Eins og risavaxinn kakóbolli í janúar 3. janúar 2014 07:00 Marteinn Sindri Jónsson stendur að baki tónleikaraðarinnar ásamt vinum sínum. Fréttablaðið/GVA „Þetta er okkar tilraun til að gera skammdegið ofurlítið bærilegra,“ segir Marteinn Sindri Jónsson sem stendur fyrir skammdegistónleikaröð ásamt vinum sínum í janúar. Tónleikarnir fara fram í heimahúsum í Vesturbænum og þar stíga margir landskunnir músíkantar og listamenn á stokk. „Janúar er líklega leiðinlegasti og myrkasti mánuður ársins þegar búið er að taka niður öll fallegu jólaljósin en þessir tónleikar eiga að virka eins og risavaxinn kakóbolli á vetrarkvöldi, ylja fólki að innan og gera janúar skemmtilegri. Venjulegar stofur í heimahúsum eru iðulega minni en tónleikahallir og því er nándin líklega meiri en gengur og gerist á tónleikum. „En það er bara skemmtilegt. Bassaleikarinn Tómas R. Einarsson kom til dæmis á síðustu tónleika og manni leið hálfpartinn eins og maður væri staddur innan í kontrabassanum. Það var ákveðin upplifun,“ segir Marteinn. „Það er eiginlega með ólíkindum hvað okkur tókst að fá hæfileikaríkt fólk til að mæta. Og við erum náttúrlega mjög þakklát fyrir það,“ segir Marteinn. eins og maður væri staddur innan í kontrabassanum Tómas r. Einarsson spilaði á kontrabassa á síðustu skammdegistónleikum. MYND/Úr einkasafniMeðal þeirra sem komu fram á fyrstu tónleikunum voru auk Tómasar þau Sigríður Thorlacius, söngkona, skáldin Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Ásta Fanney Sigurðardóttir og Eiríkur Guðmundsson, rithöfundur. Og ekki eru síðri nöfn á listanum fyrir næstu tónleika en þar má meðal annars nefna Snorra Helgason, Reykjavíkurdætur, Houskel og nokkra félaga úr Moses Hightower. „Við höfum ákveðið að gefa aldrei upp fyrirfram hverjir troða upp á hvaða tónleikum, þannig að þetta er dálítið eins og að fá jólapakka, maður veit ekki hvað leynist í pakkanum fyrr en maður opnar hann.” Nú eru tvennir tónleikar eftir og þeir fara fram næstu tvo laugardaga. „Því miður er ekki öllum boðið heldur bara vinum okkar, einfaldlega vegna þess að við eigum ekki nægilega stórar stofur til að hýsa alla þjóðina. En þrátt fyrir það eru svo sem allir velkomnir og við munum taka vel á móti öllum sem nenna að mæta.“ Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
„Þetta er okkar tilraun til að gera skammdegið ofurlítið bærilegra,“ segir Marteinn Sindri Jónsson sem stendur fyrir skammdegistónleikaröð ásamt vinum sínum í janúar. Tónleikarnir fara fram í heimahúsum í Vesturbænum og þar stíga margir landskunnir músíkantar og listamenn á stokk. „Janúar er líklega leiðinlegasti og myrkasti mánuður ársins þegar búið er að taka niður öll fallegu jólaljósin en þessir tónleikar eiga að virka eins og risavaxinn kakóbolli á vetrarkvöldi, ylja fólki að innan og gera janúar skemmtilegri. Venjulegar stofur í heimahúsum eru iðulega minni en tónleikahallir og því er nándin líklega meiri en gengur og gerist á tónleikum. „En það er bara skemmtilegt. Bassaleikarinn Tómas R. Einarsson kom til dæmis á síðustu tónleika og manni leið hálfpartinn eins og maður væri staddur innan í kontrabassanum. Það var ákveðin upplifun,“ segir Marteinn. „Það er eiginlega með ólíkindum hvað okkur tókst að fá hæfileikaríkt fólk til að mæta. Og við erum náttúrlega mjög þakklát fyrir það,“ segir Marteinn. eins og maður væri staddur innan í kontrabassanum Tómas r. Einarsson spilaði á kontrabassa á síðustu skammdegistónleikum. MYND/Úr einkasafniMeðal þeirra sem komu fram á fyrstu tónleikunum voru auk Tómasar þau Sigríður Thorlacius, söngkona, skáldin Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Ásta Fanney Sigurðardóttir og Eiríkur Guðmundsson, rithöfundur. Og ekki eru síðri nöfn á listanum fyrir næstu tónleika en þar má meðal annars nefna Snorra Helgason, Reykjavíkurdætur, Houskel og nokkra félaga úr Moses Hightower. „Við höfum ákveðið að gefa aldrei upp fyrirfram hverjir troða upp á hvaða tónleikum, þannig að þetta er dálítið eins og að fá jólapakka, maður veit ekki hvað leynist í pakkanum fyrr en maður opnar hann.” Nú eru tvennir tónleikar eftir og þeir fara fram næstu tvo laugardaga. „Því miður er ekki öllum boðið heldur bara vinum okkar, einfaldlega vegna þess að við eigum ekki nægilega stórar stofur til að hýsa alla þjóðina. En þrátt fyrir það eru svo sem allir velkomnir og við munum taka vel á móti öllum sem nenna að mæta.“
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira