannig mun tónlistarmenning okkar dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Flestir hafa gaman af tónlist og eiga sér uppáhaldslag. Bráðlega munu allir eiga þess kost að skemmta sér við að hlusta á norræna tónlist á einfaldan og aðgengilegan hátt á netinu. Hví segi ég þetta? Jú, núna um áramótin tókum við Íslendingar við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni til eins árs. Sú nýbreytni er viðhöfð í norrænu fjárlögunum að settur hefur verið á laggirnar myndarlegur sjóður sem ráðstafað er að frumkvæði formennskulandsins. Fyrsta verkefnið sem lítur dagsins ljós vegna frumkvæðis Íslands er Norræni spilunarlistinn. Listinn verður kynntur 6. janúar þegar slóð hans fer á veraldarvefinn. Um er að ræða menningarverkefni þar sem skapandi greinum er gert hátt undir höfði. Samstarf við tónlistarveitur Norræni spilunarlistinn hefur verið í mótun undanfarið ár, en það er útflutningsmiðstöð norrænnar tónlistar, NOMEX eða Nordic Music Export, sem stýrir verkefninu og sér um framkvæmd þess. Að baki NOMEX eru útflutningsmiðstöðvar tónlistar á Norðurlöndum og er Útón fulltrúi Íslands. Markmiðið með verkefninu er að nýta nútíma tækni í fjölmiðlun; samfélagsmiðla og netmiðla til þess að koma norrænni tónlist á framfæri innan og utan Norðurlandanna og auka þar með útflutningsmöguleika hennar á Norðurlöndunum og alþjóðlega. Undirbúningur verkefnisins hefur gengið vel – búið er að hanna vefsíðu þar sem það besta og efnilegasta í norrænni popptónlist verður aðgengilegt á einum stað – samstarf er hafið við stórar tónlistarveitur á borð við spotify, wimp og deezer og viðræður eru í gangi við bandarískar veitur. Verkefnið mun stuðla að betri og markvissari kynningu á norrænni tónlist. Tónlistarmenningin dafnar Við höfum tröllatrú á þessu verkefni. Það er vel kynnt á Norðurlöndum, nýtur mikils velvilja, er til þess fallið að höfða til ungra Norðurlandabúa og ætti að efla tiltrú þeirra á norrænt samstarf. Árið 2014 verður varið rúmum 40 milljónum króna til Norræna spilunarlistans, en markmiðið er að sjálfsögðu að hann verði sjálfbær þegar norrænum stuðningi við hann lýkur að þremur árum loknum. Það er von mín að spilunarlistinn fái fljúgandi start og að norræn tónlist verði aðgengileg sem flestum á veraldarvefjunum. Þannig mun tónlistarmenning okkar dafna.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar