Elvar og Martin fá hrós fyrir kurteisi í grein í New York Post Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2014 12:15 Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson á landsliðsæfingu. Vísir/Andri Marinó Körfuboltastrákarnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson eru lentir á stóra sviðinu í New York þar sem þeir eru að stíga sín fyrstu skref Long Island Brooklyn í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þeir hafa þegar vakið mikla athygli og eru meðal annars til umfjöllunar í stórblaðinu New York Post. Howie Kussoy skrifaði grein í New York Post um íslensku bakverðina sem voru báðir í byrjunarliði Long Island Brooklyn í fyrsta leik. Liðið tapaði reyndar leiknum en íslensku strákarnir voru báðir með 5 stoðsendingar í fyrsta leik. Kussoy segir að þeir Elvar og Martin hafi þekkst alla ævi enda hafi þeir verið fyrst saman áður en þeir byrjuðu að tala því foreldrar þeirra hafa haldið góðu sambandi alla tíð. Kussoy lýsir því að þeir Elvar (Njarðvík) og Martin (KR) hafi spilað með sitthvoru liðinu á Íslandi en hafi verið saman með íslenska landsliðinu sem komst síðasta haust í fyrsta sinn inn á stórmót. Þá segir hann frá því þegar Jack Perri, þjálfari Long Island Brooklyn, gaf Elvari síðasta skólastyrkinn í boði fyrir einu ári síðan en hringdi síðan aftur í Elvar sex mánuðum síðar til að spyrja hann um Martin. „Þekkir þú Martin Hermannsson," spurði þjálfarinn. „Já ég þekki hann. Hann er besti vinur minn og ég get hjálpað þér að tala hann til," svaraði Elvar. Kussoy hefur það eftir íslensku bakvörðunum að þeir hafi alltaf viljað spilað saman en voru búnir að afskrifa það að það gæti gerst í bandaríska háskólaboltanum. „Leikmennirnir tveir búa báðir yfir ótrúlegri yfirsýn á vellinum og ná einstaklega vel saman," skrifar Howie Kussoy og talar síðan sérstaklega um kurteisi íslensku strákanna sem eru nú fluttir í hverfi sem hefur næstum því tíu sinnum fleiri íbúa en allt land þeirra. „Hvorugur þeirra hefur mikla íþróttahæfileika en þeir kunna að skjóta og gefa boltann og taka góðar ákvarðanir. Það kemur því ekki að sök. Þeir geta spilað, kunna að halda breidd á vellinum og að hreyfa sig án bolta. Það er draumur fyrir þjálfara að þjálfa leikmenn sem kunna þessa hluti svona vel," sagði Jack Perri, þjálfari Long Island Brooklyn. Liðfélagi strákanna hrósar þeim og talar um að það sé gott að fá þessi evrópsku áhrif inn í liðið. Hann segir þá Elvar og Martin hafi þegar kennt honum ýmislegt. „Það er draumur að rætast að fá að vera hér með besta vini mínum í fjögur ár. Þetta gæti ekki verið betra," sagði Elvar í lok greinarinnar sem fá finna alla með því að smella hér. Körfubolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira
Körfuboltastrákarnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson eru lentir á stóra sviðinu í New York þar sem þeir eru að stíga sín fyrstu skref Long Island Brooklyn í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þeir hafa þegar vakið mikla athygli og eru meðal annars til umfjöllunar í stórblaðinu New York Post. Howie Kussoy skrifaði grein í New York Post um íslensku bakverðina sem voru báðir í byrjunarliði Long Island Brooklyn í fyrsta leik. Liðið tapaði reyndar leiknum en íslensku strákarnir voru báðir með 5 stoðsendingar í fyrsta leik. Kussoy segir að þeir Elvar og Martin hafi þekkst alla ævi enda hafi þeir verið fyrst saman áður en þeir byrjuðu að tala því foreldrar þeirra hafa haldið góðu sambandi alla tíð. Kussoy lýsir því að þeir Elvar (Njarðvík) og Martin (KR) hafi spilað með sitthvoru liðinu á Íslandi en hafi verið saman með íslenska landsliðinu sem komst síðasta haust í fyrsta sinn inn á stórmót. Þá segir hann frá því þegar Jack Perri, þjálfari Long Island Brooklyn, gaf Elvari síðasta skólastyrkinn í boði fyrir einu ári síðan en hringdi síðan aftur í Elvar sex mánuðum síðar til að spyrja hann um Martin. „Þekkir þú Martin Hermannsson," spurði þjálfarinn. „Já ég þekki hann. Hann er besti vinur minn og ég get hjálpað þér að tala hann til," svaraði Elvar. Kussoy hefur það eftir íslensku bakvörðunum að þeir hafi alltaf viljað spilað saman en voru búnir að afskrifa það að það gæti gerst í bandaríska háskólaboltanum. „Leikmennirnir tveir búa báðir yfir ótrúlegri yfirsýn á vellinum og ná einstaklega vel saman," skrifar Howie Kussoy og talar síðan sérstaklega um kurteisi íslensku strákanna sem eru nú fluttir í hverfi sem hefur næstum því tíu sinnum fleiri íbúa en allt land þeirra. „Hvorugur þeirra hefur mikla íþróttahæfileika en þeir kunna að skjóta og gefa boltann og taka góðar ákvarðanir. Það kemur því ekki að sök. Þeir geta spilað, kunna að halda breidd á vellinum og að hreyfa sig án bolta. Það er draumur fyrir þjálfara að þjálfa leikmenn sem kunna þessa hluti svona vel," sagði Jack Perri, þjálfari Long Island Brooklyn. Liðfélagi strákanna hrósar þeim og talar um að það sé gott að fá þessi evrópsku áhrif inn í liðið. Hann segir þá Elvar og Martin hafi þegar kennt honum ýmislegt. „Það er draumur að rætast að fá að vera hér með besta vini mínum í fjögur ár. Þetta gæti ekki verið betra," sagði Elvar í lok greinarinnar sem fá finna alla með því að smella hér.
Körfubolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira